Sérréttindarisinn er með yfirgang Sigurjón M. Egilsson skrifar 24. september 2014 06:00 Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. Þeir hafa alla möguleika á að láta okkur neytendur um að borga sektina. Ekkert er þeim einfaldara. Í landi einokunar, og í besta falli fáokunar, þá geta seljendur hækkað vörur sínar lítið eitt og standa sjálfir jafn sterkir, jafn keikir eftir sem áður. Fyrir þá er málið einfalt. Mál MS, Mjólku og Kaupfélags Skagafjarðar er fráleitt mál. Yfirburðir þeirra sem leika þar stærstu hlutverkin eru svo ótrúlegir að þeir geta hagað sér að vild, gert hvað þeir vilja, troðið á hverju sem þeim dettur í hug, murkað lífið úr hvaða smáfyrirtæki sem er, svínað á neytendum eins og þeim sýnist, og samkvæmt nýjustu fréttum, gera þeir þetta allt saman. Það er það versta. Fámenn þjóð þarf að búa við einokun eða fáokun og þess vegna er brýnt að þeir sem stjórna þeim fyrirtækjum, þar sem þannig háttar til, hagi sér með sóma, brjóti ekki lög, séu ærlegir menn. Íslensk stjórnmál bera ábyrgð. Íslensk stjórnmál bera mikla ábyrgð. Eitt er að risinn í íslenskri matvælaframleiðslu hafi yfirburðastöðu á neytendamarkaði, hitt er annað og verra að þetta risafyrirtæki sé undanskilið lögum. Og sú fráleita staða helgast aðeins af einu. Það er þjónkun íslenskra stjórnmála. Þar er ekki ein einasta undantekning. Einu gildir um hvaða stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk við tölum. Sami botninn er undir þeim öllum. Hvernig sem flett er upp í minninu kemur ekki ein glæta upp sem rifjar upp að nokkur stjórnmálamaður hafi svo mikið sem deplað auga, lyft litlafingri til að verja neytendur fyrir sérréttindarisanum. Ekki síst þess vegna hafa stjórnendur fyrirtækisins kjark og vilja til að ryðja frá sér samkeppni, murka lífið úr litlum samkeppnisfyrirtækjum og haga sér eins og Samkeppniseftirlitið hefur nú bent á. Þeir sem þannig hugsa og þannig vinna kunna að vera öruggir með sig þegar þeir hafa velvilja og jafnvel samþykki Alþingis til þess, sem þeir gera. Skaði þess fólks sem átti fyrirtækið sem MS og KS náðu til sín með stórkostlegum fantaskap er mikill. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er ekki sú að borga verði því fólki skaðann, heldur aðeins að borga verði í ríkissjóð vegna skaða gegn neytendum. Þá er eftir dómsmál fyrrverandi eigenda litla fyrirtækisins gegn risanum.Að því gefnu að málið standi eftir óbreytt eftir áfrýjun, þarf MS að borga verulegar fjárhæðir vegna brotanna. Þar sem tekjur fyrirtækisins koma einungis frá neytendum bendir allt til þess að enn og aftur borgi neytendur alla sektina, sekt sem er til komin vegna brota gegn þeim sjálfum. Þetta er svo ótrúlegt að það tekur engu tali. Neytendur eiga erfitt með að hætta að kaupa vörur frá MS. Reynslan sýnir reyndar að neytendur láta flest yfir sig ganga, verðsamráð, iðnaðarsalt og bara hvaða brot og fantaskap sem er. Þá sannast enn og aftur að á þingi situr þverskurður af þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. Þeir hafa alla möguleika á að láta okkur neytendur um að borga sektina. Ekkert er þeim einfaldara. Í landi einokunar, og í besta falli fáokunar, þá geta seljendur hækkað vörur sínar lítið eitt og standa sjálfir jafn sterkir, jafn keikir eftir sem áður. Fyrir þá er málið einfalt. Mál MS, Mjólku og Kaupfélags Skagafjarðar er fráleitt mál. Yfirburðir þeirra sem leika þar stærstu hlutverkin eru svo ótrúlegir að þeir geta hagað sér að vild, gert hvað þeir vilja, troðið á hverju sem þeim dettur í hug, murkað lífið úr hvaða smáfyrirtæki sem er, svínað á neytendum eins og þeim sýnist, og samkvæmt nýjustu fréttum, gera þeir þetta allt saman. Það er það versta. Fámenn þjóð þarf að búa við einokun eða fáokun og þess vegna er brýnt að þeir sem stjórna þeim fyrirtækjum, þar sem þannig háttar til, hagi sér með sóma, brjóti ekki lög, séu ærlegir menn. Íslensk stjórnmál bera ábyrgð. Íslensk stjórnmál bera mikla ábyrgð. Eitt er að risinn í íslenskri matvælaframleiðslu hafi yfirburðastöðu á neytendamarkaði, hitt er annað og verra að þetta risafyrirtæki sé undanskilið lögum. Og sú fráleita staða helgast aðeins af einu. Það er þjónkun íslenskra stjórnmála. Þar er ekki ein einasta undantekning. Einu gildir um hvaða stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk við tölum. Sami botninn er undir þeim öllum. Hvernig sem flett er upp í minninu kemur ekki ein glæta upp sem rifjar upp að nokkur stjórnmálamaður hafi svo mikið sem deplað auga, lyft litlafingri til að verja neytendur fyrir sérréttindarisanum. Ekki síst þess vegna hafa stjórnendur fyrirtækisins kjark og vilja til að ryðja frá sér samkeppni, murka lífið úr litlum samkeppnisfyrirtækjum og haga sér eins og Samkeppniseftirlitið hefur nú bent á. Þeir sem þannig hugsa og þannig vinna kunna að vera öruggir með sig þegar þeir hafa velvilja og jafnvel samþykki Alþingis til þess, sem þeir gera. Skaði þess fólks sem átti fyrirtækið sem MS og KS náðu til sín með stórkostlegum fantaskap er mikill. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er ekki sú að borga verði því fólki skaðann, heldur aðeins að borga verði í ríkissjóð vegna skaða gegn neytendum. Þá er eftir dómsmál fyrrverandi eigenda litla fyrirtækisins gegn risanum.Að því gefnu að málið standi eftir óbreytt eftir áfrýjun, þarf MS að borga verulegar fjárhæðir vegna brotanna. Þar sem tekjur fyrirtækisins koma einungis frá neytendum bendir allt til þess að enn og aftur borgi neytendur alla sektina, sekt sem er til komin vegna brota gegn þeim sjálfum. Þetta er svo ótrúlegt að það tekur engu tali. Neytendur eiga erfitt með að hætta að kaupa vörur frá MS. Reynslan sýnir reyndar að neytendur láta flest yfir sig ganga, verðsamráð, iðnaðarsalt og bara hvaða brot og fantaskap sem er. Þá sannast enn og aftur að á þingi situr þverskurður af þjóðinni.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun