Vel þarf að gæta búsins Steingrímur J. Sigfússon skrifar 3. mars 2014 08:00 Eftir því sem leið á árið 2013 kom betur og betur í ljós að talsvert meiri kraftur var í efnahagsbatanum en talið var framan af árinu. Kemur þetta strax fram í meiri hagvexti á fyrrihluta ársins 2013, sem var 2,2% samkvæmt peningamálum Seðlabanka Íslands í nóvember sl. Það er þó ekki síður batnandi ástand á vinnumarkaði sem sendir skýr skilaboð um að batinn sem hófst með viðsnúningi hagkerfisins undir lok ársins 2010 hélt áfram. Atvinnuleysi var á bilinu 0,5-1 prósentustigi minna að meðaltali 2013 en 2012, hlutfall starfandi var um 2 prósentustigum hærra og heildarvinnustundafjöldi er talinn hafa vaxið um ein 5,6%. Allt eru þetta góðar fréttir svo langt sem þær ná. Seðlabankinn gerir nú í sinni nýjustu spá ráð fyrir að hagvöxtur hafi orðið 3% á árinu 2013, sem þýðir að hagvöxtur var að meðaltali um 2,4% árin 2011-2013. Það er þó ekki verra ástand en þetta sem fyrrverandi ríkisstjórn skilur eftir sig þrátt fyrir hrun og hörmulegar aðstæður sem hún kom að á öndverðu ári 2009.Áætlunin studdi við hagvöxt Þetta er ágætt að hafa í huga þegar hlýtt er á núverandi valdhafa sem tala eins og það sé fyrst nú og þeim einum að þakka að hér séu hlutir að þokast til betri vegar. Enginn vafi er á að fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar sem sett var af stað á árinu 2012 á sinn þátt í því að meiri þróttur var í hagkerfinu á árinu 2013 en ella hefði orðið. Þessu gleyma stjórnarliðar í barnalegum tilburðum sínum til að finna verkum fyrri ríkisstjórnar allt til foráttu. Að sama skapi eru það mikil mistök hjá núverandi ríkisstjórn að leggja ekki áfram rækt við og hlúa að þeim greinum íslensks atvinnulífs sem eiga góða vaxtar- og þróunarmöguleika. Í ár verður meira en helmingi minni fjármunum varið í uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar en var árið 2013. Minna fé verður veitt til rannsóknar- og þróunarstarfsemi og til stuðnings skapandi greinum. Sóknaráætlunum landshlutanna var því sem næst slátrað, menningarsamningar skertir um 10% og veruleg skerðing verður á því fjármagni sem Vegagerðin hefur úr að spila svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Núverandi ríkisstjórn dregur því úr hvetjandi stuðningi við nýsköpun og uppbyggingu í atvinnulífinu milli ára og áherslur hennar í efnahags- og ríkisfjármálum hafa í heild fremur kælandi áhrif á hagkerfið en hitt. Þetta er áhyggjuefni, veldur vonandi ekki teljandi bakslagi en mun leiða til þróttminni framvindu en ella hefði orðið.Ríkisfjármálin voru á réttri leið Þegar þetta er ritað liggja enn ekki fyrir fyrstu tölur um endanlega afkomu ríkissjóðs á árinu 2013. En, þegar virðist ljóst að sú dökka mynd sem forkólfar ríkisstjórnarflokkanna reyndu að blása upp með sérstöku úthlaupi í sumarbyrjun, rætist sem betur fer ekki. Vissulega verður halli á rekstri ríkissjóðs talsvert umfram það sem fjárlög gerðu upphaflega ráð fyrir, en á því ber núverandi ríkisstjórn sína ábyrgð að hluta með því að falla frá tekjuöflun sem fjárlögin gerðu ráð fyrir svo milljörðum nemur. Einnig verður það væntanlega niðurstaðan, því miður, að framlag til Íbúðalánasjóðs upp á 4,5 milljarða króna verður gjaldfært eða afskrifað og kemur því fram sem aukinn halli. Engu að síður mun niðurstaðan fela í sér umtalsverðan afkomubata milli ára. Halli upp á eitthvað í nágrenni við 20 milljarða að meðtöldu framlaginu til Íbúðalánasjóðs, ef það verður niðurstaðan, mun staðfesta að ríkisfjármálin voru að komast fyrir vind í lok síðasta kjörtímabils. Gleymum því ekki að við lögðum af stað í ferðalagið eftir hrun með halla af stærðargráðunni 170-280 milljarða króna á núgildandi verðlagi (árin 2009 og 2008). Vonandi reiðir okkur vel af á yfirstandandi ári þannig að markmið um hallalausan ríkisbúskap náist. Það eru þó blikur á lofti og margt bendir til að ákveðinn hallarekstur færist úr bókhaldi ríkissjóðs sjálfs yfir í skuldasöfnun einstakra stofnana svo sem framhaldsskóla. Einnig er áhyggjuefni að tekjugrunnur ríkissjóðs er nokkru veikari en á fyrra ári og loks munar um minna en ákveðna óvissu um eitt stykki bankaskatt upp á 38,5 milljarða króna. Því þarf að gæta búsins vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Eftir því sem leið á árið 2013 kom betur og betur í ljós að talsvert meiri kraftur var í efnahagsbatanum en talið var framan af árinu. Kemur þetta strax fram í meiri hagvexti á fyrrihluta ársins 2013, sem var 2,2% samkvæmt peningamálum Seðlabanka Íslands í nóvember sl. Það er þó ekki síður batnandi ástand á vinnumarkaði sem sendir skýr skilaboð um að batinn sem hófst með viðsnúningi hagkerfisins undir lok ársins 2010 hélt áfram. Atvinnuleysi var á bilinu 0,5-1 prósentustigi minna að meðaltali 2013 en 2012, hlutfall starfandi var um 2 prósentustigum hærra og heildarvinnustundafjöldi er talinn hafa vaxið um ein 5,6%. Allt eru þetta góðar fréttir svo langt sem þær ná. Seðlabankinn gerir nú í sinni nýjustu spá ráð fyrir að hagvöxtur hafi orðið 3% á árinu 2013, sem þýðir að hagvöxtur var að meðaltali um 2,4% árin 2011-2013. Það er þó ekki verra ástand en þetta sem fyrrverandi ríkisstjórn skilur eftir sig þrátt fyrir hrun og hörmulegar aðstæður sem hún kom að á öndverðu ári 2009.Áætlunin studdi við hagvöxt Þetta er ágætt að hafa í huga þegar hlýtt er á núverandi valdhafa sem tala eins og það sé fyrst nú og þeim einum að þakka að hér séu hlutir að þokast til betri vegar. Enginn vafi er á að fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar sem sett var af stað á árinu 2012 á sinn þátt í því að meiri þróttur var í hagkerfinu á árinu 2013 en ella hefði orðið. Þessu gleyma stjórnarliðar í barnalegum tilburðum sínum til að finna verkum fyrri ríkisstjórnar allt til foráttu. Að sama skapi eru það mikil mistök hjá núverandi ríkisstjórn að leggja ekki áfram rækt við og hlúa að þeim greinum íslensks atvinnulífs sem eiga góða vaxtar- og þróunarmöguleika. Í ár verður meira en helmingi minni fjármunum varið í uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar en var árið 2013. Minna fé verður veitt til rannsóknar- og þróunarstarfsemi og til stuðnings skapandi greinum. Sóknaráætlunum landshlutanna var því sem næst slátrað, menningarsamningar skertir um 10% og veruleg skerðing verður á því fjármagni sem Vegagerðin hefur úr að spila svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Núverandi ríkisstjórn dregur því úr hvetjandi stuðningi við nýsköpun og uppbyggingu í atvinnulífinu milli ára og áherslur hennar í efnahags- og ríkisfjármálum hafa í heild fremur kælandi áhrif á hagkerfið en hitt. Þetta er áhyggjuefni, veldur vonandi ekki teljandi bakslagi en mun leiða til þróttminni framvindu en ella hefði orðið.Ríkisfjármálin voru á réttri leið Þegar þetta er ritað liggja enn ekki fyrir fyrstu tölur um endanlega afkomu ríkissjóðs á árinu 2013. En, þegar virðist ljóst að sú dökka mynd sem forkólfar ríkisstjórnarflokkanna reyndu að blása upp með sérstöku úthlaupi í sumarbyrjun, rætist sem betur fer ekki. Vissulega verður halli á rekstri ríkissjóðs talsvert umfram það sem fjárlög gerðu upphaflega ráð fyrir, en á því ber núverandi ríkisstjórn sína ábyrgð að hluta með því að falla frá tekjuöflun sem fjárlögin gerðu ráð fyrir svo milljörðum nemur. Einnig verður það væntanlega niðurstaðan, því miður, að framlag til Íbúðalánasjóðs upp á 4,5 milljarða króna verður gjaldfært eða afskrifað og kemur því fram sem aukinn halli. Engu að síður mun niðurstaðan fela í sér umtalsverðan afkomubata milli ára. Halli upp á eitthvað í nágrenni við 20 milljarða að meðtöldu framlaginu til Íbúðalánasjóðs, ef það verður niðurstaðan, mun staðfesta að ríkisfjármálin voru að komast fyrir vind í lok síðasta kjörtímabils. Gleymum því ekki að við lögðum af stað í ferðalagið eftir hrun með halla af stærðargráðunni 170-280 milljarða króna á núgildandi verðlagi (árin 2009 og 2008). Vonandi reiðir okkur vel af á yfirstandandi ári þannig að markmið um hallalausan ríkisbúskap náist. Það eru þó blikur á lofti og margt bendir til að ákveðinn hallarekstur færist úr bókhaldi ríkissjóðs sjálfs yfir í skuldasöfnun einstakra stofnana svo sem framhaldsskóla. Einnig er áhyggjuefni að tekjugrunnur ríkissjóðs er nokkru veikari en á fyrra ári og loks munar um minna en ákveðna óvissu um eitt stykki bankaskatt upp á 38,5 milljarða króna. Því þarf að gæta búsins vel.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun