Ætlar enginn að bjarga Landspítalanum? Ragna Sigurðardóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Í fjárlögum næsta árs er ekki gert ráð fyrir fjármögnun undirbúningsvinnu fyrir byggingu nýs Landspítala. Þetta er í andstöðu við loforð þingsins. Í maí á þessu ári ályktaði Alþingi „að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu.“ Í ágúst lýsti formaður fjárlaganefndar, ásamt heilbrigðisráðherra, yfir vonbrigðum á umframkeyrslu Landspítalans fram yfir fjárlög þessa árs. Þessi svokallaða umframkeyrsla á hálfu ári nam 600 milljónum króna. Sú upphæð er 700 milljónum minni en upphæðin sem hefði sparast það sem af er ári, hefði nýr spítali verið reistur. Reiknað er með að 2,6 milljarðar sparist árlega við byggingu nýs spítala. Þeir útreikningar taka ekki tillit til þess starfskrafts sem spítalinn missir á hverju ári vegna óviðunandi vinnuaðstæðna. Fyrr í þessum mánuði fullyrti formaður fjárlaganefndar að með fjárlögum næsta árs væri verið að jafna niðurskurð síðustu ára. Þetta er rangt. Ef jafna ætti niðurskurð síðustu ára, frá árinu 2008, þyrfti 16 milljarða króna aukningu á því fjármagni sem rennur til spítalans. Landspítalinn er nú rekinn fyrir 10% minna fé en árið 2008, ef miðað er við fast verðlag. Þetta benti Páll Matthíasson á í forstjórapistli 12. september. Þegar fjármögnun spítalans í dag er borin saman við fjármögnun hans árið 2008 er vert að benda á að árið 2008 var niðurskurður á spítalanum þegar hafinn. Árið 2008 lýsti þáverandi forstjóri spítalans því yfir að Landspítalinn væri nálægt þolmörkum. Árið 2008 höfðu ráðamenn spítalans lofað starfsmönnum sínum bættri vinnuaðstöðu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu nær lengra aftur en til ársins 2008. Heilbrigðiskerfið fjársvelt Þörf er á aðgerðum. Í nýlegri úttekt á vegum embættis Landlæknis á lyflækningasviði spítalans kemur fram að starfsmenn meta vinnuaðstöðu sína ófullnægjandi á öllum þeim deildum sem úttektin náði til. Úttekt embættisins á geðsviði spítalans sem gerð var á síðasta ári leiðir sambærilega niðurstöðu í ljós. Íslenskir læknar í útlöndum sjá sér ekki fært að flytja heim. Íslenskir læknar á Íslandi og aðrir heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sjá sér margir hverjir ekki fært um að starfa hér áfram. Nemendur eiga erfitt með að ímynda sér Landspítalann sem framtíðarvinnustað. Starfandi læknum á landinu fækkar árlega á meðan fjöldi sjúklinga eykst. Hvað gerist þegar ekki verður hægt að manna stærsta vinnustað landsins? Það hriktir í einni af grunnstoðum samfélagsins. Heilbrigðiskerfið er fjársvelt. Því hefur hrakað á undanförnum árum og ef ekkert er að gert mun sú þróun halda áfram. Brátt verður ekki aftur snúið. Lækning á Landspítalanum er í höndum ríkisstjórnarinnar. Sú lækning felst í aðgerðum, ekki innantómum loforðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjárlögum næsta árs er ekki gert ráð fyrir fjármögnun undirbúningsvinnu fyrir byggingu nýs Landspítala. Þetta er í andstöðu við loforð þingsins. Í maí á þessu ári ályktaði Alþingi „að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu.“ Í ágúst lýsti formaður fjárlaganefndar, ásamt heilbrigðisráðherra, yfir vonbrigðum á umframkeyrslu Landspítalans fram yfir fjárlög þessa árs. Þessi svokallaða umframkeyrsla á hálfu ári nam 600 milljónum króna. Sú upphæð er 700 milljónum minni en upphæðin sem hefði sparast það sem af er ári, hefði nýr spítali verið reistur. Reiknað er með að 2,6 milljarðar sparist árlega við byggingu nýs spítala. Þeir útreikningar taka ekki tillit til þess starfskrafts sem spítalinn missir á hverju ári vegna óviðunandi vinnuaðstæðna. Fyrr í þessum mánuði fullyrti formaður fjárlaganefndar að með fjárlögum næsta árs væri verið að jafna niðurskurð síðustu ára. Þetta er rangt. Ef jafna ætti niðurskurð síðustu ára, frá árinu 2008, þyrfti 16 milljarða króna aukningu á því fjármagni sem rennur til spítalans. Landspítalinn er nú rekinn fyrir 10% minna fé en árið 2008, ef miðað er við fast verðlag. Þetta benti Páll Matthíasson á í forstjórapistli 12. september. Þegar fjármögnun spítalans í dag er borin saman við fjármögnun hans árið 2008 er vert að benda á að árið 2008 var niðurskurður á spítalanum þegar hafinn. Árið 2008 lýsti þáverandi forstjóri spítalans því yfir að Landspítalinn væri nálægt þolmörkum. Árið 2008 höfðu ráðamenn spítalans lofað starfsmönnum sínum bættri vinnuaðstöðu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu nær lengra aftur en til ársins 2008. Heilbrigðiskerfið fjársvelt Þörf er á aðgerðum. Í nýlegri úttekt á vegum embættis Landlæknis á lyflækningasviði spítalans kemur fram að starfsmenn meta vinnuaðstöðu sína ófullnægjandi á öllum þeim deildum sem úttektin náði til. Úttekt embættisins á geðsviði spítalans sem gerð var á síðasta ári leiðir sambærilega niðurstöðu í ljós. Íslenskir læknar í útlöndum sjá sér ekki fært að flytja heim. Íslenskir læknar á Íslandi og aðrir heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sjá sér margir hverjir ekki fært um að starfa hér áfram. Nemendur eiga erfitt með að ímynda sér Landspítalann sem framtíðarvinnustað. Starfandi læknum á landinu fækkar árlega á meðan fjöldi sjúklinga eykst. Hvað gerist þegar ekki verður hægt að manna stærsta vinnustað landsins? Það hriktir í einni af grunnstoðum samfélagsins. Heilbrigðiskerfið er fjársvelt. Því hefur hrakað á undanförnum árum og ef ekkert er að gert mun sú þróun halda áfram. Brátt verður ekki aftur snúið. Lækning á Landspítalanum er í höndum ríkisstjórnarinnar. Sú lækning felst í aðgerðum, ekki innantómum loforðum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun