Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2014 07:00 Mikilvægt er að hefja skimun á ristil- og endaþarmskrabbameini sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á að slík skimun lækkar dánartíðni hjá körlum um 73 prósent og hjá konum um 82 prósent. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Að meðaltali greinast um 130 einstaklingar með krabbamein í ristli og endaþarmi á hverju ári og 52 deyja úr sjúkdóminum árlega. Ekki er vitað hvers vegna tíðni ristilkrabbameins hefur aukist svona hratt sem raun ber vitni.Eitt algengasta krabbameinið Nýgengi sjúkdómsins fer vaxandi samkvæmt nýlegri spá um nýgengi krabbameina á Norðurlöndum til 2020. Hér á landi er spáð fjölgun greindra tilvika um 85% hjá körlum en um 70% hjá konum. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið í Evrópu skv. nýlegum upplýsingum frá WHO Globocan, en það er hærra nýgengi en nýgengi lungakrabbameins. Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en þeir vega ekki allir jafn þungt. Flest krabbameinanna greinast hjá einstaklingum sem eru komnir yfir fimmtugt. Margir þeirra eru engu að síður á besta aldri þegar áfallið kemur. Árlega greinast um 50 einstaklingar með sjúkdóminn á aldrinum 45-65 ára.Skimun er hagkvæm forvörn Í mörg ár var deilt vel og lengi um réttmæti skimunar (kembileitar) og markvissra forvarna gegn krabbameini í ristli og endaþarmi. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar og niðurstöður þessara rannsókna benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir ristilkrabbameini megi fækka dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms um 15% til 40%. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að leit að þessu krabbameini er hagkvæm forvarnaríhlutun. Þessum sömu aðferðum beita heilbrigðisyfirvöld víða í vaxandi mæli þegar teknar eru ákvarðanir um forgangsröðun í heilbrigðismálum.Kostnaður sem borgar sig Árlega kostar tæpan einn og hálfan milljarð að greina og meðhöndla þá rúmlega hundrað og þrjátíu einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein. Þá er ótalinn sá kostnaður sem til fellur vegna vinnutaps, minni þjóðfélagslegrar framleiðni einstaklinga og afleiður þess fyrir þjóðfélagið. Árlegur kostnaður við skimun hjá skilgreindum aldurshópum hér á Íslandi hefur verið áætlaður um 100 milljónir króna.Áríðandi að hefjast handa Eins og fyrr segir þá samþykkti Alþingi þingsályktun árið 2007 um að hefja skimun og þáverandi heilbrigðisráðherra var falið að undirbúa skimun. Áformað var að hefja skimun í ársbyrjun 2009. Ekki varð úr því en nú vinnur heilbrigðisráðherra að gerð krabbameinsáætlunar. Í raun erum við í sömu sporum hvað þetta varðar og fyrir 30 árum. Það er gríðarlega mikilvægt að ráðist sé í þetta verkefni án tafar. Kallað hefur verið eftir skimun fyrir ristilkrabbameini í áratug. Alþingi hefur ályktað um málið og sýnt hefur verið fram á kostnaðarhagræði auk þess sem hægt verður að bjarga mannslífum og lækka dánartíðni af völdum þessa illvíga sjúkdóms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að hefja skimun á ristil- og endaþarmskrabbameini sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á að slík skimun lækkar dánartíðni hjá körlum um 73 prósent og hjá konum um 82 prósent. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Að meðaltali greinast um 130 einstaklingar með krabbamein í ristli og endaþarmi á hverju ári og 52 deyja úr sjúkdóminum árlega. Ekki er vitað hvers vegna tíðni ristilkrabbameins hefur aukist svona hratt sem raun ber vitni.Eitt algengasta krabbameinið Nýgengi sjúkdómsins fer vaxandi samkvæmt nýlegri spá um nýgengi krabbameina á Norðurlöndum til 2020. Hér á landi er spáð fjölgun greindra tilvika um 85% hjá körlum en um 70% hjá konum. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið í Evrópu skv. nýlegum upplýsingum frá WHO Globocan, en það er hærra nýgengi en nýgengi lungakrabbameins. Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en þeir vega ekki allir jafn þungt. Flest krabbameinanna greinast hjá einstaklingum sem eru komnir yfir fimmtugt. Margir þeirra eru engu að síður á besta aldri þegar áfallið kemur. Árlega greinast um 50 einstaklingar með sjúkdóminn á aldrinum 45-65 ára.Skimun er hagkvæm forvörn Í mörg ár var deilt vel og lengi um réttmæti skimunar (kembileitar) og markvissra forvarna gegn krabbameini í ristli og endaþarmi. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar og niðurstöður þessara rannsókna benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir ristilkrabbameini megi fækka dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms um 15% til 40%. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að leit að þessu krabbameini er hagkvæm forvarnaríhlutun. Þessum sömu aðferðum beita heilbrigðisyfirvöld víða í vaxandi mæli þegar teknar eru ákvarðanir um forgangsröðun í heilbrigðismálum.Kostnaður sem borgar sig Árlega kostar tæpan einn og hálfan milljarð að greina og meðhöndla þá rúmlega hundrað og þrjátíu einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein. Þá er ótalinn sá kostnaður sem til fellur vegna vinnutaps, minni þjóðfélagslegrar framleiðni einstaklinga og afleiður þess fyrir þjóðfélagið. Árlegur kostnaður við skimun hjá skilgreindum aldurshópum hér á Íslandi hefur verið áætlaður um 100 milljónir króna.Áríðandi að hefjast handa Eins og fyrr segir þá samþykkti Alþingi þingsályktun árið 2007 um að hefja skimun og þáverandi heilbrigðisráðherra var falið að undirbúa skimun. Áformað var að hefja skimun í ársbyrjun 2009. Ekki varð úr því en nú vinnur heilbrigðisráðherra að gerð krabbameinsáætlunar. Í raun erum við í sömu sporum hvað þetta varðar og fyrir 30 árum. Það er gríðarlega mikilvægt að ráðist sé í þetta verkefni án tafar. Kallað hefur verið eftir skimun fyrir ristilkrabbameini í áratug. Alþingi hefur ályktað um málið og sýnt hefur verið fram á kostnaðarhagræði auk þess sem hægt verður að bjarga mannslífum og lækka dánartíðni af völdum þessa illvíga sjúkdóms.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun