Að sigra tindinn Mikael Torfason skrifar 22. apríl 2014 07:00 Á föstudaginn langa féll snjóflóð í vesturhlíðum Everest með þeim afleiðingum að sextán fjallaleiðsögumenn, allt sjerpar, létust. Vesturlandabúar hafa lengi glímt við þetta hæsta fjall jarðar. Fyrir rúmum sextíu árum náði Sir Edmund Hillary toppi fjallsins ásamt sjerpanum Tenzing Norgay. Oftast er Hillary nefndur fyrstur og svo Norgay en telja má líklegt að Hillary hefði aldrei náði toppi Everest án sjerpans Norgay. Hæsti tindurinn nær 8.850 metra hæð og frá því að Norgay og Hillary komust á toppinn hafa þrjú þúsund klifið Everest og um þrjú hundruð látist við að gera atlögu að tindinum. Við Íslendingar þekkjum missi vel þegar kemur að háfjallamennsku á þessu svæði. Fyrir 26 árum glímdu félagarnir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson við fjallið Pumo Ri í Nepal og fórust báðir, þá 27 ára gamlir. Þremur árum síðar ákvað vinur þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að heiðra minningu vina sinna með því að klífa fjallið. Hann náði á toppinn en lést á leiðinni niður. Við Íslendingar fengum fregnir af þessu mannskæðasta slysi í sögu Everest beint í æð því tveir Íslendingar eru á staðnum og bíða þess að komast á toppinn. Hvort af því verður ræðst af því hvort fjallaleiðsögumenn á svæðinu og burðarmenn halda aftur til vinnu en þeir eru óánægðir með aðbúnað á fjallinu og bætur sem fjölskyldur hinna látnu fá. Þá hafa nepölsk yfirvöld lýst yfir áhyggjum af því að of margir séu á fjallinu en sífellt fleiri Vesturlandabúar vilja komast upp á hæsta fjall í heimi. Þeir sjerpar sem vinna sem burðarmenn á Everest vinna eitt hættulegasta starf í heimi. Sjómennska, námavinnsla og jafnvel hermennska í Írak er ekki eins lífshættuleg tölfræðilega og það að bera farangur fyrir Vesturlandabúa á Everest. Í fyrra dóu fjórir, árið þar á undan þrír og í ár hafa sautján sjerpar farist. Sjerpar starfa sem sérfræðingar um fjallið, burðarmenn og leiðsögumenn. Fyrir tímabilið geta þeir vonast til að fá allt frá 250 þúsund krónum upp í 700 þúsund. Þetta eru ekki háar upphæðir á mælikvarða okkar hér á Vesturlöndum en fyrir sjerpa er þetta dágott sé litið til þess að meðallaun á ári á þessu svæði nema ekki hundrað þúsund krónum. Hér er því klassísk siðferðileg klemma sem grundvallast á misskiptingu milli heimshluta. Er rétt að taka þá afstöðu að hvetja fjallgöngumenn til að láta af sókn sinni á Everest á þeim forsendum að það hafi í för með sér að sjerpar leggi líf sitt í hættu fyrir það sem á mælikvarða okkar heimshluta telst lítið? Eitthvað sem við myndum flest aldrei gera. Eða er rétt að líta til þess að í heimalandi þeirra eru þetta góð laun og þeirra sjálfra að vega og meta hvers virði mannslífin eru? Þetta er erfið siðferðileg spurning. Við hljótum hið minnsta að styðja heimamenn í því að reynt verði að bæta aðbúnað, skikki verði komið á bótakerfi vegna slysa og tryggt verði að fyllsta öryggis sé gætt.Uppfært 22. apríl 07.51: Villa var í upphaflegri útgáfu pistilsins og Íslendingarnir þrír sagðir hafa glímt við Everest. Þetta er leiðrétt í þessari útgáfu og beðist er velvirðingar á mistökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á föstudaginn langa féll snjóflóð í vesturhlíðum Everest með þeim afleiðingum að sextán fjallaleiðsögumenn, allt sjerpar, létust. Vesturlandabúar hafa lengi glímt við þetta hæsta fjall jarðar. Fyrir rúmum sextíu árum náði Sir Edmund Hillary toppi fjallsins ásamt sjerpanum Tenzing Norgay. Oftast er Hillary nefndur fyrstur og svo Norgay en telja má líklegt að Hillary hefði aldrei náði toppi Everest án sjerpans Norgay. Hæsti tindurinn nær 8.850 metra hæð og frá því að Norgay og Hillary komust á toppinn hafa þrjú þúsund klifið Everest og um þrjú hundruð látist við að gera atlögu að tindinum. Við Íslendingar þekkjum missi vel þegar kemur að háfjallamennsku á þessu svæði. Fyrir 26 árum glímdu félagarnir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson við fjallið Pumo Ri í Nepal og fórust báðir, þá 27 ára gamlir. Þremur árum síðar ákvað vinur þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að heiðra minningu vina sinna með því að klífa fjallið. Hann náði á toppinn en lést á leiðinni niður. Við Íslendingar fengum fregnir af þessu mannskæðasta slysi í sögu Everest beint í æð því tveir Íslendingar eru á staðnum og bíða þess að komast á toppinn. Hvort af því verður ræðst af því hvort fjallaleiðsögumenn á svæðinu og burðarmenn halda aftur til vinnu en þeir eru óánægðir með aðbúnað á fjallinu og bætur sem fjölskyldur hinna látnu fá. Þá hafa nepölsk yfirvöld lýst yfir áhyggjum af því að of margir séu á fjallinu en sífellt fleiri Vesturlandabúar vilja komast upp á hæsta fjall í heimi. Þeir sjerpar sem vinna sem burðarmenn á Everest vinna eitt hættulegasta starf í heimi. Sjómennska, námavinnsla og jafnvel hermennska í Írak er ekki eins lífshættuleg tölfræðilega og það að bera farangur fyrir Vesturlandabúa á Everest. Í fyrra dóu fjórir, árið þar á undan þrír og í ár hafa sautján sjerpar farist. Sjerpar starfa sem sérfræðingar um fjallið, burðarmenn og leiðsögumenn. Fyrir tímabilið geta þeir vonast til að fá allt frá 250 þúsund krónum upp í 700 þúsund. Þetta eru ekki háar upphæðir á mælikvarða okkar hér á Vesturlöndum en fyrir sjerpa er þetta dágott sé litið til þess að meðallaun á ári á þessu svæði nema ekki hundrað þúsund krónum. Hér er því klassísk siðferðileg klemma sem grundvallast á misskiptingu milli heimshluta. Er rétt að taka þá afstöðu að hvetja fjallgöngumenn til að láta af sókn sinni á Everest á þeim forsendum að það hafi í för með sér að sjerpar leggi líf sitt í hættu fyrir það sem á mælikvarða okkar heimshluta telst lítið? Eitthvað sem við myndum flest aldrei gera. Eða er rétt að líta til þess að í heimalandi þeirra eru þetta góð laun og þeirra sjálfra að vega og meta hvers virði mannslífin eru? Þetta er erfið siðferðileg spurning. Við hljótum hið minnsta að styðja heimamenn í því að reynt verði að bæta aðbúnað, skikki verði komið á bótakerfi vegna slysa og tryggt verði að fyllsta öryggis sé gætt.Uppfært 22. apríl 07.51: Villa var í upphaflegri útgáfu pistilsins og Íslendingarnir þrír sagðir hafa glímt við Everest. Þetta er leiðrétt í þessari útgáfu og beðist er velvirðingar á mistökunum.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar