Af málfrelsi Ásmundar Friðrikssonar Siggeir F. Ævarsson skrifar 4. mars 2015 14:55 Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni Sjálfstæðismanna, hefur undanfarið verið tíðrætt um tjáningarfrelsi sitt og meinta aðför að því. „Tjáningarfrelsi mitt er fótum troðið,“ fullyrti Ásmundur fullum fetum á Alþingi. Fyrir framan allt löggjafarvald þjóðarinnar, myndavélar sem sendu tjáningu hans beint í sjónvörp og tölvur um land allt, og fyrir framan fólk sem hefur það að starfi að punkta nákvæmlega niður allt sem Ásmundur segir og skrá það og varðveita. Þar sem enginn getur mótmælt orðum hans og þau munu standa um aldir alda. Þetta er vægast sagt undarleg túlkun á tjáningarfrelsinu. Í tjáningarfrelsinu felst vissulega réttur til að segja hvað sem er, hversu heimskulegt, órökrétt, íhaldssamt eða fornfálegt það kann að vera. Í tjáningarfrelsinu felst aftur á móti enginn réttur til að halda þessum skoðunum fram óáreittur og gagnrýnislaust. Ef Ásmundi finnst virkir í athugasemdum vera að vega ómaklega að sér ætti hann kannski að leita sér að annarri vinnu. Ásmundur segir að við þurfum að taka umræðuna og hann sé aðeins að spyrja spurninga. En þegar spurningarnar eru bæði gildishlaðnar og leiðandi eru þær ekki lengur spurningar heldur illa dulbúnar fullyrðingar, til þess eins ætlaðar að sá fræjum fordóma, ótta og sundrungar. „Þeir sem vekja athygli á hættunni sem steðjar að nágrannalöndum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni,“ sagði Ásmundur. Í þeim löndum sem tjáningarfrelsið er raunverulega fótum troðið eru menn bókstaflega skotnir eða stungið í fangelsi. Að halda því fram að tjáningarfrelsi íslenskra alþingismanna sé á einhvern hátt takmarkað er hrein og bein móðgun við alla þá einstaklinga sem hafa týnt lífinu eða dúsa í fangelsi vegna orða sinna sem voru yfirvöldum ekki þóknanleg. Mér er það mjög til efs að Ásmundur sé svo illa gefinn að hann skilji ekki hvernig málfrelsið virkar, þó svo að ég geti auðvitað ekki útilokað það. Líklegra þykir mér að að baki þessum málflutningi liggi annarlegar hvatir. Tilraun til að höfða til lægsta samnefnara mannlegrar lágkúru. En kannski er þetta rétt hjá Ásmundi, kannski þurfum við að taka þessa umræðu og ræða um hryðjuverkaógnir á Íslandi. Við getum þá byrjað á því að ræða að síðasta tilraun til hryðjuverks á Íslandi var gerð af innfæddum Íslendingi sem ætlaði að drepa forsætisráðherra Samfylkingarinnar með heimagerðri sprengju. Það er kannski kominn tími til að bakgrunnur andstæðinga Evrópusambandsins verði kannaður með forvirkum rannsóknarheimildum?Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum Sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni Sjálfstæðismanna, hefur undanfarið verið tíðrætt um tjáningarfrelsi sitt og meinta aðför að því. „Tjáningarfrelsi mitt er fótum troðið,“ fullyrti Ásmundur fullum fetum á Alþingi. Fyrir framan allt löggjafarvald þjóðarinnar, myndavélar sem sendu tjáningu hans beint í sjónvörp og tölvur um land allt, og fyrir framan fólk sem hefur það að starfi að punkta nákvæmlega niður allt sem Ásmundur segir og skrá það og varðveita. Þar sem enginn getur mótmælt orðum hans og þau munu standa um aldir alda. Þetta er vægast sagt undarleg túlkun á tjáningarfrelsinu. Í tjáningarfrelsinu felst vissulega réttur til að segja hvað sem er, hversu heimskulegt, órökrétt, íhaldssamt eða fornfálegt það kann að vera. Í tjáningarfrelsinu felst aftur á móti enginn réttur til að halda þessum skoðunum fram óáreittur og gagnrýnislaust. Ef Ásmundi finnst virkir í athugasemdum vera að vega ómaklega að sér ætti hann kannski að leita sér að annarri vinnu. Ásmundur segir að við þurfum að taka umræðuna og hann sé aðeins að spyrja spurninga. En þegar spurningarnar eru bæði gildishlaðnar og leiðandi eru þær ekki lengur spurningar heldur illa dulbúnar fullyrðingar, til þess eins ætlaðar að sá fræjum fordóma, ótta og sundrungar. „Þeir sem vekja athygli á hættunni sem steðjar að nágrannalöndum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni,“ sagði Ásmundur. Í þeim löndum sem tjáningarfrelsið er raunverulega fótum troðið eru menn bókstaflega skotnir eða stungið í fangelsi. Að halda því fram að tjáningarfrelsi íslenskra alþingismanna sé á einhvern hátt takmarkað er hrein og bein móðgun við alla þá einstaklinga sem hafa týnt lífinu eða dúsa í fangelsi vegna orða sinna sem voru yfirvöldum ekki þóknanleg. Mér er það mjög til efs að Ásmundur sé svo illa gefinn að hann skilji ekki hvernig málfrelsið virkar, þó svo að ég geti auðvitað ekki útilokað það. Líklegra þykir mér að að baki þessum málflutningi liggi annarlegar hvatir. Tilraun til að höfða til lægsta samnefnara mannlegrar lágkúru. En kannski er þetta rétt hjá Ásmundi, kannski þurfum við að taka þessa umræðu og ræða um hryðjuverkaógnir á Íslandi. Við getum þá byrjað á því að ræða að síðasta tilraun til hryðjuverks á Íslandi var gerð af innfæddum Íslendingi sem ætlaði að drepa forsætisráðherra Samfylkingarinnar með heimagerðri sprengju. Það er kannski kominn tími til að bakgrunnur andstæðinga Evrópusambandsins verði kannaður með forvirkum rannsóknarheimildum?Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum Sjálfstæðismaður.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun