Landið er dýrmæt auðlind Gunnar Bragi Sveinsson og Monique Barbut skrifar 31. maí 2014 07:00 Um einn milljarður jarðarbúa býr í dreifðum byggðum þróunarríkja þar sem flestir byggja lífsviðurværi sitt á sjálfsþurftarbúskap eða eru smábændur. Dýrmætasta auðlindin er frjósamur jarðvegur og landeyðing er skæður óvinur. Á heimsvísu kemur landeyðing til af mörgum ástæðum, allt frá eyðingu skóga til öfga í veðráttu vegna loftslagsbreytinga. Íslendingar þekkja afleiðingar landeyðingar frá fyrstu hendi. Sagt er að við landnám hafi Ísland verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þúsund árum síðar var landið hins vegar örfoka og hrjóstrugt sökum ofnýtingar og gróðureyðingar. Við þær aðstæður var það mikið gæfuspor íslensku þjóðarinnar þegar lög um skógrækt og landgræðslu voru sett árið 1907. Síðan þá hefur Ísland unnið sér þann sess að vera í fararbroddi þeirra ríkja sem vinna að landgræðslumálum, heima fyrir og á alþjóðavísu. Það er því einstaklega viðeigandi – þó tilviljun sé – að alþjóðabaráttudag gegn eyðimerkurmyndun skuli bera upp á 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Landeyðing víða um heim ógnar fæðuöryggi og vatnsbirgðum, hún veldur samkeppni um landgæði og getur því stuðlað að fólksflótta. Verstu afleiðingarnar birtast jafnvel í átökum og pólitískum öfgum. Með fólksfjölgun og aukinni velferð eykst eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum á heimsvísu. Fyrir vikið vex ásókn í land og víða í þróunarríkjum er það mikil áskorun fyrir sveitasamfélög og smábændur að verja eignarrétt sinn á landi. Því er brýnt að standa vörð um eignarréttinn og treysta þann hvata sem bændur hafa til að yrkja jörðina og auka landgæðin. Eins er mikilvægt að tryggja aðgang kvenna að landi og eignar- og erfðarétt þeirra, en hann er víða fótum troðinn. Það er ekki eingöngu lykilatriði til að tryggja grundvallarmannréttindi þeirra, heldur dregur það beinlínis úr fátækt og hungri. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ áætlar að með því að styrkja stöðu kvenna, auka réttindi þeirra og veita þeim jafnan aðgang og karlar hafa að auðlindum, lánsfé og öðrum aðföngum í landbúnaði geti fæðuframleiðsla í þróunarríkjum aukist um 20-30% og um 150 milljónum manna verið forðað frá hungri.Aukin athygli Sjálfbær og sanngjörn nýting þeirrar auðlindar sem landið býður kallar á aukna athygli ráðamanna um allan heim. Ísland leggur þar sitt af mörkum. Íslensk stjórnvöld starfrækja Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans er liður í þróunarsamvinnu Íslands og byggist á góðu samstarfi utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Sextíu og þrír nemar hafa stundað nám við skólann og það er sérstakt ánægjuefni að Landgræðsluskólinn hafi náð því markmiði að hlutfall kynjanna í þessum hópi er jafnt. Þá hafa íslensk stjórnvöld skapað sér leiðandi stöðu varðandi málflutning um landgræðslumál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar má helst nefna stofnun sérstaks vinahóps 19 ríkja sem leggur málefnum landgræðslu sérstakt lið í þeim tilgangi að tryggja að mikilvægi sjálfbærrar nýtingar lands verði viðurkennt í nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af framansögðu má sjá að Ísland leggur baráttunni gegn jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga lið með ýmsum hætti. Það er von okkar að Ísland verði áfram málsvari landgræðslu á alþjóðavettvangi og veki athygli á mikilvægi þekkingaruppbyggingar á því sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Um einn milljarður jarðarbúa býr í dreifðum byggðum þróunarríkja þar sem flestir byggja lífsviðurværi sitt á sjálfsþurftarbúskap eða eru smábændur. Dýrmætasta auðlindin er frjósamur jarðvegur og landeyðing er skæður óvinur. Á heimsvísu kemur landeyðing til af mörgum ástæðum, allt frá eyðingu skóga til öfga í veðráttu vegna loftslagsbreytinga. Íslendingar þekkja afleiðingar landeyðingar frá fyrstu hendi. Sagt er að við landnám hafi Ísland verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þúsund árum síðar var landið hins vegar örfoka og hrjóstrugt sökum ofnýtingar og gróðureyðingar. Við þær aðstæður var það mikið gæfuspor íslensku þjóðarinnar þegar lög um skógrækt og landgræðslu voru sett árið 1907. Síðan þá hefur Ísland unnið sér þann sess að vera í fararbroddi þeirra ríkja sem vinna að landgræðslumálum, heima fyrir og á alþjóðavísu. Það er því einstaklega viðeigandi – þó tilviljun sé – að alþjóðabaráttudag gegn eyðimerkurmyndun skuli bera upp á 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Landeyðing víða um heim ógnar fæðuöryggi og vatnsbirgðum, hún veldur samkeppni um landgæði og getur því stuðlað að fólksflótta. Verstu afleiðingarnar birtast jafnvel í átökum og pólitískum öfgum. Með fólksfjölgun og aukinni velferð eykst eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum á heimsvísu. Fyrir vikið vex ásókn í land og víða í þróunarríkjum er það mikil áskorun fyrir sveitasamfélög og smábændur að verja eignarrétt sinn á landi. Því er brýnt að standa vörð um eignarréttinn og treysta þann hvata sem bændur hafa til að yrkja jörðina og auka landgæðin. Eins er mikilvægt að tryggja aðgang kvenna að landi og eignar- og erfðarétt þeirra, en hann er víða fótum troðinn. Það er ekki eingöngu lykilatriði til að tryggja grundvallarmannréttindi þeirra, heldur dregur það beinlínis úr fátækt og hungri. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ áætlar að með því að styrkja stöðu kvenna, auka réttindi þeirra og veita þeim jafnan aðgang og karlar hafa að auðlindum, lánsfé og öðrum aðföngum í landbúnaði geti fæðuframleiðsla í þróunarríkjum aukist um 20-30% og um 150 milljónum manna verið forðað frá hungri.Aukin athygli Sjálfbær og sanngjörn nýting þeirrar auðlindar sem landið býður kallar á aukna athygli ráðamanna um allan heim. Ísland leggur þar sitt af mörkum. Íslensk stjórnvöld starfrækja Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans er liður í þróunarsamvinnu Íslands og byggist á góðu samstarfi utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Sextíu og þrír nemar hafa stundað nám við skólann og það er sérstakt ánægjuefni að Landgræðsluskólinn hafi náð því markmiði að hlutfall kynjanna í þessum hópi er jafnt. Þá hafa íslensk stjórnvöld skapað sér leiðandi stöðu varðandi málflutning um landgræðslumál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar má helst nefna stofnun sérstaks vinahóps 19 ríkja sem leggur málefnum landgræðslu sérstakt lið í þeim tilgangi að tryggja að mikilvægi sjálfbærrar nýtingar lands verði viðurkennt í nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af framansögðu má sjá að Ísland leggur baráttunni gegn jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga lið með ýmsum hætti. Það er von okkar að Ísland verði áfram málsvari landgræðslu á alþjóðavettvangi og veki athygli á mikilvægi þekkingaruppbyggingar á því sviði.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun