Opið bréf til heilbrigðisráðherra Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Ágæti ráðherra. Tilefni þessara bréfaskrifa eru ekki sérlega ánægjuleg. Eins og þú veist manna best þá voru gerðar breytingar á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum og ýmsum öðrum hjálpartækjum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi um síðustu áramót. Við sendum þér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. jafnframt því sem við sendum það til þín í ráðuneytið þitt. Því miður hefur þú ekki látið svo lítið að svara tilskrifum okkar og þykir okkur það ákaflega miður og lítilsvirðing við þá notendur sem í hlut eiga en þeir eiga margir hverjir erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast ósanngjarnri gjaldtöku af hálfu hins opinbera. Eins og við sögðum þér í fyrra bréfi þá hefur þessi gjaldtaka veruleg áhrif á lífskjör hjá fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur og undirbreiðslur að staðaldri. Þegar við skrifuðum þér síðast höfðum við aflað okkur upplýsinga um kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum. Samkvæmt okkar útreikningi áætluðum við að kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum gæti numið 4–5.000 krónum á mánuði. Fyrir einstakling sem einungis hefur örorkulífeyri til framfærslu munar töluvert um 5.000 krónur á mánuði þar sem hann hefur einungis 162.546 krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði. Sanngirnismál Það ætti að vera öllum ljóst að fólk sem komið er af barnsaldri óskar ekki eftir bleyjum til eigin nota nema að það þurfi á þeim að halda. Það er skoðun Landssamtakanna Þroskahjálpar að kostnaður sem tilkominn er vegna fötlunar einstaklings eigi að koma úr sameiginlegum sjóðum. Því sé hér um sanngirnismál að ræða og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands greiði slík hjálpartæki að fullu. Frá því að við skrifuðum þér síðast, Kristján, þá hefur ástandið versnað til muna því krónutalan á bak við 10% kostnaðarhlutdeildina hefur hækkað til muna og kunnum við engar skýringar á því nema væntanlega hækkað verð á bleyjum. Fólk er orðið bæði reitt og áhyggjufullt og finnst þessi gjaldtaka ósanngjörn. Foreldrum stálpaðra fatlaðra barna og fullorðins fólks sem þarf fötlunar sinnar vegna að nota bleyjur dagsdaglega þykir ómaklega að sér vegið. Eða eins og einn faðir sem hafði samband við okkur orðaði það: „Nú eru þeir loksins búnir að finna breiðu bökin, þá sem geta borgað.“ Hann var reiður þessi faðir, mjög reiður, og það er skiljanlegt. Við skorum á þig, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, að endurskoða umrædda reglugerð og færa hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Að lokum viljum við minna þig á fyrri ábendingu okkar er varðar hag fólks sem einungis hefur bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Það er að þær breytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur gert á bótum almannatrygginga hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða og því má fullyrða að hagur þessa fólks hefur versnað frá því sem áður var og ekki er hægt að tala um að hann hafi verið sérstaklega góður fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Tilefni þessara bréfaskrifa eru ekki sérlega ánægjuleg. Eins og þú veist manna best þá voru gerðar breytingar á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum og ýmsum öðrum hjálpartækjum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi um síðustu áramót. Við sendum þér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. jafnframt því sem við sendum það til þín í ráðuneytið þitt. Því miður hefur þú ekki látið svo lítið að svara tilskrifum okkar og þykir okkur það ákaflega miður og lítilsvirðing við þá notendur sem í hlut eiga en þeir eiga margir hverjir erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast ósanngjarnri gjaldtöku af hálfu hins opinbera. Eins og við sögðum þér í fyrra bréfi þá hefur þessi gjaldtaka veruleg áhrif á lífskjör hjá fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur og undirbreiðslur að staðaldri. Þegar við skrifuðum þér síðast höfðum við aflað okkur upplýsinga um kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum. Samkvæmt okkar útreikningi áætluðum við að kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum gæti numið 4–5.000 krónum á mánuði. Fyrir einstakling sem einungis hefur örorkulífeyri til framfærslu munar töluvert um 5.000 krónur á mánuði þar sem hann hefur einungis 162.546 krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði. Sanngirnismál Það ætti að vera öllum ljóst að fólk sem komið er af barnsaldri óskar ekki eftir bleyjum til eigin nota nema að það þurfi á þeim að halda. Það er skoðun Landssamtakanna Þroskahjálpar að kostnaður sem tilkominn er vegna fötlunar einstaklings eigi að koma úr sameiginlegum sjóðum. Því sé hér um sanngirnismál að ræða og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands greiði slík hjálpartæki að fullu. Frá því að við skrifuðum þér síðast, Kristján, þá hefur ástandið versnað til muna því krónutalan á bak við 10% kostnaðarhlutdeildina hefur hækkað til muna og kunnum við engar skýringar á því nema væntanlega hækkað verð á bleyjum. Fólk er orðið bæði reitt og áhyggjufullt og finnst þessi gjaldtaka ósanngjörn. Foreldrum stálpaðra fatlaðra barna og fullorðins fólks sem þarf fötlunar sinnar vegna að nota bleyjur dagsdaglega þykir ómaklega að sér vegið. Eða eins og einn faðir sem hafði samband við okkur orðaði það: „Nú eru þeir loksins búnir að finna breiðu bökin, þá sem geta borgað.“ Hann var reiður þessi faðir, mjög reiður, og það er skiljanlegt. Við skorum á þig, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, að endurskoða umrædda reglugerð og færa hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Að lokum viljum við minna þig á fyrri ábendingu okkar er varðar hag fólks sem einungis hefur bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Það er að þær breytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur gert á bótum almannatrygginga hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða og því má fullyrða að hagur þessa fólks hefur versnað frá því sem áður var og ekki er hægt að tala um að hann hafi verið sérstaklega góður fyrir.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun