Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2015 17:10 Kristín segir að ástandið sé óviðunandi. vísir/vilhelm/facebook „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC, en það stefnir í skort á ferskum kjúklingi á landinu vegna verkfalls félagsmann BHM í Dýralækningafélagi Íslands sem veit ekki á gott fyrir kjúklingastaði landsins. Kristín segir að eins og staðan sé í dag eigi fyrirtækið kjöt fram á sunnudag. „Þannig er staðan í dag, en þetta getur vissulega breyst frá degi til dags. Ég veit bara stöðuna eins og hún er nákvæmlega núna. Núna er ekkert ferskt kjöt til, það hefur ekki verið til í tvær vikur. Þetta er allt frosið og bara birgðir frá kjúklingaframleiðendum.“ Hún segir að lokað sé á KFC á Selfossi í dag og á morgun vegna verkfalls.Sjá einnig: Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér„Það er í raun bara jákvætt fyrir okkur, eins einkennilegt og það hljómar. Við reynum ekki einu sinni að semja, við græðum ekkert á því. Þannig að það er lokað þar í tvo daga í þessari viku, einn dag í síðustu viku og væntanlega tvo daga í næstu viku.“ Framkvæmdarstjórinn segir að ekki sé hægt að auglýsa veitingarstaðinn.Óviðunandi ástand „Þetta er mikið högg fyrir okkur. Við erum ekkert að gera það sem við erum vön að gera, að auglýsa staðina okkar. Við bara getum það ekki, við viljum ekki auka álagið,“ segir Kristín og ítrekar að maímánuðir sé vanalega virkilega góður mánuður hjá KFC.En getur fólk treyst því að fá sinn þynnkumat á laugardag og sunnudag?„Já, það er hægt að treysta því. Auðvitað er þetta óviðunandi ástand, á þessum tímum, að þetta sé leiðin sem sé beitt,“ segir Kristín sem getur ekki svarað hvort þurfi að loka öllum stöðum KFC á mánudaginn. „Ég veit bara frá degi til dags. Það er bara verið að fara yfir birgðastöðuna. Ég veit það fyrir víst að ég mun ekki eiga neina bita á mánudaginn, bara borgara og lundir.“ Verkfall 2016 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC, en það stefnir í skort á ferskum kjúklingi á landinu vegna verkfalls félagsmann BHM í Dýralækningafélagi Íslands sem veit ekki á gott fyrir kjúklingastaði landsins. Kristín segir að eins og staðan sé í dag eigi fyrirtækið kjöt fram á sunnudag. „Þannig er staðan í dag, en þetta getur vissulega breyst frá degi til dags. Ég veit bara stöðuna eins og hún er nákvæmlega núna. Núna er ekkert ferskt kjöt til, það hefur ekki verið til í tvær vikur. Þetta er allt frosið og bara birgðir frá kjúklingaframleiðendum.“ Hún segir að lokað sé á KFC á Selfossi í dag og á morgun vegna verkfalls.Sjá einnig: Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér„Það er í raun bara jákvætt fyrir okkur, eins einkennilegt og það hljómar. Við reynum ekki einu sinni að semja, við græðum ekkert á því. Þannig að það er lokað þar í tvo daga í þessari viku, einn dag í síðustu viku og væntanlega tvo daga í næstu viku.“ Framkvæmdarstjórinn segir að ekki sé hægt að auglýsa veitingarstaðinn.Óviðunandi ástand „Þetta er mikið högg fyrir okkur. Við erum ekkert að gera það sem við erum vön að gera, að auglýsa staðina okkar. Við bara getum það ekki, við viljum ekki auka álagið,“ segir Kristín og ítrekar að maímánuðir sé vanalega virkilega góður mánuður hjá KFC.En getur fólk treyst því að fá sinn þynnkumat á laugardag og sunnudag?„Já, það er hægt að treysta því. Auðvitað er þetta óviðunandi ástand, á þessum tímum, að þetta sé leiðin sem sé beitt,“ segir Kristín sem getur ekki svarað hvort þurfi að loka öllum stöðum KFC á mánudaginn. „Ég veit bara frá degi til dags. Það er bara verið að fara yfir birgðastöðuna. Ég veit það fyrir víst að ég mun ekki eiga neina bita á mánudaginn, bara borgara og lundir.“
Verkfall 2016 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira