Þjóðin á að ráða Árni Páll Árnason skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Tillaga ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarviðræðna við ESB er óþörf og fer í bága við loforð beggja stjórnarflokka fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir gerðu sér fulla grein fyrir því í aðdraganda síðustu kosninga að þjóðin vildi ekki slíta aðildarviðræðum, þótt hún teldi þær ekki mikilvægasta kosningamálið. Þess vegna lögðu báðir stjórnarflokkarnir til að þjóðin myndi ákveða framhaldið. Hvorugur stjórnarflokkurinn nefndi nokkru sinni þann möguleika að þeir myndu slíta aðildarviðræðum, án þess að spyrja þjóðina. Formanni Sjálfstæðisflokksins verður nú tíðrætt um þann „ómöguleika“ að ríkisstjórn fari að fyrirmælum þjóðar sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að stjórnarflokkarnir myndu ná meirihluta á Alþingi var hann spurður í Fréttablaðinu, 24. apríl, um hvort ekki yrði erfitt fyrir flokka sem væru á móti aðild að stjórna lokaspretti aðildarviðræðna. Þá stóð ekki á svari: „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ sagði hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Sumir halda nú í það hálmstrá að þar sem aðildarumsókn var ekki borin undir þjóðaratkvæði sé á einhvern hátt réttlætanlegt að taka af þjóðinni réttinn til að ákveða um framhaldið nú. Það er alröng ályktun. Stefna síðustu ríkisstjórnar var að ljúka viðræðum og bera endanlegan samning undir þjóðina. Sú stefna byggðist á sömu aðferðafræði og Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson lögðu til í árslok 2008, þegar þeir lögðu til umsókn um aðild að ESB. Kosningaloforð núverandi stjórnarflokka var að bera áframhald viðræðna undir þjóðina. Hvor tveggja leiðin gengur lýðræðislega upp. Ákvörðun núverandi ríkisstjórnar er allt annars eðlis. Hún felst í að slíta viðræðum án alls samráðs við þjóðina og meina kjósendum að taka ákvörðun sem allir flokkar hafa hingað til lofað að þeir fái að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Tillaga ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarviðræðna við ESB er óþörf og fer í bága við loforð beggja stjórnarflokka fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir gerðu sér fulla grein fyrir því í aðdraganda síðustu kosninga að þjóðin vildi ekki slíta aðildarviðræðum, þótt hún teldi þær ekki mikilvægasta kosningamálið. Þess vegna lögðu báðir stjórnarflokkarnir til að þjóðin myndi ákveða framhaldið. Hvorugur stjórnarflokkurinn nefndi nokkru sinni þann möguleika að þeir myndu slíta aðildarviðræðum, án þess að spyrja þjóðina. Formanni Sjálfstæðisflokksins verður nú tíðrætt um þann „ómöguleika“ að ríkisstjórn fari að fyrirmælum þjóðar sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að stjórnarflokkarnir myndu ná meirihluta á Alþingi var hann spurður í Fréttablaðinu, 24. apríl, um hvort ekki yrði erfitt fyrir flokka sem væru á móti aðild að stjórna lokaspretti aðildarviðræðna. Þá stóð ekki á svari: „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ sagði hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Sumir halda nú í það hálmstrá að þar sem aðildarumsókn var ekki borin undir þjóðaratkvæði sé á einhvern hátt réttlætanlegt að taka af þjóðinni réttinn til að ákveða um framhaldið nú. Það er alröng ályktun. Stefna síðustu ríkisstjórnar var að ljúka viðræðum og bera endanlegan samning undir þjóðina. Sú stefna byggðist á sömu aðferðafræði og Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson lögðu til í árslok 2008, þegar þeir lögðu til umsókn um aðild að ESB. Kosningaloforð núverandi stjórnarflokka var að bera áframhald viðræðna undir þjóðina. Hvor tveggja leiðin gengur lýðræðislega upp. Ákvörðun núverandi ríkisstjórnar er allt annars eðlis. Hún felst í að slíta viðræðum án alls samráðs við þjóðina og meina kjósendum að taka ákvörðun sem allir flokkar hafa hingað til lofað að þeir fái að taka.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun