Staðið í lappirnar gagnvart Rússum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. ágúst 2014 06:00 Íslenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Samkvæmt fyrstu fregnum af innflutningsbanninu eru íslenzk matvæli ekki á listanum yfir vestrænan mat sem verður bannað að flytja inn. Rússnesk stjórnvöld hafa reyndar tekið fram að listinn sé „sveigjanlegur“, sem þýðir að það er ekki útilokað að staðan gagnvart Íslandi gæti breytzt. Raunar er ekki sérstaklega rökrétt að Rússar undanskilji Ísland úr hópi vestrænna ríkja sem styðja stjórnvöld í Úkraínu í baráttunni gegn ofríki Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið sig vel í þeim stuðningi, farið tvisvar sinnum til Úkraínu og sagt skýrt að innlimun Rússa á Krímskaga hafi verið brot á alþjóðalögum. Ráðherrann hefur líka hvatt Rússa til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins leggi niður vopn í stað þess að veita þeim stuðning. Íslenzk stjórnvöld hafa sömuleiðis lýst stuðningi við og tekið þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna, ESB og fleiri vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Það er þess vegna ekki ljóst hvers vegna íslenzkar útflutningsvörur eru undanskildar innflutningsbanninu frekar en til dæmis sjávarafurðir frá Noregi, en bannið mun hafa veruleg áhrif á norskan sjávarútveg. Þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum skiptir rússneskt efnahagslíf litlu eða engu máli. Ákveði rússnesk stjórnvöld hins vegar að bæta íslenzkum fiski á listann yfir vörur sem ekki fást fluttar inn til Rússlands getur það valdið íslenzkum fyrirtækjum talsverðum búsifjum. Stór hluti makríl- og síldarútflutnings Íslendinga fer til Rússlands. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í Fréttablaðinu í dag að gífurlegir hagsmunir séu í húfi og hvetur íslenzk stjórnvöld til að „stíga varlega til jarðar“. Á Ísland þá að tóna niður málflutning sinn til stuðnings Úkraínu og að alþjóðalög séu virt, til að tryggja hagsmuni útflytjenda? Svarið við því er nei. Hér er stærra prinsippmál á ferðinni en svo. Eins og Gunnar Bragi sagði þegar hann kom frá Úkraínu í síðasta mánuði: „Það varðar hagsmuni Íslands miklu að alþjóðalög séu ávallt virt […] Með heimsókn minni núna vil ég undirstrika það að rödd Íslands heyrist til varnar alþjóðalögum og reglu.“ Í Bylgjufréttum í gær ítrekaði Gunnar Bragi fyrri ummæli sín, um að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar, yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ sagði Gunnar Bragi. Þetta er rétta afstaðan í þessu máli. Innflutningsbann Rússa verður tæplega langvinnt, því að það mun skaða rússneskan efnahag ekkert síður en vestrænna ríkja. Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa áður þurft að bregðast við viðlíka sveiflum á mörkuðum. Það er engin ástæða til að breyta stefnunni í þessu stóra máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Íslenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Samkvæmt fyrstu fregnum af innflutningsbanninu eru íslenzk matvæli ekki á listanum yfir vestrænan mat sem verður bannað að flytja inn. Rússnesk stjórnvöld hafa reyndar tekið fram að listinn sé „sveigjanlegur“, sem þýðir að það er ekki útilokað að staðan gagnvart Íslandi gæti breytzt. Raunar er ekki sérstaklega rökrétt að Rússar undanskilji Ísland úr hópi vestrænna ríkja sem styðja stjórnvöld í Úkraínu í baráttunni gegn ofríki Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið sig vel í þeim stuðningi, farið tvisvar sinnum til Úkraínu og sagt skýrt að innlimun Rússa á Krímskaga hafi verið brot á alþjóðalögum. Ráðherrann hefur líka hvatt Rússa til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins leggi niður vopn í stað þess að veita þeim stuðning. Íslenzk stjórnvöld hafa sömuleiðis lýst stuðningi við og tekið þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna, ESB og fleiri vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Það er þess vegna ekki ljóst hvers vegna íslenzkar útflutningsvörur eru undanskildar innflutningsbanninu frekar en til dæmis sjávarafurðir frá Noregi, en bannið mun hafa veruleg áhrif á norskan sjávarútveg. Þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum skiptir rússneskt efnahagslíf litlu eða engu máli. Ákveði rússnesk stjórnvöld hins vegar að bæta íslenzkum fiski á listann yfir vörur sem ekki fást fluttar inn til Rússlands getur það valdið íslenzkum fyrirtækjum talsverðum búsifjum. Stór hluti makríl- og síldarútflutnings Íslendinga fer til Rússlands. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í Fréttablaðinu í dag að gífurlegir hagsmunir séu í húfi og hvetur íslenzk stjórnvöld til að „stíga varlega til jarðar“. Á Ísland þá að tóna niður málflutning sinn til stuðnings Úkraínu og að alþjóðalög séu virt, til að tryggja hagsmuni útflytjenda? Svarið við því er nei. Hér er stærra prinsippmál á ferðinni en svo. Eins og Gunnar Bragi sagði þegar hann kom frá Úkraínu í síðasta mánuði: „Það varðar hagsmuni Íslands miklu að alþjóðalög séu ávallt virt […] Með heimsókn minni núna vil ég undirstrika það að rödd Íslands heyrist til varnar alþjóðalögum og reglu.“ Í Bylgjufréttum í gær ítrekaði Gunnar Bragi fyrri ummæli sín, um að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar, yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ sagði Gunnar Bragi. Þetta er rétta afstaðan í þessu máli. Innflutningsbann Rússa verður tæplega langvinnt, því að það mun skaða rússneskan efnahag ekkert síður en vestrænna ríkja. Íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa áður þurft að bregðast við viðlíka sveiflum á mörkuðum. Það er engin ástæða til að breyta stefnunni í þessu stóra máli.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar