Bankaskattsfúsk Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. janúar 2014 06:00 Farsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi. Enginn virðist vita almennilega hvernig eigi að rökstyðja 50 milljarða viðmið, sem sett var inn í lög um skattinn að tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, eða hvaðan tillagan um þessa upphæð kom. Málið er sennilega fremur til marks um hefðbundið íslenzkt fúsk í lagasetningu en eitthvert spillingarhneyksli. Það breytir því ekki að það er vont. Þegar frumvarpið um bankaskatt kom fram báðu sparisjóðirnir um að þeim yrði hlíft við skattinum með því að skuldir undir þremur milljörðum króna yrðu undanþegnar honum. Straumur fjárfestingabanki vildi láta milda áhrifin á sig og lagði til sjö milljarða. Einhverra hluta vegna varð lendingin 50 milljarðar, sem ekkert fjármálafyrirtæki lagði til. Á vefsíðunni Andríki var bent á að það frískuldamark þýddi að MP banki slyppi við áhrif skattsins að miklu leyti, en hann skuldaði í haust um 57 milljarða króna. Síðan hefur verið bent á náin tengsl milli stjórnenda MP banka og forystumanna í stjórnarliðinu. Það er ekki þar með sagt að þau tengsl hafi skipt nokkru máli þegar ákvörðunin um frískuldamarkið var tekin, en það er eðlilegt að spurt sé. Ef stjórnvöld hefðu málefnaleg svör og vandaðan rökstuðning á reiðum höndum væri auðvelt að blása alla tortryggni og efasemdir út af borðinu. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Enginn hefur svörin á reiðum höndum, heldur bendir hver á annan. Vandræðalegust er framganga Frosta Sigurjónssonar, formanns viðskipta- og efnahagsnefndar. Hann byrjaði á að segja að færa mætti rök fyrir því að MP banki hefði átt að sleppa alveg við skattinn af því að hann hefði ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu. Það var augljóslega röng fullyrðing – MP banki átti til dæmis sinn þátt í ástarbréfaviðskiptunum svokölluðu – enda dró Frosti hana til baka í Fréttablaðinu á laugardag og sagðist bara ekkert vita hvaðan honum hefði komið þessi hugdetta. Svo er það önnur saga að það er hæpin forsenda fyrir skattlagningu að ætla að refsa sumum bönkum fyrir að hafa valdið tjóni en öðrum ekki. Frosti hélt því líka fram til að byrja með að 50 milljarða talan hefði komið frá fjármálaráðuneytinu, en hann vissi ekkert um það hvernig hún væri fundin út. Þessu hafnaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um helgina, svo og fulltrúar ráðuneytisins sem mættu á fund þingnefndarinnar í gærmorgun. Nú viðurkennir Frosti að talan hafi komið frá nefndarmeirihlutanum, en hann veit ennþá ekki hvernig hún var rökstudd.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, samþykkti 50 milljarða markið í nefndinni og lýsti meira að segja ánægju með það í nefndaráliti. Samt hefur hann farið fram á fundi til að fá að vita hvaðan tillagan um það kom og hvernig talan var fundin út. Átti hann ekki að vita það? Eiga þingmenn ekki almennt að vita hvernig það sem þeir samþykkja og lýsa ánægju með er rökstutt? Ísland er lítið land. Það er alls ekki alltaf réttlætanlegt að gera tengsl tortryggileg, jafnvel þótt fyrirtæki undir stjórn manna sem eru nátengdir stjórnvöldum græði á ákvörðunum þeirra síðarnefndu. En þá þurfa ákvarðanirnar líka að vera gegnsæjar, málefnalegar og rökstuddar. Það vantar verulega upp á það í þessu máli – og það gerir það tortryggilegt, hvort sem stjórnmálamönnunum líkar það betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Farsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi. Enginn virðist vita almennilega hvernig eigi að rökstyðja 50 milljarða viðmið, sem sett var inn í lög um skattinn að tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, eða hvaðan tillagan um þessa upphæð kom. Málið er sennilega fremur til marks um hefðbundið íslenzkt fúsk í lagasetningu en eitthvert spillingarhneyksli. Það breytir því ekki að það er vont. Þegar frumvarpið um bankaskatt kom fram báðu sparisjóðirnir um að þeim yrði hlíft við skattinum með því að skuldir undir þremur milljörðum króna yrðu undanþegnar honum. Straumur fjárfestingabanki vildi láta milda áhrifin á sig og lagði til sjö milljarða. Einhverra hluta vegna varð lendingin 50 milljarðar, sem ekkert fjármálafyrirtæki lagði til. Á vefsíðunni Andríki var bent á að það frískuldamark þýddi að MP banki slyppi við áhrif skattsins að miklu leyti, en hann skuldaði í haust um 57 milljarða króna. Síðan hefur verið bent á náin tengsl milli stjórnenda MP banka og forystumanna í stjórnarliðinu. Það er ekki þar með sagt að þau tengsl hafi skipt nokkru máli þegar ákvörðunin um frískuldamarkið var tekin, en það er eðlilegt að spurt sé. Ef stjórnvöld hefðu málefnaleg svör og vandaðan rökstuðning á reiðum höndum væri auðvelt að blása alla tortryggni og efasemdir út af borðinu. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Enginn hefur svörin á reiðum höndum, heldur bendir hver á annan. Vandræðalegust er framganga Frosta Sigurjónssonar, formanns viðskipta- og efnahagsnefndar. Hann byrjaði á að segja að færa mætti rök fyrir því að MP banki hefði átt að sleppa alveg við skattinn af því að hann hefði ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu. Það var augljóslega röng fullyrðing – MP banki átti til dæmis sinn þátt í ástarbréfaviðskiptunum svokölluðu – enda dró Frosti hana til baka í Fréttablaðinu á laugardag og sagðist bara ekkert vita hvaðan honum hefði komið þessi hugdetta. Svo er það önnur saga að það er hæpin forsenda fyrir skattlagningu að ætla að refsa sumum bönkum fyrir að hafa valdið tjóni en öðrum ekki. Frosti hélt því líka fram til að byrja með að 50 milljarða talan hefði komið frá fjármálaráðuneytinu, en hann vissi ekkert um það hvernig hún væri fundin út. Þessu hafnaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um helgina, svo og fulltrúar ráðuneytisins sem mættu á fund þingnefndarinnar í gærmorgun. Nú viðurkennir Frosti að talan hafi komið frá nefndarmeirihlutanum, en hann veit ennþá ekki hvernig hún var rökstudd.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, samþykkti 50 milljarða markið í nefndinni og lýsti meira að segja ánægju með það í nefndaráliti. Samt hefur hann farið fram á fundi til að fá að vita hvaðan tillagan um það kom og hvernig talan var fundin út. Átti hann ekki að vita það? Eiga þingmenn ekki almennt að vita hvernig það sem þeir samþykkja og lýsa ánægju með er rökstutt? Ísland er lítið land. Það er alls ekki alltaf réttlætanlegt að gera tengsl tortryggileg, jafnvel þótt fyrirtæki undir stjórn manna sem eru nátengdir stjórnvöldum græði á ákvörðunum þeirra síðarnefndu. En þá þurfa ákvarðanirnar líka að vera gegnsæjar, málefnalegar og rökstuddar. Það vantar verulega upp á það í þessu máli – og það gerir það tortryggilegt, hvort sem stjórnmálamönnunum líkar það betur eða verr.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar