Hvað hefur breyst? Andrés Pétursson skrifar 12. mars 2014 07:00 Margir klóra sér í höfðinu yfir sinnaskiptum forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Árið 2009 auglýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland ætti að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) ynnu að því í sameiningu að Íslendingar tækju upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Nokkru áður höfðu Bjarni og Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, skrifað grein í Fréttablaðið um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Ástæðan væri meðal annars sú að íslenska krónan myndi reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Árið 2014 samþykkja þessir sömu menn að slíta eigi viðræðum við ESB jafnvel þótt ekki sé komin nein niðurstaða í gjaldmiðlamálin. Hvað hefur breyst á þessum tæpu fjórum árum sem skýrir þessa stefnubreytingu? Árið 2009 var efnahagsástandið í ýmsum Evrópulöndum ótryggt. Efnahagur Grikklands, Portúgals, Spánar og Írlands var brothættur. Óeining var meðal landa eins og Þýskalands og Frakklands um hvernig taka ætti á evrukrísunni. Samt sem áður töldu Bjarni og Illugi á þeim tíma að Ísland ætti að tengjast evrusvæðinu sterkari böndum. Árið 2014 standa evrulöndin mun betur en 2009. Hagvöxtur er tekinn að aukast, fáir tala um evrukrísu og almenn bjartsýni er að aukast í flestum löndum evrusvæðisins. Á sama tíma bendir fátt til þess að ástandið sé að lagast á Íslandi. Að vísu hefur hagvöxtur aukist en landið er enn í gjaldeyrishöftum. Flestir eru sammála um að höftin séu meinsemd sem smám saman er að draga máttinn úr íslensku efnahagslífi. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis og það er að myndast ný bóla á fasteignamarkaðnum. Þá rjúka allt í einu Bjarni og Illugi til og vilja loka fyrir einn hugsanlegan möguleika á því að hjálpa okkur úr þessari spennitreyju. Hvaða hagsmuni eru þessir ágætu herramenn að verja? Ég veit að bæði Bjarni og Illugi eru vel gefnir og vel meinandi menn. Þess vegna er mér illmögulegt að skilja þessa afstöðu þeirra. Ég held því að þetta sé örugglega einhver misskilningur hjá þeim sjálfstæðismönnum og hvet þá til að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Staðreyndin er nefnilega sú að það er enn vænlegra árið 2014 að skoða Evrópumöguleikann en það var árið 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Margir klóra sér í höfðinu yfir sinnaskiptum forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Árið 2009 auglýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland ætti að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) ynnu að því í sameiningu að Íslendingar tækju upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Nokkru áður höfðu Bjarni og Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, skrifað grein í Fréttablaðið um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Ástæðan væri meðal annars sú að íslenska krónan myndi reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Árið 2014 samþykkja þessir sömu menn að slíta eigi viðræðum við ESB jafnvel þótt ekki sé komin nein niðurstaða í gjaldmiðlamálin. Hvað hefur breyst á þessum tæpu fjórum árum sem skýrir þessa stefnubreytingu? Árið 2009 var efnahagsástandið í ýmsum Evrópulöndum ótryggt. Efnahagur Grikklands, Portúgals, Spánar og Írlands var brothættur. Óeining var meðal landa eins og Þýskalands og Frakklands um hvernig taka ætti á evrukrísunni. Samt sem áður töldu Bjarni og Illugi á þeim tíma að Ísland ætti að tengjast evrusvæðinu sterkari böndum. Árið 2014 standa evrulöndin mun betur en 2009. Hagvöxtur er tekinn að aukast, fáir tala um evrukrísu og almenn bjartsýni er að aukast í flestum löndum evrusvæðisins. Á sama tíma bendir fátt til þess að ástandið sé að lagast á Íslandi. Að vísu hefur hagvöxtur aukist en landið er enn í gjaldeyrishöftum. Flestir eru sammála um að höftin séu meinsemd sem smám saman er að draga máttinn úr íslensku efnahagslífi. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis og það er að myndast ný bóla á fasteignamarkaðnum. Þá rjúka allt í einu Bjarni og Illugi til og vilja loka fyrir einn hugsanlegan möguleika á því að hjálpa okkur úr þessari spennitreyju. Hvaða hagsmuni eru þessir ágætu herramenn að verja? Ég veit að bæði Bjarni og Illugi eru vel gefnir og vel meinandi menn. Þess vegna er mér illmögulegt að skilja þessa afstöðu þeirra. Ég held því að þetta sé örugglega einhver misskilningur hjá þeim sjálfstæðismönnum og hvet þá til að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Staðreyndin er nefnilega sú að það er enn vænlegra árið 2014 að skoða Evrópumöguleikann en það var árið 2009.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun