Lágpunkturinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. júlí 2014 06:00 Forsætisráðherrann okkar virðist stundum í einkennilega litlum tengslum við raunveruleikann. Á föstudaginn hélt hann ræðu yfir miðstjórn Framsóknarflokksins, þar sem hann hélt áfram að kvarta sáran yfir umræðunni um mosku-útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, nokkrum dögum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar þegar reynt var að færa umræðu um pópúlíska flokkinn og saka Framsóknarmenn um kynþáttahyggju, flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar mestu framfarir sem hafa orðið á því sviði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á fundinum. Svo bætti hann við: „Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma.“ Það er dálítið kostulegt ef forsætisráðherrann áttar sig ekki á því að þessum orðum má einmitt snúa upp á framgöngu Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Margir trúðu því illa að flokkur, sem lengst af hefur reynt að marka sér stöðu sem hófsamur miðjuflokkur, myndi nota ótta við útlendinga og fólk sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga til að fiska eftir atkvæðum. Það var nú samt það sem gerðist. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sagði að á meðan við værum með þjóðkirkju á Íslandi ætti Reykjavíkurborg ekki að gefa múslimum lóð undir mosku. Svo tók hún upp hugmynd frá danska Þjóðarflokknum um að það ætti að hafa atkvæðagreiðslu um moskulóðina. Hún dró ummæli sín ekki til baka fyrir kosningar, heldur bætti hún í kvöldið fyrir kjördag, þegar hún notaði tækifærið til að ýta undir hræðslu við nauðungarhjónabönd á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir kosningar, sem Sveinbjörg dró í land og sagðist hafa hlaupið á sig. Hlutur forsætisráðherrans er lítið skárri; hann gerði engar athugasemdir við málflutning Sveinbjargar fyrir kosningar og hefur raunar enn ekki gert það, enda sjálfsagt glaður með fylgið sem þetta atkvæðafiskirí á vafasömum miðum skilaði. Hann ber sig bara voða aumlega undan „umræðunni“ og reynir að færa ábyrgðina á málinu eitthvert annað en þangað sem hún á heima; hjá oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og hjá honum sjálfum. Þetta má sannarlega kalla lágpunkt í langri og merkilegri sögu Framsóknarflokksins. Það er hins vegar óhætt að leyfa sér að vona að nú liggi leiðin upp á við. Miðstjórnarfundurinn samþykkti að sögn RÚV ályktun, þar sem ítrekað er að framsóknarmenn muni berjast fyrir félagslegu réttlæti og hafna hvers kyns mismunun, meðal annars á grundvelli trúarbragða, litarháttar, kyns, stöðu og kynhneigðar. Þar er augljóslega verið að snupra Sveinbjörgu og árétta grundvallarstefnu Framsóknarflokksins. Það er gott hjá framsóknarmönnum. En um leið er illskiljanlegt hvað formaður flokksins er að hugsa þegar hann harðneitar að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn fékk umtalsvert fylgi í Reykjavík út á málflutning, sem gekk þvert á stefnu flokksins. Það heitir nefnilega popúlismi, öðru nafni lýðskrum, hvernig sem forsætisráðherrann reynir að koma sök á „umræðuna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherrann okkar virðist stundum í einkennilega litlum tengslum við raunveruleikann. Á föstudaginn hélt hann ræðu yfir miðstjórn Framsóknarflokksins, þar sem hann hélt áfram að kvarta sáran yfir umræðunni um mosku-útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, nokkrum dögum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar þegar reynt var að færa umræðu um pópúlíska flokkinn og saka Framsóknarmenn um kynþáttahyggju, flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar mestu framfarir sem hafa orðið á því sviði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á fundinum. Svo bætti hann við: „Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma.“ Það er dálítið kostulegt ef forsætisráðherrann áttar sig ekki á því að þessum orðum má einmitt snúa upp á framgöngu Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Margir trúðu því illa að flokkur, sem lengst af hefur reynt að marka sér stöðu sem hófsamur miðjuflokkur, myndi nota ótta við útlendinga og fólk sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga til að fiska eftir atkvæðum. Það var nú samt það sem gerðist. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sagði að á meðan við værum með þjóðkirkju á Íslandi ætti Reykjavíkurborg ekki að gefa múslimum lóð undir mosku. Svo tók hún upp hugmynd frá danska Þjóðarflokknum um að það ætti að hafa atkvæðagreiðslu um moskulóðina. Hún dró ummæli sín ekki til baka fyrir kosningar, heldur bætti hún í kvöldið fyrir kjördag, þegar hún notaði tækifærið til að ýta undir hræðslu við nauðungarhjónabönd á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir kosningar, sem Sveinbjörg dró í land og sagðist hafa hlaupið á sig. Hlutur forsætisráðherrans er lítið skárri; hann gerði engar athugasemdir við málflutning Sveinbjargar fyrir kosningar og hefur raunar enn ekki gert það, enda sjálfsagt glaður með fylgið sem þetta atkvæðafiskirí á vafasömum miðum skilaði. Hann ber sig bara voða aumlega undan „umræðunni“ og reynir að færa ábyrgðina á málinu eitthvert annað en þangað sem hún á heima; hjá oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og hjá honum sjálfum. Þetta má sannarlega kalla lágpunkt í langri og merkilegri sögu Framsóknarflokksins. Það er hins vegar óhætt að leyfa sér að vona að nú liggi leiðin upp á við. Miðstjórnarfundurinn samþykkti að sögn RÚV ályktun, þar sem ítrekað er að framsóknarmenn muni berjast fyrir félagslegu réttlæti og hafna hvers kyns mismunun, meðal annars á grundvelli trúarbragða, litarháttar, kyns, stöðu og kynhneigðar. Þar er augljóslega verið að snupra Sveinbjörgu og árétta grundvallarstefnu Framsóknarflokksins. Það er gott hjá framsóknarmönnum. En um leið er illskiljanlegt hvað formaður flokksins er að hugsa þegar hann harðneitar að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn fékk umtalsvert fylgi í Reykjavík út á málflutning, sem gekk þvert á stefnu flokksins. Það heitir nefnilega popúlismi, öðru nafni lýðskrum, hvernig sem forsætisráðherrann reynir að koma sök á „umræðuna“.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun