Hér hef ég eignast vini fyrir lífstíð Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 24. janúar 2014 08:00 Ingibjörg Ragnarsdóttir er hér með landsliðsmanninum Kára Kristjánssyni á einni æfingu íslenska liðsins á EM í Danmörku. Fréttablaðið/Daníel „Mitt fyrsta mót með liðinu var árið 2001 í Frakklandi. Ég hef verið með á öllum mótum síðan nema á Ólympíuleikunum í London,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari en hún er ein af fólkinu á bak við tjöldin hjá íslenska handboltalandsliðinu. Eftir mörg mót hefur hún ákveðið að segja skilið við liðið og EM í Danmörku er hennar síðasta mót með landsliðinu. Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, hefur fengið það öfundsverða hlutverk að nudda strákana okkar á stórmótum og síðan sinnt mörgu öðru. Séð um búningana og margt annað enda í mörg horn að líta á þessum ferðum. „Ég var að vinna með KA á Akureyri og flutti síðan suður. Einar [Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ] hafði samband við mig er ég var að flytja suður. Hann hélt að það væri kannski hægt að nýta krafta þessar norðlensku kellu,“ segir Inga og hlær við. Hún mun halda áfram að vinna með liðinu í næstu verkefnum og verður síðan eflaust eitthvað með puttana í þessu áfram þó svo hún fari ekki aftur með liðinu á stórmót. „Ég byrjaði í sjúkranuddinu og liðsstjórninni. Síðan vatt það upp á sig og ég komin í allt saman. Á spjaldinu mínu á þessu móti stendur að ég sé „manager“. Það nær ágætlega yfir það sem ég er að gera.“ Mótin sem Inga hefur farið á með liðinu eru mörg og hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt með strákunum. Hvaða mót stendur samt upp úr? „Hvert mót hefur sinn sjarma. Mörg mót hafa verið mjög skemmtileg eins og í Austurríki þar sem liðinu gekk mjög vel. Auðvitað stendur samt Peking upp úr. Silfrið, Ólympíuleikar og allt það. Ég gæti samt ekki bent á eitthvert mót sem var hörmung. Ég sé eitthvað jákvætt út úr öllu,“ segir Inga en hún sér alls ekki eftir tímanum sem hefur farið í þessa vinnu. „Þetta er búinn að vera yndislegur tími. Þvílík forréttindi að fá að starfa í þessum hópi og með þessu frábæra fólki. Hérna er maður að eignast vini fyrir lífstíð og ég er mjög sátt við þennan tíma. Ég hef aldrei nokkurn tíma séð eftir því að hafa ákveðið að taka þátt í þessu.“ Inga hefur ákveðið að fara síðar á stórmót sem áhorfandi og hvetja liðið áfram úr stúkunni. Hún mun þó fylgjast með úr sófanum heima ef strákarnir fara á HM í Katar að ári. „Ég held mér muni líða vel að fylgjast með úr sófanum þó svo það verði skrítið. Ég er búin að taka þessa ákvörðun og er sátt við hana. Maður á að hætta meðan það er enn gaman. Ég er að láta hjartað ráða. Auðvitað á ég eftir að sakna alls en það tekur annað við. Ég mun ekki alveg hverfa og verð með annan fótinn niðri á HSÍ. Þeir losna ekkert við mig,“ sagði Inga og hló dátt. Hún segir enga eina minningu standa upp úr á þessum tímamótum. „Samt alltaf þegar þjóðsöngurinn er leikinn og ég stend á gólfinu með strákunum þá fyllist ég þvílíku þjóðarstolti. Það eru öll þessi litlu atvik og allar þessar minningar sem standa upp úr eftir þennan tíma. Þetta hefur verið æðislegt. Nú er ég orðin amma og vil fara að einbeita mér að öðru.“ EM 2014 karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
„Mitt fyrsta mót með liðinu var árið 2001 í Frakklandi. Ég hef verið með á öllum mótum síðan nema á Ólympíuleikunum í London,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari en hún er ein af fólkinu á bak við tjöldin hjá íslenska handboltalandsliðinu. Eftir mörg mót hefur hún ákveðið að segja skilið við liðið og EM í Danmörku er hennar síðasta mót með landsliðinu. Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, hefur fengið það öfundsverða hlutverk að nudda strákana okkar á stórmótum og síðan sinnt mörgu öðru. Séð um búningana og margt annað enda í mörg horn að líta á þessum ferðum. „Ég var að vinna með KA á Akureyri og flutti síðan suður. Einar [Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ] hafði samband við mig er ég var að flytja suður. Hann hélt að það væri kannski hægt að nýta krafta þessar norðlensku kellu,“ segir Inga og hlær við. Hún mun halda áfram að vinna með liðinu í næstu verkefnum og verður síðan eflaust eitthvað með puttana í þessu áfram þó svo hún fari ekki aftur með liðinu á stórmót. „Ég byrjaði í sjúkranuddinu og liðsstjórninni. Síðan vatt það upp á sig og ég komin í allt saman. Á spjaldinu mínu á þessu móti stendur að ég sé „manager“. Það nær ágætlega yfir það sem ég er að gera.“ Mótin sem Inga hefur farið á með liðinu eru mörg og hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt með strákunum. Hvaða mót stendur samt upp úr? „Hvert mót hefur sinn sjarma. Mörg mót hafa verið mjög skemmtileg eins og í Austurríki þar sem liðinu gekk mjög vel. Auðvitað stendur samt Peking upp úr. Silfrið, Ólympíuleikar og allt það. Ég gæti samt ekki bent á eitthvert mót sem var hörmung. Ég sé eitthvað jákvætt út úr öllu,“ segir Inga en hún sér alls ekki eftir tímanum sem hefur farið í þessa vinnu. „Þetta er búinn að vera yndislegur tími. Þvílík forréttindi að fá að starfa í þessum hópi og með þessu frábæra fólki. Hérna er maður að eignast vini fyrir lífstíð og ég er mjög sátt við þennan tíma. Ég hef aldrei nokkurn tíma séð eftir því að hafa ákveðið að taka þátt í þessu.“ Inga hefur ákveðið að fara síðar á stórmót sem áhorfandi og hvetja liðið áfram úr stúkunni. Hún mun þó fylgjast með úr sófanum heima ef strákarnir fara á HM í Katar að ári. „Ég held mér muni líða vel að fylgjast með úr sófanum þó svo það verði skrítið. Ég er búin að taka þessa ákvörðun og er sátt við hana. Maður á að hætta meðan það er enn gaman. Ég er að láta hjartað ráða. Auðvitað á ég eftir að sakna alls en það tekur annað við. Ég mun ekki alveg hverfa og verð með annan fótinn niðri á HSÍ. Þeir losna ekkert við mig,“ sagði Inga og hló dátt. Hún segir enga eina minningu standa upp úr á þessum tímamótum. „Samt alltaf þegar þjóðsöngurinn er leikinn og ég stend á gólfinu með strákunum þá fyllist ég þvílíku þjóðarstolti. Það eru öll þessi litlu atvik og allar þessar minningar sem standa upp úr eftir þennan tíma. Þetta hefur verið æðislegt. Nú er ég orðin amma og vil fara að einbeita mér að öðru.“
EM 2014 karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira