Frumbyggjaskóli SÞ? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Á ráðstefnunni Arctic Circle í Reykjavík voru fjöldamargir boltar á lofti. Að þessu sinni var sem betur fer lögð meiri áhersla en áður á brýn málefni sem lágt ris var á í fyrra: Umhverfismál og málefni frumbyggja. Áfram komu líka skarpar andstæður í ljós sem munu varða einna mestu um framtíð samfélaga: Gríðarleg áhersla fjárfesta, margra fyrirtækja, stjórnvalda og sumra stofnana á tækifæri á norðurslóðum á aðra hönd en andstaða margra við að of geyst sé farið á hina. Og enn fremur að umhverfismál eigi að vera í forgrunni, ekki auðlindavinnsla eða hröð uppbygging stórfenglegra innviða. Þetta kristallaðist meðal annars í orðum rússnesks talsmanns olíuvinnslu sem sér fyrir sér að 60% olíuforða sem við þörfnumst (að óbreyttum orkukröfum) sé ófundinn og þar af sé stór hluti í norðrinu – og svo aftur orðum bandarísks prófessors sem segir að aðeins megi vinna hluta þeirrar olíu og þess gass, sem vitað er um, ef halda á hlýnuninni innan viðráðanlegra marka. Frumbyggjar áttu sinn höfuðkynningartíma og sagði fulltrúi þeirra að löngu væri kominn tími til þess að við, neytendur sunnan heimskautsbaugs, tækjum til í eigin bakgarði; frumbyggjum hafi liðið ágætlega lengst af en viðhorf þeirra og kunnátta, auk mannréttinda og lífsskilyrða, ættu miklu meira erindi en fram að þessu í verkefnin sem tækifæri og vandamál sóknarinnar til norðurs fælu í sér. Að athuguðu máli lagði ég fram skriflega tillögu til fulltrúa mannréttindaskrifstofu SÞ (Office of UN High Commissioner for Human Rights) á ráðstefnunni og afrit til Norðurslóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins ásamt Skrifstofu auðlinda- og umhverfismála. Tillagan hvetur til þess að komið verði á fót svipaðri námsstofnun í málefnum frumbyggja norðurslóða og hér starfar sem Jarðhitaskóli SÞ (og sams konar skólar í jarðvegs- og fiskveiðimálum). Frumbyggjaskóli væri ætlaður okkur „ekki-frumbyggjum“, jafnt háskólaborgurum sem öðrum, víða um heim til að fræðast um réttindi, menningu og þekkingu fólksins. Hann væri sennilega staðsettur í einhverju hinna norðurskautslandanna, ekki hér. Þannig kæmust mikilvæg viðhorf og kunnátta miklu betur til skila en ella, og styrktu andspyrnuna gegn loftslagsbreytingum, skynsamlega nýtingu auðlinda og nauðsynlega aðlögun að hlýnun sem þegar ógnar allt of mörgu, eins og splunkuný loftslagsskýrsla SÞ ber með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Á ráðstefnunni Arctic Circle í Reykjavík voru fjöldamargir boltar á lofti. Að þessu sinni var sem betur fer lögð meiri áhersla en áður á brýn málefni sem lágt ris var á í fyrra: Umhverfismál og málefni frumbyggja. Áfram komu líka skarpar andstæður í ljós sem munu varða einna mestu um framtíð samfélaga: Gríðarleg áhersla fjárfesta, margra fyrirtækja, stjórnvalda og sumra stofnana á tækifæri á norðurslóðum á aðra hönd en andstaða margra við að of geyst sé farið á hina. Og enn fremur að umhverfismál eigi að vera í forgrunni, ekki auðlindavinnsla eða hröð uppbygging stórfenglegra innviða. Þetta kristallaðist meðal annars í orðum rússnesks talsmanns olíuvinnslu sem sér fyrir sér að 60% olíuforða sem við þörfnumst (að óbreyttum orkukröfum) sé ófundinn og þar af sé stór hluti í norðrinu – og svo aftur orðum bandarísks prófessors sem segir að aðeins megi vinna hluta þeirrar olíu og þess gass, sem vitað er um, ef halda á hlýnuninni innan viðráðanlegra marka. Frumbyggjar áttu sinn höfuðkynningartíma og sagði fulltrúi þeirra að löngu væri kominn tími til þess að við, neytendur sunnan heimskautsbaugs, tækjum til í eigin bakgarði; frumbyggjum hafi liðið ágætlega lengst af en viðhorf þeirra og kunnátta, auk mannréttinda og lífsskilyrða, ættu miklu meira erindi en fram að þessu í verkefnin sem tækifæri og vandamál sóknarinnar til norðurs fælu í sér. Að athuguðu máli lagði ég fram skriflega tillögu til fulltrúa mannréttindaskrifstofu SÞ (Office of UN High Commissioner for Human Rights) á ráðstefnunni og afrit til Norðurslóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins ásamt Skrifstofu auðlinda- og umhverfismála. Tillagan hvetur til þess að komið verði á fót svipaðri námsstofnun í málefnum frumbyggja norðurslóða og hér starfar sem Jarðhitaskóli SÞ (og sams konar skólar í jarðvegs- og fiskveiðimálum). Frumbyggjaskóli væri ætlaður okkur „ekki-frumbyggjum“, jafnt háskólaborgurum sem öðrum, víða um heim til að fræðast um réttindi, menningu og þekkingu fólksins. Hann væri sennilega staðsettur í einhverju hinna norðurskautslandanna, ekki hér. Þannig kæmust mikilvæg viðhorf og kunnátta miklu betur til skila en ella, og styrktu andspyrnuna gegn loftslagsbreytingum, skynsamlega nýtingu auðlinda og nauðsynlega aðlögun að hlýnun sem þegar ógnar allt of mörgu, eins og splunkuný loftslagsskýrsla SÞ ber með sér.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun