Notkunin og misnotkunin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. júlí 2014 06:00 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað frumvarp á Alþingi í haust, um afnám einkasölu ríkisins á áfengum drykkjum. Með frumvarpinu er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði heimil í verzlunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um t.d. frágang vörunnar, aldur afgreiðslufólks og viðskiptavina og fleira slíkt. Svipuð mál hafa komið fram á Alþingi af og til undanfarin ár, en ekki hlotið brautargengi. Nú gæti orðið breyting á; samkvæmt fréttum okkar á Stöð 2 eru að minnsta kosti 30 þingmenn af 63 líklegir til að styðja frumvarpið. Augljósustu rökin fyrir því að afnema ríkiseinokun á útsölu áfengis eru einfaldlega að það eigi ekki við að hið opinbera vasist sjálft í sölu á þessari neyzluvöru fremur en öðrum. Ríkiseinkasala á ýmsum öðrum varningi, til dæmis útvarpstækjum, hefur fyrir löngu verið aflögð og þætti hlægilegt ef einhverjum dytti í hug í dag að taka hana upp að nýju. Þessi rök virðast Vilhjálmi þó ekki efst í huga; hann segist hugsa þetta mikið út frá landsbyggðarsjónarmiðum. Þannig myndi áfengissala styrkja rekstrargrundvöll smærri búða á landsbyggðinni og jafnframt gætu lítil brugghús úti um land selt framleiðslu sína sjálf, í stað þess að þurfa að stóla á að hún hljóti náð í reynslusölu ÁTVR. Vilhjálmur bendir líka á að þetta myndi auka þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar og ferðamenn, sem koma auðvitað af fjöllum þegar þeim er sagt að þeir geti þurft að aka á milli byggðarlaga og hitta á takmarkaðan afgreiðslutíma ef þá langar að kaupa sér bjórkippu. Loks bendir þingmaðurinn á að þessi aðgerð myndi stroka út kostnað ríkisins af rekstri ÁTVR. Tekjum sínum af sölu áfengis í landinu getur ríkið í rauninni ráðið áfram með álagningu áfengisgjalda. Þetta eru allt góð rök. En þá koma á móti rök þeirra sem segja að aukið aðgengi að áfengi auki neyzlu á því, sem sé slæmt. Er það endilega svo? Undanfarin ár hefur neyzla áfengis vissulega vaxið mjög mikið. En hafa áfengisvandamálin vaxið í sama hlutfalli? Neyzlan hefur um leið breytzt – færzt úr sterkum drykkjum yfir í léttvín og bjór. Er það slæmt? Með því að einblína á áframhaldandi ríkiseinkasölu í smásölu sem leið til að minnka aðgengi að áfengi er líka verið að horfa framhjá því að aðgengið hefur stóraukizt undanfarin ár með margfaldri fjölgun vínveitingastaða. Af hverju er í lagi að kaupa sér rauðvín með steikinni á veitingastað en alls ekki í lagi að kaupa sér rauðvín í búðinni þar sem maður kaupir sér steik til að borða heima? Umræðan um þessi mál verður gjarnan þeirri ranghugmynd að bráð, að það eigi að leitast við að takmarka alla áfengisnotkun, í stað þess að reyna að sporna gegn misnotkun áfengis. Staðreyndin er sú að meirihlutinn fer vel með vín, þótt minnihluti eigi í vandræðum með það. Kröftum ríkisvaldsins er betur varið í baráttu gegn misnotkuninni með forvörnum og meðferðarúrræðum en til að reka sérstakt einokunarapparat fyrir eina neyzluvöru til að skaprauna neytendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað frumvarp á Alþingi í haust, um afnám einkasölu ríkisins á áfengum drykkjum. Með frumvarpinu er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði heimil í verzlunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um t.d. frágang vörunnar, aldur afgreiðslufólks og viðskiptavina og fleira slíkt. Svipuð mál hafa komið fram á Alþingi af og til undanfarin ár, en ekki hlotið brautargengi. Nú gæti orðið breyting á; samkvæmt fréttum okkar á Stöð 2 eru að minnsta kosti 30 þingmenn af 63 líklegir til að styðja frumvarpið. Augljósustu rökin fyrir því að afnema ríkiseinokun á útsölu áfengis eru einfaldlega að það eigi ekki við að hið opinbera vasist sjálft í sölu á þessari neyzluvöru fremur en öðrum. Ríkiseinkasala á ýmsum öðrum varningi, til dæmis útvarpstækjum, hefur fyrir löngu verið aflögð og þætti hlægilegt ef einhverjum dytti í hug í dag að taka hana upp að nýju. Þessi rök virðast Vilhjálmi þó ekki efst í huga; hann segist hugsa þetta mikið út frá landsbyggðarsjónarmiðum. Þannig myndi áfengissala styrkja rekstrargrundvöll smærri búða á landsbyggðinni og jafnframt gætu lítil brugghús úti um land selt framleiðslu sína sjálf, í stað þess að þurfa að stóla á að hún hljóti náð í reynslusölu ÁTVR. Vilhjálmur bendir líka á að þetta myndi auka þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar og ferðamenn, sem koma auðvitað af fjöllum þegar þeim er sagt að þeir geti þurft að aka á milli byggðarlaga og hitta á takmarkaðan afgreiðslutíma ef þá langar að kaupa sér bjórkippu. Loks bendir þingmaðurinn á að þessi aðgerð myndi stroka út kostnað ríkisins af rekstri ÁTVR. Tekjum sínum af sölu áfengis í landinu getur ríkið í rauninni ráðið áfram með álagningu áfengisgjalda. Þetta eru allt góð rök. En þá koma á móti rök þeirra sem segja að aukið aðgengi að áfengi auki neyzlu á því, sem sé slæmt. Er það endilega svo? Undanfarin ár hefur neyzla áfengis vissulega vaxið mjög mikið. En hafa áfengisvandamálin vaxið í sama hlutfalli? Neyzlan hefur um leið breytzt – færzt úr sterkum drykkjum yfir í léttvín og bjór. Er það slæmt? Með því að einblína á áframhaldandi ríkiseinkasölu í smásölu sem leið til að minnka aðgengi að áfengi er líka verið að horfa framhjá því að aðgengið hefur stóraukizt undanfarin ár með margfaldri fjölgun vínveitingastaða. Af hverju er í lagi að kaupa sér rauðvín með steikinni á veitingastað en alls ekki í lagi að kaupa sér rauðvín í búðinni þar sem maður kaupir sér steik til að borða heima? Umræðan um þessi mál verður gjarnan þeirri ranghugmynd að bráð, að það eigi að leitast við að takmarka alla áfengisnotkun, í stað þess að reyna að sporna gegn misnotkun áfengis. Staðreyndin er sú að meirihlutinn fer vel með vín, þótt minnihluti eigi í vandræðum með það. Kröftum ríkisvaldsins er betur varið í baráttu gegn misnotkuninni með forvörnum og meðferðarúrræðum en til að reka sérstakt einokunarapparat fyrir eina neyzluvöru til að skaprauna neytendum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun