Byggjum brýr Líf Magneudóttir skrifar 2. apríl 2014 07:00 Oft er snúið að koma sér aftur út í atvinnulífið eða í skólann eftir að fæðingarorlofi lýkur. Hingað til hafa einu úrræðin verið að koma börnum að hjá dagforeldrum eða inn á svokallaða ungbarnaleikskóla. Það fá ekki allir foreldrar tækifæri til þess. Félagsstofnun stúdenta tekur t.d. við börnum frá 6 mánaða aldri en til að fá pláss þarf viðkomandi að vera skráður í HÍ. Ekki geta allir nýtt sér þetta. Sum sveitarfélög niðurgreiða heldur ekki dagvistunarúrræði í öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að bjóða ekki upp á þjónustu við ung börn. Það getur því verið ærið kostnaðarsamt fyrir marga að nýta sér þjónustu við ung börn. Það sama gildir um dagforeldrakerfið. Biðlistar eru langir og svo er skortur á dagforeldrum í sumum hverfum. Dagvistargjaldið er einnig hærra í báðum tilvikum heldur en í borgarreknum leikskólum og getur foreldra munað um það því ýmiss konar útgjöld fylgja börnum. Vandinn sem blasir við er augljós. Þjónustan sem býðst foreldrum og ungum börnum er af skornum skammti og svo er fæðingarorlofið of stutt og þakið á greiðslum í því of lágt. Á síðasta kjörtímabili var stigið skref í rétta átt þegar Alþingi samþykkti lög um lengingu fæðingarorlofs. Á þessu kjörtímabili voru þau hins vegar afnumin af nýju þingi. Er það mikil afturför í málefnum barnafjölskyldna. Við vinstri græn höfum barist fyrir því að taka börn fyrr inn í borgarrekna leikskóla. Til þess þurfum við að leggja áherslu á þjónustu við ung börn og foreldra þeirra, stækka leikskólana og laða að fleiri leikskólakennara með því m.a. að bæta starfskjör þeirra. Því miður hefur ekki verið pólitískur vilji til að forgangsraða með þessum hætti. Skrefin hafa því ekki verið stigin. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að Reykjavíkurborg gangi fram fyrir skjöldu og hefji vinnuna við það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er ekki bara þjóðhagslega hagkvæmt og sjálfsögð þjónusta við borgarbúa heldur einnig liður í því að jafna stöðu kynjanna og létta fjárhagslegar byrðar barnafjölskyldna. Við vinstri græn höldum áfram að mæla fyrir þessu þar til brúin á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Líf Magneudóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Oft er snúið að koma sér aftur út í atvinnulífið eða í skólann eftir að fæðingarorlofi lýkur. Hingað til hafa einu úrræðin verið að koma börnum að hjá dagforeldrum eða inn á svokallaða ungbarnaleikskóla. Það fá ekki allir foreldrar tækifæri til þess. Félagsstofnun stúdenta tekur t.d. við börnum frá 6 mánaða aldri en til að fá pláss þarf viðkomandi að vera skráður í HÍ. Ekki geta allir nýtt sér þetta. Sum sveitarfélög niðurgreiða heldur ekki dagvistunarúrræði í öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að bjóða ekki upp á þjónustu við ung börn. Það getur því verið ærið kostnaðarsamt fyrir marga að nýta sér þjónustu við ung börn. Það sama gildir um dagforeldrakerfið. Biðlistar eru langir og svo er skortur á dagforeldrum í sumum hverfum. Dagvistargjaldið er einnig hærra í báðum tilvikum heldur en í borgarreknum leikskólum og getur foreldra munað um það því ýmiss konar útgjöld fylgja börnum. Vandinn sem blasir við er augljós. Þjónustan sem býðst foreldrum og ungum börnum er af skornum skammti og svo er fæðingarorlofið of stutt og þakið á greiðslum í því of lágt. Á síðasta kjörtímabili var stigið skref í rétta átt þegar Alþingi samþykkti lög um lengingu fæðingarorlofs. Á þessu kjörtímabili voru þau hins vegar afnumin af nýju þingi. Er það mikil afturför í málefnum barnafjölskyldna. Við vinstri græn höfum barist fyrir því að taka börn fyrr inn í borgarrekna leikskóla. Til þess þurfum við að leggja áherslu á þjónustu við ung börn og foreldra þeirra, stækka leikskólana og laða að fleiri leikskólakennara með því m.a. að bæta starfskjör þeirra. Því miður hefur ekki verið pólitískur vilji til að forgangsraða með þessum hætti. Skrefin hafa því ekki verið stigin. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að Reykjavíkurborg gangi fram fyrir skjöldu og hefji vinnuna við það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er ekki bara þjóðhagslega hagkvæmt og sjálfsögð þjónusta við borgarbúa heldur einnig liður í því að jafna stöðu kynjanna og létta fjárhagslegar byrðar barnafjölskyldna. Við vinstri græn höldum áfram að mæla fyrir þessu þar til brúin á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður byggð.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun