Hreppaflutningar og hagsmunir fyrirtækja Ólafur Stephensen skrifar 20. desember 2014 07:00 Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á land virðist framkvæmd af meira kappi en forsjá. Ákveðið var að flytja Fiskistofu til Akureyrar án þess að nokkuð lægi fyrir um hagkvæmni þeirrar ráðstöfunar. Flest bendir til að flutningur stofnunarinnar muni bæði kosta mikið og rekstur hennar verða dýrari fyrir norðan, til dæmis af því að starfsfólkið ætlar ekki með og það kostar mikið að ráða og þjálfa nýtt fólk. Þá hefur engin úttekt verið gerð á faglegum ávinningi flutningsins; hvort Fiskistofa muni geta rækt eftirlits- og þjónustuhlutverk sitt gagnvart atvinnulífinu jafn vel, betur eða verr en áður. Enginn hefur heldur spurt hvort það verði hugsanlega flóknara og dýrara fyrir sjávarútveginn að vera í samskiptum við stofnunina eftir flutning.Þvert á hagræðingarmarkmiðin Nú skjóta upp kollinum nýjar tillögur um flutning opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu, sem eru sama marki brenndar. Ekkert mat á kostnaði, rekstrarhagræði eða faglegum ávinningi liggur að baki óskalista um hreppaflutninga stofnana í þágu meintrar byggðastefnu. Þetta er þvert á ákvæði stjórnarsáttmálans um aukinn aga og sparnað í ríkisfjármálunum, lækkun skatta og niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan hagræðingarhóp, sem á að „velta við hverjum steini“ í leit að möguleikum til að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Á sama tíma starfa nefndir á vegum stjórnvalda við að gera tillögur um dýra og vanhugsaða flutninga stofnana landshorna á milli. Það eru sanngirnisrök fyrir því að landsbyggðin eigi sinn hlut í opinberum rekstri. En þá er hugsanlega nær að setja nýjar stofnanir niður utan höfuðborgarsvæðisins en að flytja rótgróna starfsemi á milli byggðarlaga með tilheyrandi kostnaði og raski.Áhyggjuefni fyrir fyrirtækin Fyrir fyrirtækin í landinu er sérstakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftirlits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífinu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. Verði afleiðingin sú að rekstur þeirra verði óhagkvæmari og dýrari eftir flutning, getur það þýtt þrennt fyrir fyrirtækin sem þurfa að leita til þessara stofnana. Í fyrsta lagi getur orðið dýrara að vera í samskiptum við þær, einfaldlega vegna fjarlægða. Það er ástæða fyrir því að mikill meirihluti fyrirtækja landsins er staðsettur á suðvesturhorninu þar sem flestir búa og sama ástæða fyrir því að þar eru opinberar þjónustustofnanir settar niður. Í öðru lagi er afar líklegt að með hærri rekstrarkostnaði verði tilhneigingin sú að hækka þjónustu- og eftirlitsgjöld á fyrirtæki. Þau eru nógu há og íþyngjandi eins og staðan er núna og engan veginn á þau bætandi. Í þriðja lagi hefur þróunin verið sú hjá hinu opinbera undanfarin ár að hætta að rukka fyrirtæki um gjöld fyrir það eftirlit eða þjónustu sem raunverulega er látið í té og færa gjaldtökuna fremur yfir í skattheimtu, þar sem stofnunum eru markaðir tekjustofnar með því að gera fyrirtækjunum til dæmis að greiða ákveðið hlutfall af veltu í skatt. Dýrari rekstur opinberra eftirlitsstofnana hefði mjög líklega í för með sér hækkun á þessum sköttum. Atvinnulífið á því heimtingu á að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir um að flytja eftirlits- og þjónustustofnanir á milli landshluta án þess að fyrir liggi vönduð greining á hagkvæmni flutningsins, áhrifum á faglegt starf viðkomandi stofnunar og á hagsmuni þeirra sem þurfa eitthvað til hennar að sækja. Annað eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð við framkvæmd opinberrar stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á land virðist framkvæmd af meira kappi en forsjá. Ákveðið var að flytja Fiskistofu til Akureyrar án þess að nokkuð lægi fyrir um hagkvæmni þeirrar ráðstöfunar. Flest bendir til að flutningur stofnunarinnar muni bæði kosta mikið og rekstur hennar verða dýrari fyrir norðan, til dæmis af því að starfsfólkið ætlar ekki með og það kostar mikið að ráða og þjálfa nýtt fólk. Þá hefur engin úttekt verið gerð á faglegum ávinningi flutningsins; hvort Fiskistofa muni geta rækt eftirlits- og þjónustuhlutverk sitt gagnvart atvinnulífinu jafn vel, betur eða verr en áður. Enginn hefur heldur spurt hvort það verði hugsanlega flóknara og dýrara fyrir sjávarútveginn að vera í samskiptum við stofnunina eftir flutning.Þvert á hagræðingarmarkmiðin Nú skjóta upp kollinum nýjar tillögur um flutning opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu, sem eru sama marki brenndar. Ekkert mat á kostnaði, rekstrarhagræði eða faglegum ávinningi liggur að baki óskalista um hreppaflutninga stofnana í þágu meintrar byggðastefnu. Þetta er þvert á ákvæði stjórnarsáttmálans um aukinn aga og sparnað í ríkisfjármálunum, lækkun skatta og niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan hagræðingarhóp, sem á að „velta við hverjum steini“ í leit að möguleikum til að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Á sama tíma starfa nefndir á vegum stjórnvalda við að gera tillögur um dýra og vanhugsaða flutninga stofnana landshorna á milli. Það eru sanngirnisrök fyrir því að landsbyggðin eigi sinn hlut í opinberum rekstri. En þá er hugsanlega nær að setja nýjar stofnanir niður utan höfuðborgarsvæðisins en að flytja rótgróna starfsemi á milli byggðarlaga með tilheyrandi kostnaði og raski.Áhyggjuefni fyrir fyrirtækin Fyrir fyrirtækin í landinu er sérstakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftirlits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífinu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. Verði afleiðingin sú að rekstur þeirra verði óhagkvæmari og dýrari eftir flutning, getur það þýtt þrennt fyrir fyrirtækin sem þurfa að leita til þessara stofnana. Í fyrsta lagi getur orðið dýrara að vera í samskiptum við þær, einfaldlega vegna fjarlægða. Það er ástæða fyrir því að mikill meirihluti fyrirtækja landsins er staðsettur á suðvesturhorninu þar sem flestir búa og sama ástæða fyrir því að þar eru opinberar þjónustustofnanir settar niður. Í öðru lagi er afar líklegt að með hærri rekstrarkostnaði verði tilhneigingin sú að hækka þjónustu- og eftirlitsgjöld á fyrirtæki. Þau eru nógu há og íþyngjandi eins og staðan er núna og engan veginn á þau bætandi. Í þriðja lagi hefur þróunin verið sú hjá hinu opinbera undanfarin ár að hætta að rukka fyrirtæki um gjöld fyrir það eftirlit eða þjónustu sem raunverulega er látið í té og færa gjaldtökuna fremur yfir í skattheimtu, þar sem stofnunum eru markaðir tekjustofnar með því að gera fyrirtækjunum til dæmis að greiða ákveðið hlutfall af veltu í skatt. Dýrari rekstur opinberra eftirlitsstofnana hefði mjög líklega í för með sér hækkun á þessum sköttum. Atvinnulífið á því heimtingu á að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir um að flytja eftirlits- og þjónustustofnanir á milli landshluta án þess að fyrir liggi vönduð greining á hagkvæmni flutningsins, áhrifum á faglegt starf viðkomandi stofnunar og á hagsmuni þeirra sem þurfa eitthvað til hennar að sækja. Annað eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð við framkvæmd opinberrar stefnu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun