Hægfara hnignandi hagkerfi Bolli Héðinsson skrifar 23. janúar 2014 06:00 Til þess að koma vel menntuðu og hæfu vinnuafli í arðbær störf þarf nýsköpun og fjárfestingu. Vegna smæðar íslenska hagkerfisins þurfum við erlenda fjárfestingu. Fjárfesting í virkjunum og orkufrekum iðnaði hefur náð að skapa fjölbreyttara atvinnulíf, en þar er komið að endimörkum og alls ekki verjandi að stuðla að frekari atvinnusköpun á því sviði, nema þess hærra verð fáist fyrir orkuna. Sú leið sem flestar nágrannaþjóða okkar hafa farið til nýsköpunar og fjárfestingar er að leita eftir samvinnu við aðrar þjóðir og nægir þar að vísa til Dana, Íra, Svía og Finna auk Eystrasaltsþjóðanna, en um margt er staða íslenska hagkerfisins svipuð þeim aðstæðum sem þeir glíma við. Þessi einfalda staðreynd um gildi náinnar samvinnu við aðrar þjóðir hafa vinaþjóðir okkar áttað sig á og því er það þeim kappsmál að gerast fullgildir aðilar í samfélagi sjálfstæðra þjóða sem er beinlínis stofnað til þess að örva erlenda fjárfestingu og hagvöxt. Þetta samfélag sjálfstæðra þjóða nefnist Evrópusambandið, ESB. Þessi grundvallaratriði virðast gleymast í málflutningnum um mögulega aðild Íslands að ESB og umræðan föst í heitstrengingum og brigslyrðum en ekki köldu stöðumati.Treystandi? Og í stað þess að gefa þjóðinni tækifæri á að fá að sjá samning við ESB þá lætur ríkisstjórnin röksemdafærsluna „…teljum að hagsmunum sé betur borgið“ duga í stað þess að staðreyna hvað er í boði. Þannig fær lítill hópur einstaklinga sem „telur“ og „heldur“ að ráða fjöreggi þjóðarinnar. Þessi litli hópur, sem telur sig einan vita, fær með þessum hætti að koma í veg fyrir að þjóðin geti staðreynt hvað henni stendur til boða í því samfélagi sjálfstæðra þjóða sem allar helstu nágranna- og vinaþjóðir okkar hafa kosið að taka þátt í. Á meðan er þjóðinni haldið á snakki um eitthvað sem kannski kann að koma einhverntíma í framtíðinni. Eitthvað á borð við olíuvinnslu, skipaferðir í norðurhöfum, viðskipti við Kína o.s.frv. án þess að það sé í nokkurri andstöðu við aðild okkar að ESB, eða geti skoðast sem valkostur við aðild. Gjaldeyrishöftin sem þjóðin býr við eru ein mesta ógn sem stendur að íslensku efnahagslífi. Miðað við þá reynslu sem við höfum af sjálfstæðum gjaldmiðli þá ætti enginn að velkjast í vafa um að fyrst ekki tókst að varðveita verðgildi íslensku krónunnar í höftum á þeim 90 árum sem krónan hefur verið sjálfstæð mynt, þá er ljóst að án fjármagnshafta mun það alls ekki ganga. Þetta ætti reynslan að hafa kennt okkur. Sennilega yrði einn stærsti fjárhagslegi ávinningur Íslendinga við aðild að ESB fólginn í upptöku evrunnar og þó svo það verði ekki á næstu árum þá er ljóst að aðild, samhliða áætlun um upptöku evru, færi langt með að færa okkur kosti evru-aðildarinnar strax. Um þá valkosti sem þjóðinni standa til boða fær hún aftur á móti ekki að segja sitt álit en þess í stað er henni boðið upp á málflutning manna sem láta nægja að segjast „halda“ og „telja“ hvernig hagsmunum þjóðarinnar er best borgið. Kannski hnignar hagkerfi okkar miklu hraðar en „hægfara“ ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Til þess að koma vel menntuðu og hæfu vinnuafli í arðbær störf þarf nýsköpun og fjárfestingu. Vegna smæðar íslenska hagkerfisins þurfum við erlenda fjárfestingu. Fjárfesting í virkjunum og orkufrekum iðnaði hefur náð að skapa fjölbreyttara atvinnulíf, en þar er komið að endimörkum og alls ekki verjandi að stuðla að frekari atvinnusköpun á því sviði, nema þess hærra verð fáist fyrir orkuna. Sú leið sem flestar nágrannaþjóða okkar hafa farið til nýsköpunar og fjárfestingar er að leita eftir samvinnu við aðrar þjóðir og nægir þar að vísa til Dana, Íra, Svía og Finna auk Eystrasaltsþjóðanna, en um margt er staða íslenska hagkerfisins svipuð þeim aðstæðum sem þeir glíma við. Þessi einfalda staðreynd um gildi náinnar samvinnu við aðrar þjóðir hafa vinaþjóðir okkar áttað sig á og því er það þeim kappsmál að gerast fullgildir aðilar í samfélagi sjálfstæðra þjóða sem er beinlínis stofnað til þess að örva erlenda fjárfestingu og hagvöxt. Þetta samfélag sjálfstæðra þjóða nefnist Evrópusambandið, ESB. Þessi grundvallaratriði virðast gleymast í málflutningnum um mögulega aðild Íslands að ESB og umræðan föst í heitstrengingum og brigslyrðum en ekki köldu stöðumati.Treystandi? Og í stað þess að gefa þjóðinni tækifæri á að fá að sjá samning við ESB þá lætur ríkisstjórnin röksemdafærsluna „…teljum að hagsmunum sé betur borgið“ duga í stað þess að staðreyna hvað er í boði. Þannig fær lítill hópur einstaklinga sem „telur“ og „heldur“ að ráða fjöreggi þjóðarinnar. Þessi litli hópur, sem telur sig einan vita, fær með þessum hætti að koma í veg fyrir að þjóðin geti staðreynt hvað henni stendur til boða í því samfélagi sjálfstæðra þjóða sem allar helstu nágranna- og vinaþjóðir okkar hafa kosið að taka þátt í. Á meðan er þjóðinni haldið á snakki um eitthvað sem kannski kann að koma einhverntíma í framtíðinni. Eitthvað á borð við olíuvinnslu, skipaferðir í norðurhöfum, viðskipti við Kína o.s.frv. án þess að það sé í nokkurri andstöðu við aðild okkar að ESB, eða geti skoðast sem valkostur við aðild. Gjaldeyrishöftin sem þjóðin býr við eru ein mesta ógn sem stendur að íslensku efnahagslífi. Miðað við þá reynslu sem við höfum af sjálfstæðum gjaldmiðli þá ætti enginn að velkjast í vafa um að fyrst ekki tókst að varðveita verðgildi íslensku krónunnar í höftum á þeim 90 árum sem krónan hefur verið sjálfstæð mynt, þá er ljóst að án fjármagnshafta mun það alls ekki ganga. Þetta ætti reynslan að hafa kennt okkur. Sennilega yrði einn stærsti fjárhagslegi ávinningur Íslendinga við aðild að ESB fólginn í upptöku evrunnar og þó svo það verði ekki á næstu árum þá er ljóst að aðild, samhliða áætlun um upptöku evru, færi langt með að færa okkur kosti evru-aðildarinnar strax. Um þá valkosti sem þjóðinni standa til boða fær hún aftur á móti ekki að segja sitt álit en þess í stað er henni boðið upp á málflutning manna sem láta nægja að segjast „halda“ og „telja“ hvernig hagsmunum þjóðarinnar er best borgið. Kannski hnignar hagkerfi okkar miklu hraðar en „hægfara“ ?
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun