Fjárlög ríka fólksins Össur Skarphéðinsson skrifar 25. september 2014 07:00 Glampinn af silfurskeiðunum hindrar forystumenn ríkisstjórnarinnar í að sjá hvernig hinn helmingur þjóðarinnar lifir. Þeir eru ungir menn, vilja vel, en reynsluheimur þeirra hefur aldrei þekkt skort. Það speglast í fjárlögunum á fyrsta kafla ríkisstjórnarinnar. Þau eru hlaðin gjöfum til hinna sterkefnuðu, stórútgerðar og eignafólks. Hinir borgar brúsann. Á sama tíma og veiðileyfagjöld eru lækkuð um stórkostlegar upphæðir, og auðlegðarskattur afnuminn, er ráðist að bændum og láglaunafólki, með næstum helmings hækkun matarskatts. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin hækkun lyfjakostnaðar fyrir almenning. Viðhald á úr sér gengnum Landspítala situr á hakanum og læknaskortur er fyrirsjáanlegur af því ungir læknar treysta sér ekki til að koma þangað til starfa. Haustkveðjan til atvinnulausra er að skera niður þann tíma sem langtímaatvinnulausir geta notið bóta. Er þetta okkar Ísland? Á leigumarkaðnum ríkja villt lögmál frumskógarins þar sem ungt fólk hefur aldrei átt í jafn miklu basli og núna, en á sama tíma eru engin fyrirheit um hækkun húsaleigubóta og ekkert fjármagn í nýtt húsnæðiskerfi. Félagsmálaráðherrann sem hefur talað um nýtt kerfi í fimmtán mánuði skammar sveitarfélögin, og brosir sínu fallega brosi. En það gerist ekkert. Framsókn, sem einu sinni barðist fyrir hlut lítilmagnans, lætur reka á reiðanum, og þingmenn hennar eru tíndir einn af öðrum út undir vegg og barðir til hlýðni. Meira að segja Vigdís Hauksdóttir hefur skipt um skoðun á matarskattinum. Hver hefði trúað því að Framsóknarflokkurinn snerist í lið með þeim sem þannig vilja rýra kjör bænda og tekjulægstu hópanna?Rangt gefið Á sama tíma keppist ríkisstjórnin við að lýsa því hvað framtíðin er björt. Hið nöturlega er, að þar hefur hún rétt fyrir sér. Hún tók við þjóðarskútu, sem var búið að koma á kjöl, og spúlun fyrri ríkisstjórnar eftir bankahrunið er sem betur fer að skila góðum árangri fyrir Íslendinga. Í því ljósi er nöturlegt, að 11 milljarðar skuli innheimtir með skattahækkun á mat, heitu vatni, og raforku til heimilanna – til að kosta stórfellda lækkun á gjöldum stórútgerðar og sterkefnaðra! Það er nöturlegt að þegar þjóðinni gengur vel skuli ekki allir njóta þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Glampinn af silfurskeiðunum hindrar forystumenn ríkisstjórnarinnar í að sjá hvernig hinn helmingur þjóðarinnar lifir. Þeir eru ungir menn, vilja vel, en reynsluheimur þeirra hefur aldrei þekkt skort. Það speglast í fjárlögunum á fyrsta kafla ríkisstjórnarinnar. Þau eru hlaðin gjöfum til hinna sterkefnuðu, stórútgerðar og eignafólks. Hinir borgar brúsann. Á sama tíma og veiðileyfagjöld eru lækkuð um stórkostlegar upphæðir, og auðlegðarskattur afnuminn, er ráðist að bændum og láglaunafólki, með næstum helmings hækkun matarskatts. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin hækkun lyfjakostnaðar fyrir almenning. Viðhald á úr sér gengnum Landspítala situr á hakanum og læknaskortur er fyrirsjáanlegur af því ungir læknar treysta sér ekki til að koma þangað til starfa. Haustkveðjan til atvinnulausra er að skera niður þann tíma sem langtímaatvinnulausir geta notið bóta. Er þetta okkar Ísland? Á leigumarkaðnum ríkja villt lögmál frumskógarins þar sem ungt fólk hefur aldrei átt í jafn miklu basli og núna, en á sama tíma eru engin fyrirheit um hækkun húsaleigubóta og ekkert fjármagn í nýtt húsnæðiskerfi. Félagsmálaráðherrann sem hefur talað um nýtt kerfi í fimmtán mánuði skammar sveitarfélögin, og brosir sínu fallega brosi. En það gerist ekkert. Framsókn, sem einu sinni barðist fyrir hlut lítilmagnans, lætur reka á reiðanum, og þingmenn hennar eru tíndir einn af öðrum út undir vegg og barðir til hlýðni. Meira að segja Vigdís Hauksdóttir hefur skipt um skoðun á matarskattinum. Hver hefði trúað því að Framsóknarflokkurinn snerist í lið með þeim sem þannig vilja rýra kjör bænda og tekjulægstu hópanna?Rangt gefið Á sama tíma keppist ríkisstjórnin við að lýsa því hvað framtíðin er björt. Hið nöturlega er, að þar hefur hún rétt fyrir sér. Hún tók við þjóðarskútu, sem var búið að koma á kjöl, og spúlun fyrri ríkisstjórnar eftir bankahrunið er sem betur fer að skila góðum árangri fyrir Íslendinga. Í því ljósi er nöturlegt, að 11 milljarðar skuli innheimtir með skattahækkun á mat, heitu vatni, og raforku til heimilanna – til að kosta stórfellda lækkun á gjöldum stórútgerðar og sterkefnaðra! Það er nöturlegt að þegar þjóðinni gengur vel skuli ekki allir njóta þess.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun