Orka, fiskur og jafnrétti Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 12. apríl 2014 07:00 Alþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Við leggjum áherslu á stuðning við fátækustu ríki heims og fátækt fólk í ríkjum þar sem gæðum er misskipt. Alþjóðabankinn gegnir lykilhlutverki í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands, enda meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu. Með virkri þátttöku Íslands á vettvangi bankans leggjum við okkar af mörkum til efnahagslegrar og félagslegrar uppbyggingar þróunarlanda. Þar lætur Ísland sérstaklega til sín taka á sviði orku- og fiskimála, auk sérstaks stuðnings við jafnréttismál. Við höfum orðið vör við mikinn áhuga hjá þróunarríkjum á samstarfi á þessum sviðum enda gegna þau mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að stuðla að aukinni framþróun og hagvexti í þróunarríkjum. Árangurinn skilar sér til fólksins með aukinni atvinnusköpun og bættum lífskjörum. Sóknarfæri Íslendinga eru töluverð, enda getum við deilt þekkingu okkar og reynslu með fátækari ríkjum heims. Samstarf Íslands, Alþjóðabankans og Norræna þróunarsjóðsins um aukna nýtingu jarðhita í Austur-Afríku er gott dæmi þar sem íslensk sérþekking gegnir lykilhlutverki. Samstarfið gerir ráð fyrir að Íslendingar aðstoði ríki við að meta bestu jarðhitasvæðin, gera nauðsynlegar grunnrannsóknir og veita liðsinni við gerð áætlana um jarðboranir til þess að meta stærð auðlindanna. Vonir eru bundnar við að samstarfið muni leiða til aukinnar raforkuframleiðslu sem geti skipt sköpum fyrir þetta fátæka svæði Afríku. Með samstarfinu erum við að bregðast við þeirri miklu orkufátækt sem ríkir á svæðinu, en aðgangur að orku er af mörgum talinn einn mikilvægasti liðurinn í að stuðla að aukinni hagsæld fátækra samfélaga.Veigamikil vegferð Í dag sit ég fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Á fundinum munu 25 ráðherrar og seðlabankastjórar koma saman til að leggja línurnar um framkvæmd nýrrar stefnu Alþjóðabankans og ræða hvernig bankinn geti betur brugðist við fyrirliggjandi áskorunum, styrkt hagvöxt og jöfnuð í þróunarríkjum, ekki síst í kjölfar efnahagserfiðleika undanfarinna sex ára. Ég tel áherslusvið okkar innan bankans, jafnrétti, orku- og fiskimál, vera meðal sviða sem stuðlað geta að framþróun og hagsæld og að Alþjóðabankinn þurfi að huga sérstaklega að þessum atriðum til að ná tilsettum árangri. Á Íslandi er til staðar hafsjór af þekkingu og reynslu sem getur reynst þróunarríkjum afar mikilvæg. Þannig getum við Íslendingar stutt við þessa veigamiklu vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Alþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Við leggjum áherslu á stuðning við fátækustu ríki heims og fátækt fólk í ríkjum þar sem gæðum er misskipt. Alþjóðabankinn gegnir lykilhlutverki í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands, enda meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu. Með virkri þátttöku Íslands á vettvangi bankans leggjum við okkar af mörkum til efnahagslegrar og félagslegrar uppbyggingar þróunarlanda. Þar lætur Ísland sérstaklega til sín taka á sviði orku- og fiskimála, auk sérstaks stuðnings við jafnréttismál. Við höfum orðið vör við mikinn áhuga hjá þróunarríkjum á samstarfi á þessum sviðum enda gegna þau mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að stuðla að aukinni framþróun og hagvexti í þróunarríkjum. Árangurinn skilar sér til fólksins með aukinni atvinnusköpun og bættum lífskjörum. Sóknarfæri Íslendinga eru töluverð, enda getum við deilt þekkingu okkar og reynslu með fátækari ríkjum heims. Samstarf Íslands, Alþjóðabankans og Norræna þróunarsjóðsins um aukna nýtingu jarðhita í Austur-Afríku er gott dæmi þar sem íslensk sérþekking gegnir lykilhlutverki. Samstarfið gerir ráð fyrir að Íslendingar aðstoði ríki við að meta bestu jarðhitasvæðin, gera nauðsynlegar grunnrannsóknir og veita liðsinni við gerð áætlana um jarðboranir til þess að meta stærð auðlindanna. Vonir eru bundnar við að samstarfið muni leiða til aukinnar raforkuframleiðslu sem geti skipt sköpum fyrir þetta fátæka svæði Afríku. Með samstarfinu erum við að bregðast við þeirri miklu orkufátækt sem ríkir á svæðinu, en aðgangur að orku er af mörgum talinn einn mikilvægasti liðurinn í að stuðla að aukinni hagsæld fátækra samfélaga.Veigamikil vegferð Í dag sit ég fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Á fundinum munu 25 ráðherrar og seðlabankastjórar koma saman til að leggja línurnar um framkvæmd nýrrar stefnu Alþjóðabankans og ræða hvernig bankinn geti betur brugðist við fyrirliggjandi áskorunum, styrkt hagvöxt og jöfnuð í þróunarríkjum, ekki síst í kjölfar efnahagserfiðleika undanfarinna sex ára. Ég tel áherslusvið okkar innan bankans, jafnrétti, orku- og fiskimál, vera meðal sviða sem stuðlað geta að framþróun og hagsæld og að Alþjóðabankinn þurfi að huga sérstaklega að þessum atriðum til að ná tilsettum árangri. Á Íslandi er til staðar hafsjór af þekkingu og reynslu sem getur reynst þróunarríkjum afar mikilvæg. Þannig getum við Íslendingar stutt við þessa veigamiklu vegferð.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar