Hvað hefur breyst? Andrés Pétursson skrifar 12. mars 2014 07:00 Margir klóra sér í höfðinu yfir sinnaskiptum forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Árið 2009 auglýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland ætti að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) ynnu að því í sameiningu að Íslendingar tækju upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Nokkru áður höfðu Bjarni og Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, skrifað grein í Fréttablaðið um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Ástæðan væri meðal annars sú að íslenska krónan myndi reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Árið 2014 samþykkja þessir sömu menn að slíta eigi viðræðum við ESB jafnvel þótt ekki sé komin nein niðurstaða í gjaldmiðlamálin. Hvað hefur breyst á þessum tæpu fjórum árum sem skýrir þessa stefnubreytingu? Árið 2009 var efnahagsástandið í ýmsum Evrópulöndum ótryggt. Efnahagur Grikklands, Portúgals, Spánar og Írlands var brothættur. Óeining var meðal landa eins og Þýskalands og Frakklands um hvernig taka ætti á evrukrísunni. Samt sem áður töldu Bjarni og Illugi á þeim tíma að Ísland ætti að tengjast evrusvæðinu sterkari böndum. Árið 2014 standa evrulöndin mun betur en 2009. Hagvöxtur er tekinn að aukast, fáir tala um evrukrísu og almenn bjartsýni er að aukast í flestum löndum evrusvæðisins. Á sama tíma bendir fátt til þess að ástandið sé að lagast á Íslandi. Að vísu hefur hagvöxtur aukist en landið er enn í gjaldeyrishöftum. Flestir eru sammála um að höftin séu meinsemd sem smám saman er að draga máttinn úr íslensku efnahagslífi. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis og það er að myndast ný bóla á fasteignamarkaðnum. Þá rjúka allt í einu Bjarni og Illugi til og vilja loka fyrir einn hugsanlegan möguleika á því að hjálpa okkur úr þessari spennitreyju. Hvaða hagsmuni eru þessir ágætu herramenn að verja? Ég veit að bæði Bjarni og Illugi eru vel gefnir og vel meinandi menn. Þess vegna er mér illmögulegt að skilja þessa afstöðu þeirra. Ég held því að þetta sé örugglega einhver misskilningur hjá þeim sjálfstæðismönnum og hvet þá til að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Staðreyndin er nefnilega sú að það er enn vænlegra árið 2014 að skoða Evrópumöguleikann en það var árið 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Margir klóra sér í höfðinu yfir sinnaskiptum forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Árið 2009 auglýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland ætti að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) ynnu að því í sameiningu að Íslendingar tækju upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Nokkru áður höfðu Bjarni og Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, skrifað grein í Fréttablaðið um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Ástæðan væri meðal annars sú að íslenska krónan myndi reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Árið 2014 samþykkja þessir sömu menn að slíta eigi viðræðum við ESB jafnvel þótt ekki sé komin nein niðurstaða í gjaldmiðlamálin. Hvað hefur breyst á þessum tæpu fjórum árum sem skýrir þessa stefnubreytingu? Árið 2009 var efnahagsástandið í ýmsum Evrópulöndum ótryggt. Efnahagur Grikklands, Portúgals, Spánar og Írlands var brothættur. Óeining var meðal landa eins og Þýskalands og Frakklands um hvernig taka ætti á evrukrísunni. Samt sem áður töldu Bjarni og Illugi á þeim tíma að Ísland ætti að tengjast evrusvæðinu sterkari böndum. Árið 2014 standa evrulöndin mun betur en 2009. Hagvöxtur er tekinn að aukast, fáir tala um evrukrísu og almenn bjartsýni er að aukast í flestum löndum evrusvæðisins. Á sama tíma bendir fátt til þess að ástandið sé að lagast á Íslandi. Að vísu hefur hagvöxtur aukist en landið er enn í gjaldeyrishöftum. Flestir eru sammála um að höftin séu meinsemd sem smám saman er að draga máttinn úr íslensku efnahagslífi. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis og það er að myndast ný bóla á fasteignamarkaðnum. Þá rjúka allt í einu Bjarni og Illugi til og vilja loka fyrir einn hugsanlegan möguleika á því að hjálpa okkur úr þessari spennitreyju. Hvaða hagsmuni eru þessir ágætu herramenn að verja? Ég veit að bæði Bjarni og Illugi eru vel gefnir og vel meinandi menn. Þess vegna er mér illmögulegt að skilja þessa afstöðu þeirra. Ég held því að þetta sé örugglega einhver misskilningur hjá þeim sjálfstæðismönnum og hvet þá til að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Staðreyndin er nefnilega sú að það er enn vænlegra árið 2014 að skoða Evrópumöguleikann en það var árið 2009.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun