Stjórnvöld mega ekki bregðast Elín Hirst skrifar 13. júní 2014 07:00 Það er augljóst að það er skylda samfélagsins að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir tilkynnti að það ætlaði að leggja niður starfsemi á þremur stöðum á landsbyggðinni. Við tölum iðulega um forsendubrest vegna fasteignalána sem hækkuðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávarþorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðru vísi en sem stórfelldum forsendubresti. Hlutverkið Löggjafinn hefur sjálfur ákveðið að fiskveiðistjórnarkerfið hafi byggðalegt og félagslegt hlutverk, jafnframt því að vera grundvöllur sjálfbærrar nýtingar og hagræðis í greininni. Þetta sést best á því að til ráðstöfunar eru 5,3 prósent af heildaraflaheimildum, í þorskígildum talið, sem byggðaleg úrræði til að byggja upp með varanlegum hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli. Skynsemi og þekking Í grein sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði nýlega í Fiskifréttir í tilefni stöðunnar sem upp er komin vegna aðgerða Vísis segir: „Nær 30 þúsund tonn til félagslegra/byggðalegra úrræða er umtalsvert magn. Spurningin sem nú á við er sú hvort við notum þennan afla til nægilega markvissra aðgerða. Sl. sumar var lögfest ákvæði sem fól í sér nýmæli við úthlutun byggðakvóta. Byggðastofnun hafði yfirumsjón með ráðstöfun þessara aflaheimilda. Þar sem ég þekki til tókst vel til. Þarna virðist komin góð fyrirmynd að því að nýta takmarkaðar heimildir til þess að byggja upp með varanlegri hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli, eða slíkt er fyrirsjáanlegt. En jafnframt þarf að vinna til lengri tíma. Skapa skilyrði til nýrrar og annarrar atvinnustarfsemi, þannig að sjávarútvegsplássin okkar verði líkari stærri byggðarlögum með fjölþættari atvinnustarfsemi.“ Einar talar hér af skynsemi og þekkingu og reynslu og ég get tekið heilshugar undir sjónarmið hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er augljóst að það er skylda samfélagsins að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir tilkynnti að það ætlaði að leggja niður starfsemi á þremur stöðum á landsbyggðinni. Við tölum iðulega um forsendubrest vegna fasteignalána sem hækkuðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávarþorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðru vísi en sem stórfelldum forsendubresti. Hlutverkið Löggjafinn hefur sjálfur ákveðið að fiskveiðistjórnarkerfið hafi byggðalegt og félagslegt hlutverk, jafnframt því að vera grundvöllur sjálfbærrar nýtingar og hagræðis í greininni. Þetta sést best á því að til ráðstöfunar eru 5,3 prósent af heildaraflaheimildum, í þorskígildum talið, sem byggðaleg úrræði til að byggja upp með varanlegum hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli. Skynsemi og þekking Í grein sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði nýlega í Fiskifréttir í tilefni stöðunnar sem upp er komin vegna aðgerða Vísis segir: „Nær 30 þúsund tonn til félagslegra/byggðalegra úrræða er umtalsvert magn. Spurningin sem nú á við er sú hvort við notum þennan afla til nægilega markvissra aðgerða. Sl. sumar var lögfest ákvæði sem fól í sér nýmæli við úthlutun byggðakvóta. Byggðastofnun hafði yfirumsjón með ráðstöfun þessara aflaheimilda. Þar sem ég þekki til tókst vel til. Þarna virðist komin góð fyrirmynd að því að nýta takmarkaðar heimildir til þess að byggja upp með varanlegri hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli, eða slíkt er fyrirsjáanlegt. En jafnframt þarf að vinna til lengri tíma. Skapa skilyrði til nýrrar og annarrar atvinnustarfsemi, þannig að sjávarútvegsplássin okkar verði líkari stærri byggðarlögum með fjölþættari atvinnustarfsemi.“ Einar talar hér af skynsemi og þekkingu og reynslu og ég get tekið heilshugar undir sjónarmið hans.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar