Stóra ryksugubannið 16. ágúst 2014 07:00 Mörgum svelgdist eflaust á þegar þeir heyrðu um fyrirhugað bann á kraftmiklar ryksugur sem ganga á í garð um næstu mánaðamót. Íslendingar eru oft lítið hrifnir af evrópskri forræðishyggju og hafa einnig sérstaka ást á krafti, enda eru örugglega til breyttar ofurryksugur á einhverjum heimilum sem auðveldlega geta gleypt meðalgæludýr án þess að hósta. Annað eins höfum við nú gert með saklausa jeppa sem breytt hefur verið í fjallaófreskjur sem illa passa við eðlilegar innanbæjarsamgöngur. Þessar nýju evrópsku reglur eiga að tryggja neytendum betri ryksugur sem eru hljóðlátari, þéttari og orkunýtnari. Þrátt fyrir að hafa ryksugað í áratugi hef ég lítið vit á gæðum þessara heimilisvina en starfs míns vegna vil ég aðeins koma inn á orkuþáttinn.Afl og orkunotkunÞegar orkusparandi kröfur á vörur lenda á Íslandsströndum koma ævinlega upp efasemdaraddir um gagnsemi slíkrar forræðishyggju. Íslendingar búa jú við þá einstöku aðstæður að allt rafmagn framleitt hér á landi er bæði ódýrt og umhverfisvænt. Auk þess býst ég við að margir telji að orkunotkun sem brúkuð er á tæki sem nýtt er í tiltölulegan stuttan tíma í senn skipti varla sköpum. Hér skiptir orkumagnið reyndar minna máli en aflið sem markmiðið er að takmarka. Að kveikja á 2.200W ryksugu krefst nefnilega sama afls og ræsing á 200 sparperum. Við Íslendingar eigum nóg af glæsilegum virkjunum sem geta framleitt óhemju magn af rafmagni. Þessar sameiginlegu eignir okkar eru dýrar í byggingu og arður okkar af þeim byggist að verulegu leyti á því að nýtingin sé góð. Stóriðjan er í því tilfelli mjög heppilegur kaupandi þar sem hún tekur við framleiðslunni nánast 24 tíma á dag allan ársins hring. Ryksuga er hins vegar slæmur kaupandi raforku því hún heimtar mikið afl en í mjög skamman tíma.Sett í samhengi Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga en hún er með uppsett afl upp á 95 MW og framleiðslugetu upp á 585 GWst. Ef Búðarhálsvirkjun væri ótengd dreifikerfi og myndi selja beint til notenda þá væri áhugavert að bera saman tvo mögulega orkukaupendur, þ.e. álver og ryksugur. Gerum ráð fyrir hefðbundnu álveri og ryksugum, 2.200W, sem keyrðar væri einu sinni í viku, 20 mínútur í senn. Á einu ári myndi álverið kaupa og nota allar 585 gígavattstundirnar en ryksugurnar myndu aðeins kaupa 1,6 GWst. Báðir notendur þyrftu samt sem áður 95 MW virkjun. Það er því talsvert fengið með því að takmarka afl tækja svo framarlega sem ekki er gengið á gæðin. Þegar við erum sameiginlegir notendur af risaraforkukerfi eigum við oft erfitt með skilja áhrif hvers og eins á kerfið. Ef við værum hins vegar íbúar í blokkinni Sótlundur 56 sem væri ótengd raforkukerfinu og dísilrafstöð mallaði í sameigninni þá væri dæmið augljósara. Þegar Auðbjörg gamla í kjallaranum ákvað að kaupa 2.200 W ryksugu, eins allir hinir áttu í blokkinni, þá sló rafmagninu alltaf út á stórhátíðum. Hvort ætti húsfélagið að kaupa aðra dísilrafstöð til að anna nýjum afltoppi eða hreinlega gefa Auðbjörgu glæsilega 1.400W ryksugu sem virkar alveg jafnvel eða betur? Það er spurning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum svelgdist eflaust á þegar þeir heyrðu um fyrirhugað bann á kraftmiklar ryksugur sem ganga á í garð um næstu mánaðamót. Íslendingar eru oft lítið hrifnir af evrópskri forræðishyggju og hafa einnig sérstaka ást á krafti, enda eru örugglega til breyttar ofurryksugur á einhverjum heimilum sem auðveldlega geta gleypt meðalgæludýr án þess að hósta. Annað eins höfum við nú gert með saklausa jeppa sem breytt hefur verið í fjallaófreskjur sem illa passa við eðlilegar innanbæjarsamgöngur. Þessar nýju evrópsku reglur eiga að tryggja neytendum betri ryksugur sem eru hljóðlátari, þéttari og orkunýtnari. Þrátt fyrir að hafa ryksugað í áratugi hef ég lítið vit á gæðum þessara heimilisvina en starfs míns vegna vil ég aðeins koma inn á orkuþáttinn.Afl og orkunotkunÞegar orkusparandi kröfur á vörur lenda á Íslandsströndum koma ævinlega upp efasemdaraddir um gagnsemi slíkrar forræðishyggju. Íslendingar búa jú við þá einstöku aðstæður að allt rafmagn framleitt hér á landi er bæði ódýrt og umhverfisvænt. Auk þess býst ég við að margir telji að orkunotkun sem brúkuð er á tæki sem nýtt er í tiltölulegan stuttan tíma í senn skipti varla sköpum. Hér skiptir orkumagnið reyndar minna máli en aflið sem markmiðið er að takmarka. Að kveikja á 2.200W ryksugu krefst nefnilega sama afls og ræsing á 200 sparperum. Við Íslendingar eigum nóg af glæsilegum virkjunum sem geta framleitt óhemju magn af rafmagni. Þessar sameiginlegu eignir okkar eru dýrar í byggingu og arður okkar af þeim byggist að verulegu leyti á því að nýtingin sé góð. Stóriðjan er í því tilfelli mjög heppilegur kaupandi þar sem hún tekur við framleiðslunni nánast 24 tíma á dag allan ársins hring. Ryksuga er hins vegar slæmur kaupandi raforku því hún heimtar mikið afl en í mjög skamman tíma.Sett í samhengi Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga en hún er með uppsett afl upp á 95 MW og framleiðslugetu upp á 585 GWst. Ef Búðarhálsvirkjun væri ótengd dreifikerfi og myndi selja beint til notenda þá væri áhugavert að bera saman tvo mögulega orkukaupendur, þ.e. álver og ryksugur. Gerum ráð fyrir hefðbundnu álveri og ryksugum, 2.200W, sem keyrðar væri einu sinni í viku, 20 mínútur í senn. Á einu ári myndi álverið kaupa og nota allar 585 gígavattstundirnar en ryksugurnar myndu aðeins kaupa 1,6 GWst. Báðir notendur þyrftu samt sem áður 95 MW virkjun. Það er því talsvert fengið með því að takmarka afl tækja svo framarlega sem ekki er gengið á gæðin. Þegar við erum sameiginlegir notendur af risaraforkukerfi eigum við oft erfitt með skilja áhrif hvers og eins á kerfið. Ef við værum hins vegar íbúar í blokkinni Sótlundur 56 sem væri ótengd raforkukerfinu og dísilrafstöð mallaði í sameigninni þá væri dæmið augljósara. Þegar Auðbjörg gamla í kjallaranum ákvað að kaupa 2.200 W ryksugu, eins allir hinir áttu í blokkinni, þá sló rafmagninu alltaf út á stórhátíðum. Hvort ætti húsfélagið að kaupa aðra dísilrafstöð til að anna nýjum afltoppi eða hreinlega gefa Auðbjörgu glæsilega 1.400W ryksugu sem virkar alveg jafnvel eða betur? Það er spurning.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun