Hér hef ég eignast vini fyrir lífstíð Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 24. janúar 2014 08:00 Ingibjörg Ragnarsdóttir er hér með landsliðsmanninum Kára Kristjánssyni á einni æfingu íslenska liðsins á EM í Danmörku. Fréttablaðið/Daníel „Mitt fyrsta mót með liðinu var árið 2001 í Frakklandi. Ég hef verið með á öllum mótum síðan nema á Ólympíuleikunum í London,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari en hún er ein af fólkinu á bak við tjöldin hjá íslenska handboltalandsliðinu. Eftir mörg mót hefur hún ákveðið að segja skilið við liðið og EM í Danmörku er hennar síðasta mót með landsliðinu. Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, hefur fengið það öfundsverða hlutverk að nudda strákana okkar á stórmótum og síðan sinnt mörgu öðru. Séð um búningana og margt annað enda í mörg horn að líta á þessum ferðum. „Ég var að vinna með KA á Akureyri og flutti síðan suður. Einar [Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ] hafði samband við mig er ég var að flytja suður. Hann hélt að það væri kannski hægt að nýta krafta þessar norðlensku kellu,“ segir Inga og hlær við. Hún mun halda áfram að vinna með liðinu í næstu verkefnum og verður síðan eflaust eitthvað með puttana í þessu áfram þó svo hún fari ekki aftur með liðinu á stórmót. „Ég byrjaði í sjúkranuddinu og liðsstjórninni. Síðan vatt það upp á sig og ég komin í allt saman. Á spjaldinu mínu á þessu móti stendur að ég sé „manager“. Það nær ágætlega yfir það sem ég er að gera.“ Mótin sem Inga hefur farið á með liðinu eru mörg og hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt með strákunum. Hvaða mót stendur samt upp úr? „Hvert mót hefur sinn sjarma. Mörg mót hafa verið mjög skemmtileg eins og í Austurríki þar sem liðinu gekk mjög vel. Auðvitað stendur samt Peking upp úr. Silfrið, Ólympíuleikar og allt það. Ég gæti samt ekki bent á eitthvert mót sem var hörmung. Ég sé eitthvað jákvætt út úr öllu,“ segir Inga en hún sér alls ekki eftir tímanum sem hefur farið í þessa vinnu. „Þetta er búinn að vera yndislegur tími. Þvílík forréttindi að fá að starfa í þessum hópi og með þessu frábæra fólki. Hérna er maður að eignast vini fyrir lífstíð og ég er mjög sátt við þennan tíma. Ég hef aldrei nokkurn tíma séð eftir því að hafa ákveðið að taka þátt í þessu.“ Inga hefur ákveðið að fara síðar á stórmót sem áhorfandi og hvetja liðið áfram úr stúkunni. Hún mun þó fylgjast með úr sófanum heima ef strákarnir fara á HM í Katar að ári. „Ég held mér muni líða vel að fylgjast með úr sófanum þó svo það verði skrítið. Ég er búin að taka þessa ákvörðun og er sátt við hana. Maður á að hætta meðan það er enn gaman. Ég er að láta hjartað ráða. Auðvitað á ég eftir að sakna alls en það tekur annað við. Ég mun ekki alveg hverfa og verð með annan fótinn niðri á HSÍ. Þeir losna ekkert við mig,“ sagði Inga og hló dátt. Hún segir enga eina minningu standa upp úr á þessum tímamótum. „Samt alltaf þegar þjóðsöngurinn er leikinn og ég stend á gólfinu með strákunum þá fyllist ég þvílíku þjóðarstolti. Það eru öll þessi litlu atvik og allar þessar minningar sem standa upp úr eftir þennan tíma. Þetta hefur verið æðislegt. Nú er ég orðin amma og vil fara að einbeita mér að öðru.“ EM 2014 karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
„Mitt fyrsta mót með liðinu var árið 2001 í Frakklandi. Ég hef verið með á öllum mótum síðan nema á Ólympíuleikunum í London,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari en hún er ein af fólkinu á bak við tjöldin hjá íslenska handboltalandsliðinu. Eftir mörg mót hefur hún ákveðið að segja skilið við liðið og EM í Danmörku er hennar síðasta mót með landsliðinu. Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, hefur fengið það öfundsverða hlutverk að nudda strákana okkar á stórmótum og síðan sinnt mörgu öðru. Séð um búningana og margt annað enda í mörg horn að líta á þessum ferðum. „Ég var að vinna með KA á Akureyri og flutti síðan suður. Einar [Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ] hafði samband við mig er ég var að flytja suður. Hann hélt að það væri kannski hægt að nýta krafta þessar norðlensku kellu,“ segir Inga og hlær við. Hún mun halda áfram að vinna með liðinu í næstu verkefnum og verður síðan eflaust eitthvað með puttana í þessu áfram þó svo hún fari ekki aftur með liðinu á stórmót. „Ég byrjaði í sjúkranuddinu og liðsstjórninni. Síðan vatt það upp á sig og ég komin í allt saman. Á spjaldinu mínu á þessu móti stendur að ég sé „manager“. Það nær ágætlega yfir það sem ég er að gera.“ Mótin sem Inga hefur farið á með liðinu eru mörg og hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt með strákunum. Hvaða mót stendur samt upp úr? „Hvert mót hefur sinn sjarma. Mörg mót hafa verið mjög skemmtileg eins og í Austurríki þar sem liðinu gekk mjög vel. Auðvitað stendur samt Peking upp úr. Silfrið, Ólympíuleikar og allt það. Ég gæti samt ekki bent á eitthvert mót sem var hörmung. Ég sé eitthvað jákvætt út úr öllu,“ segir Inga en hún sér alls ekki eftir tímanum sem hefur farið í þessa vinnu. „Þetta er búinn að vera yndislegur tími. Þvílík forréttindi að fá að starfa í þessum hópi og með þessu frábæra fólki. Hérna er maður að eignast vini fyrir lífstíð og ég er mjög sátt við þennan tíma. Ég hef aldrei nokkurn tíma séð eftir því að hafa ákveðið að taka þátt í þessu.“ Inga hefur ákveðið að fara síðar á stórmót sem áhorfandi og hvetja liðið áfram úr stúkunni. Hún mun þó fylgjast með úr sófanum heima ef strákarnir fara á HM í Katar að ári. „Ég held mér muni líða vel að fylgjast með úr sófanum þó svo það verði skrítið. Ég er búin að taka þessa ákvörðun og er sátt við hana. Maður á að hætta meðan það er enn gaman. Ég er að láta hjartað ráða. Auðvitað á ég eftir að sakna alls en það tekur annað við. Ég mun ekki alveg hverfa og verð með annan fótinn niðri á HSÍ. Þeir losna ekkert við mig,“ sagði Inga og hló dátt. Hún segir enga eina minningu standa upp úr á þessum tímamótum. „Samt alltaf þegar þjóðsöngurinn er leikinn og ég stend á gólfinu með strákunum þá fyllist ég þvílíku þjóðarstolti. Það eru öll þessi litlu atvik og allar þessar minningar sem standa upp úr eftir þennan tíma. Þetta hefur verið æðislegt. Nú er ég orðin amma og vil fara að einbeita mér að öðru.“
EM 2014 karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira