Leyfum þjóðinni að njóta vafans Arnar Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Valkostir Íslands í gjaldeyrismálum eru tveir: Búa við íslenska krónu, studda gjaldeyrishöftum af einhverju tagi um fyrirsjáanlega framtíð, eða stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þetta staðfestir umræða síðustu ára og ítarlegar skýrslur, m.a. Seðlabanka Íslands. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er að auki líflína atvinnulífsins til mikilvægustu útflutningsmarkaða landsins. Ábyrgðarlaust er að útiloka annan þessara valkosta, mögulega til næstu áratuga, með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. Engin áætlun liggur fyrir um hvernig þjóðin ætlar að búa við haftakrónuna. Engin áætlun um uppgjör búa föllnu bankanna hefur verið kynnt. Hluti EES-samningsins er í uppnámi og engin lausn í sjónmáli á þeim vanda. Engin greining hefur farið fram á því hvernig við gætum haldið aðild að innri markaði Evrópu ef við brjótum kerfisbundið gegn ákvæðum samningins. Því hefur heldur ekki verið svarað hvernig við getum innleitt veigamikla þætti á borð við samræmdar aðgerðir til að tryggja fjármálastöðugleika. Ákvörðun um formleg viðræðuslit Íslands og ESB er því miður ekki hægt að afturkalla eftir hentugleikum. Samþykki allra aðildarþjóða þarf til að hefja nýjar aðildarviðræður við Ísland. Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður gaf þjóðinni sjálfri valkost um framtíð landsins en í þeirri ákvörðun að hefja aðildarferlið fólst að þjóðin fengi sjálf að eiga síðasta orðið um aðild. Sú afdrifaríka ákvörðun að samþykkja eða fella aðildarsamning skyldi tekin af þjóðinni sjálfri í þjóðaratkvæðagreiðslu, byggt á bestu fáanlegu upplýsingum, einkum sjálfum aðildarsamningnum. Þingsályktunartillagan sem nú liggur fyrir sviptir þjóðina þeim rétti að eiga sjálf síðasta orðið um fyrirsjáanlega framtíð. Hún er svipt valkosti sem er þýðingarmikill um hvaða stefnu Ísland tekur. Hluti stjórnarþingmanna hyggst í reynd fella óséðan samning fyrir hönd okkar allra. Og það án greiningar á afleiðingunum, án skýrra valkosta, án framtíðarsýnar fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Án þess einu sinni að standa við skýrt loforð gagnvart eigin kjósendum um að leyfa þjóðinni þó að taka sjálfri þá afdrifaríku ákvörðun að slíta viðræðum að óloknum samningi. Hér er svo mikið í húfi að þjóðin verður sjálf að fá að njóta vafans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Valkostir Íslands í gjaldeyrismálum eru tveir: Búa við íslenska krónu, studda gjaldeyrishöftum af einhverju tagi um fyrirsjáanlega framtíð, eða stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þetta staðfestir umræða síðustu ára og ítarlegar skýrslur, m.a. Seðlabanka Íslands. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er að auki líflína atvinnulífsins til mikilvægustu útflutningsmarkaða landsins. Ábyrgðarlaust er að útiloka annan þessara valkosta, mögulega til næstu áratuga, með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. Engin áætlun liggur fyrir um hvernig þjóðin ætlar að búa við haftakrónuna. Engin áætlun um uppgjör búa föllnu bankanna hefur verið kynnt. Hluti EES-samningsins er í uppnámi og engin lausn í sjónmáli á þeim vanda. Engin greining hefur farið fram á því hvernig við gætum haldið aðild að innri markaði Evrópu ef við brjótum kerfisbundið gegn ákvæðum samningins. Því hefur heldur ekki verið svarað hvernig við getum innleitt veigamikla þætti á borð við samræmdar aðgerðir til að tryggja fjármálastöðugleika. Ákvörðun um formleg viðræðuslit Íslands og ESB er því miður ekki hægt að afturkalla eftir hentugleikum. Samþykki allra aðildarþjóða þarf til að hefja nýjar aðildarviðræður við Ísland. Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður gaf þjóðinni sjálfri valkost um framtíð landsins en í þeirri ákvörðun að hefja aðildarferlið fólst að þjóðin fengi sjálf að eiga síðasta orðið um aðild. Sú afdrifaríka ákvörðun að samþykkja eða fella aðildarsamning skyldi tekin af þjóðinni sjálfri í þjóðaratkvæðagreiðslu, byggt á bestu fáanlegu upplýsingum, einkum sjálfum aðildarsamningnum. Þingsályktunartillagan sem nú liggur fyrir sviptir þjóðina þeim rétti að eiga sjálf síðasta orðið um fyrirsjáanlega framtíð. Hún er svipt valkosti sem er þýðingarmikill um hvaða stefnu Ísland tekur. Hluti stjórnarþingmanna hyggst í reynd fella óséðan samning fyrir hönd okkar allra. Og það án greiningar á afleiðingunum, án skýrra valkosta, án framtíðarsýnar fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Án þess einu sinni að standa við skýrt loforð gagnvart eigin kjósendum um að leyfa þjóðinni þó að taka sjálfri þá afdrifaríku ákvörðun að slíta viðræðum að óloknum samningi. Hér er svo mikið í húfi að þjóðin verður sjálf að fá að njóta vafans.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar