Reynslan er ólygnust Jón Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Margt hefur tekist vel á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Atvinnuástand er þokkalegt og ýmsar framkvæmdir á döfinni. Ríkisfjármálin virðast nálgast jafnvægi. Að mörgu leyti má segja að hrunið sé að baki, en eftir er enn að vinna úr fjöldamörgu sem tengist hruninu. Til dæmis er velferðarkerfið greinilega enn í miklum vanda. En ýmislegt bendir til að los sé á stjórnsýslunni. Vandræðin sem dregist hafa yfir innanríkisráðherra eru dæmi um þetta. Dráttur á ákvörðunum um þrotabú bankanna er annað dæmi, og líka tafir á samþykki við áætlun um greiðslur Icesave. Þriðja dæmið gæti verið ummæli fjármálaráðherra þegar hann var rétt í þann mund að skipa seðlabankastjóra, að hann gæti „í augnablikinu“ hugsað sér að fjölga seðlabankastjórum. Síðan má nefna ummæli endurskipaðs seðlabankastjóra um störf sín aðeins „næstu misserin“. Þá er ákafi fjárlaganefndarmanna að tryggja jafnvægi vissulega lofsverður, en ekki fullyrðingar þeirra sem svo eru hraktar jafnóðum. Framundan eru margvíslegar streitur í íslensku efnahagslífi. Og þá getur verið varasamt að forsætisráðherra fari að segja óvæntar spaugsögur. Ekki síst vekur það efasemdir þegar honum mistekst þannig með alþjóðlega kjötbrandara sína að menn halda að hann sé að tala í alvöru. Helstu hættumerkin nú eru að hagvöxtur er algerlega drifinn áfram af einkaneyslu. Að sama skapi er innflutningur að aukast, jafnt í vörum sem þjónustu. Framundan eru aðgerðir til skuldalækkunar sem bætast við þessa neysluspennu, og má þakka að aðeins verður staðið við lítinn hluta loforðanna. Fasteignaverð hefur hækkað og nokkur merki eru um verðbólu. Margt bendir til þess að veruleg harka verði á vinnumarkaði á komandi vetri. Mikil vonbrigði eru innan launþegafélaganna með framvinduna upp á síðkastið, og má reikna með hörðum aðgerðum þeirra. Þetta er gamalkunn atburðarás. En þenslu- og verðbólguvandræði birtast yfirleitt ekki greinilega fyrr en of seint. Þau hlaðast upp í smáskömmtum mánuð eftir mánuð, og loks verður ekki komist lengur undan því að bregðast við þeim, venjulega með gengisfellingu. Jafnvel þótt makríll og ferðamenn skili vel af sér, má nú þegar sjá merki um slíka framvindu. Ein hættan birtist í ummælum stjórnmálamanna um þrotabú föllnu bankanna og uppgjör þeirra. Best væri auðvitað að stjórnmálamenn gættu sín á öllum ummælum um slík málefni sem eru viðfangsefni samningamanna eða dómara. Öll þessi ummæli eru þýdd og geymd í vopnabúrum erlendra lögmanna. Það getur verið varhugavert að fullyrða nokkuð um það hvort er „betra eða heppilegara“ samningur eða gjaldþrotameðferð. Það er áhættusamt ef hagsmunaaðilar fá átyllu til að saka stjórnvöld um pólitískan þrýsting meðan mál eru í vinnslu. Þetta er ekki sagt hér til að „tala niður íslenskan málstað“, heldur er vinur sá er til vamms segir. Gjaldeyrishöftum verður ekki lyft á næstunni, enda flókið ferli áður við þrotabú bankanna. Fyrir utan verðtryggða krónu höfum við nú þegar margfalt gengi: opinbert haftagengi, lækkað útboðsgengi Seðlabankans, og ýmis frávik í öðrum skiptum. Margir hrökkva við þegar talað er um að „einangra“ þrotabúin og áhrif uppgjöra „frá hagkerfinu“ að öðru leyti. Menn fara að velta því fyrir sér hvort nú eigi virkilega að hverfa aftur fyrir árið 1959 og byrja á ný með millifærslur, uppbætur og margfalt gengi. Í sömu átt hníga sum gagnrýnisorð ráðamanna um peningamálastefnu Seðlabankans. Vonandi hafa ráðamenn reynslu þjóðarinnar í huga og varast gömul víti þegar ákvarðanir verða teknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur tekist vel á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Atvinnuástand er þokkalegt og ýmsar framkvæmdir á döfinni. Ríkisfjármálin virðast nálgast jafnvægi. Að mörgu leyti má segja að hrunið sé að baki, en eftir er enn að vinna úr fjöldamörgu sem tengist hruninu. Til dæmis er velferðarkerfið greinilega enn í miklum vanda. En ýmislegt bendir til að los sé á stjórnsýslunni. Vandræðin sem dregist hafa yfir innanríkisráðherra eru dæmi um þetta. Dráttur á ákvörðunum um þrotabú bankanna er annað dæmi, og líka tafir á samþykki við áætlun um greiðslur Icesave. Þriðja dæmið gæti verið ummæli fjármálaráðherra þegar hann var rétt í þann mund að skipa seðlabankastjóra, að hann gæti „í augnablikinu“ hugsað sér að fjölga seðlabankastjórum. Síðan má nefna ummæli endurskipaðs seðlabankastjóra um störf sín aðeins „næstu misserin“. Þá er ákafi fjárlaganefndarmanna að tryggja jafnvægi vissulega lofsverður, en ekki fullyrðingar þeirra sem svo eru hraktar jafnóðum. Framundan eru margvíslegar streitur í íslensku efnahagslífi. Og þá getur verið varasamt að forsætisráðherra fari að segja óvæntar spaugsögur. Ekki síst vekur það efasemdir þegar honum mistekst þannig með alþjóðlega kjötbrandara sína að menn halda að hann sé að tala í alvöru. Helstu hættumerkin nú eru að hagvöxtur er algerlega drifinn áfram af einkaneyslu. Að sama skapi er innflutningur að aukast, jafnt í vörum sem þjónustu. Framundan eru aðgerðir til skuldalækkunar sem bætast við þessa neysluspennu, og má þakka að aðeins verður staðið við lítinn hluta loforðanna. Fasteignaverð hefur hækkað og nokkur merki eru um verðbólu. Margt bendir til þess að veruleg harka verði á vinnumarkaði á komandi vetri. Mikil vonbrigði eru innan launþegafélaganna með framvinduna upp á síðkastið, og má reikna með hörðum aðgerðum þeirra. Þetta er gamalkunn atburðarás. En þenslu- og verðbólguvandræði birtast yfirleitt ekki greinilega fyrr en of seint. Þau hlaðast upp í smáskömmtum mánuð eftir mánuð, og loks verður ekki komist lengur undan því að bregðast við þeim, venjulega með gengisfellingu. Jafnvel þótt makríll og ferðamenn skili vel af sér, má nú þegar sjá merki um slíka framvindu. Ein hættan birtist í ummælum stjórnmálamanna um þrotabú föllnu bankanna og uppgjör þeirra. Best væri auðvitað að stjórnmálamenn gættu sín á öllum ummælum um slík málefni sem eru viðfangsefni samningamanna eða dómara. Öll þessi ummæli eru þýdd og geymd í vopnabúrum erlendra lögmanna. Það getur verið varhugavert að fullyrða nokkuð um það hvort er „betra eða heppilegara“ samningur eða gjaldþrotameðferð. Það er áhættusamt ef hagsmunaaðilar fá átyllu til að saka stjórnvöld um pólitískan þrýsting meðan mál eru í vinnslu. Þetta er ekki sagt hér til að „tala niður íslenskan málstað“, heldur er vinur sá er til vamms segir. Gjaldeyrishöftum verður ekki lyft á næstunni, enda flókið ferli áður við þrotabú bankanna. Fyrir utan verðtryggða krónu höfum við nú þegar margfalt gengi: opinbert haftagengi, lækkað útboðsgengi Seðlabankans, og ýmis frávik í öðrum skiptum. Margir hrökkva við þegar talað er um að „einangra“ þrotabúin og áhrif uppgjöra „frá hagkerfinu“ að öðru leyti. Menn fara að velta því fyrir sér hvort nú eigi virkilega að hverfa aftur fyrir árið 1959 og byrja á ný með millifærslur, uppbætur og margfalt gengi. Í sömu átt hníga sum gagnrýnisorð ráðamanna um peningamálastefnu Seðlabankans. Vonandi hafa ráðamenn reynslu þjóðarinnar í huga og varast gömul víti þegar ákvarðanir verða teknar.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun