Á að selja áfengi í matvörubúðum? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 17. september 2015 07:00 Á Íslandi hefur ríkt íhaldssöm áfengisstefna. Til merkis um það, þá var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Árið áður 1988 var neysla hvers Íslendings (18 ára og eldri) af áfengi 4,53 lítrar. Árið 2007 náði neysla áfengis ákveðnu hámarki eða 7,53 l á hvern einstakling. Því má álykta að með tilkomu bjórsins hafi áfengisneysla aukist töluvert. Á síðasta ári var áfengisneysla 7,18 l á hvern Íslending. Áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Að neyta áfengis er ekki það sama og neyta gosdrykkjar eða mjólkur. Áfengi er vímugjafi og á að mínu mati ekkert erindi inn í stórmarkaði, heldur ætti vegna eðlis og skaðsemi þess að hindra sem mest aðgengi að áfengi. Helstu þættir áfengisvarnastefnu opinberra aðila eru og hafa verið öflugar forvarnir, hár áfengiskaupaaldur, háir áfengisskattar og takmarkað aðgengi að áfengi. Áfengisforvarnir hafa í gegnum tíðina verið mjög öflugar, bæði af hálfu opinberra aðila og félagasamtaka eins og SÁÁ, íþróttahreyfingarinnar og góðtemplarareglunnar. Áfengiskaupaaldur hefur verið hærri á Íslandi m.v. önnur lönd sem við berum okkur saman við. Það eru helst Svíþjóð og Finnland sem hafa sömu aldurstakmörk og Ísland. Áfengissala hefur verið undir stjórn ríkisins síðan áfengisbannið var afnumið að hluta árið 1922. Í dag rekur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 48 vínbúðir um allt land, sem tryggir nægilegt aðgengi að áfengi. Ef einni stoð af þeim fjórum sem áfengisstefna stjórnvalda byggist á yrði breytt mun afleiðingin verða meiri áfengisneysla. Sú aukning mun leiða til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu og stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu þurfa að eyða meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Í nýlegri sænskri rannsókn var rannsakað hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstur myndi aukast, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund.[1] Í sumar dvaldist ég í Frakklandi. Ég skoðaði áfengisúrval í einum stórmarkaði. Áfengi var sú vara sem fékk mesta rýmið innan stórmarkaðarins. Bara hillurnar með áfengi voru 130 metrar á lengd! Í þessum stórmarkaði þurfti maður að ganga fram hjá áfenginu til að komast að mjólkurvörunum! Ekki mæli ég með þeirri þróun í stórmörkuðum hér á landi. Viðhöldum sama fyrirkomulagi Er ástæða til að breyta um stefnu? Nei. Við eigum að viðhalda sama fyrirkomulagi um sölu á áfengi eins og er í dag. Ég veit ekki annað en að Íslendingar séu sáttir með þá stefnu sem hefur ríkt í áfengismálum og því tel ég að við eigum að halda í okkar íhaldssömu stefnu í áfengismálum. Hún hefur reynst ágætlega og sem dæmi um árangur má benda á niðurstöður rannsókna um vímuefnanotkun unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi 1997-2013.[2] Sú könnun sýndi að árið 1997 höfðu um 50% allra nemenda í 10. bekk neytt áfengis einu sinni eða oftar síðustu 30 daga. Þetta hlutfall var komið í 11% árið 2013. Mín skoðun er sú að við eigum að viðhalda okkar íhaldssömu stefnu í áfengisvörnum sem við höfum haft undanfarna áratugi. Að mínu mati á ekki að selja áfengi í matvöruverslunum því það mun leiða til aukinnar áfengisneyslu. [1] Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden. T. Norström, T. Miller, H. Holder, E. Österberg, M. Ramstedt, I.Rossow, T. Stockwell. [2] http://www.rannsoknir.is/media/rg/skjol/Throun-vimuefnaneyslu-ungmenna-a-Islandi-1997-til-2013-L.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur ríkt íhaldssöm áfengisstefna. Til merkis um það, þá var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Árið áður 1988 var neysla hvers Íslendings (18 ára og eldri) af áfengi 4,53 lítrar. Árið 2007 náði neysla áfengis ákveðnu hámarki eða 7,53 l á hvern einstakling. Því má álykta að með tilkomu bjórsins hafi áfengisneysla aukist töluvert. Á síðasta ári var áfengisneysla 7,18 l á hvern Íslending. Áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Að neyta áfengis er ekki það sama og neyta gosdrykkjar eða mjólkur. Áfengi er vímugjafi og á að mínu mati ekkert erindi inn í stórmarkaði, heldur ætti vegna eðlis og skaðsemi þess að hindra sem mest aðgengi að áfengi. Helstu þættir áfengisvarnastefnu opinberra aðila eru og hafa verið öflugar forvarnir, hár áfengiskaupaaldur, háir áfengisskattar og takmarkað aðgengi að áfengi. Áfengisforvarnir hafa í gegnum tíðina verið mjög öflugar, bæði af hálfu opinberra aðila og félagasamtaka eins og SÁÁ, íþróttahreyfingarinnar og góðtemplarareglunnar. Áfengiskaupaaldur hefur verið hærri á Íslandi m.v. önnur lönd sem við berum okkur saman við. Það eru helst Svíþjóð og Finnland sem hafa sömu aldurstakmörk og Ísland. Áfengissala hefur verið undir stjórn ríkisins síðan áfengisbannið var afnumið að hluta árið 1922. Í dag rekur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 48 vínbúðir um allt land, sem tryggir nægilegt aðgengi að áfengi. Ef einni stoð af þeim fjórum sem áfengisstefna stjórnvalda byggist á yrði breytt mun afleiðingin verða meiri áfengisneysla. Sú aukning mun leiða til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu og stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu þurfa að eyða meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Í nýlegri sænskri rannsókn var rannsakað hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstur myndi aukast, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund.[1] Í sumar dvaldist ég í Frakklandi. Ég skoðaði áfengisúrval í einum stórmarkaði. Áfengi var sú vara sem fékk mesta rýmið innan stórmarkaðarins. Bara hillurnar með áfengi voru 130 metrar á lengd! Í þessum stórmarkaði þurfti maður að ganga fram hjá áfenginu til að komast að mjólkurvörunum! Ekki mæli ég með þeirri þróun í stórmörkuðum hér á landi. Viðhöldum sama fyrirkomulagi Er ástæða til að breyta um stefnu? Nei. Við eigum að viðhalda sama fyrirkomulagi um sölu á áfengi eins og er í dag. Ég veit ekki annað en að Íslendingar séu sáttir með þá stefnu sem hefur ríkt í áfengismálum og því tel ég að við eigum að halda í okkar íhaldssömu stefnu í áfengismálum. Hún hefur reynst ágætlega og sem dæmi um árangur má benda á niðurstöður rannsókna um vímuefnanotkun unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi 1997-2013.[2] Sú könnun sýndi að árið 1997 höfðu um 50% allra nemenda í 10. bekk neytt áfengis einu sinni eða oftar síðustu 30 daga. Þetta hlutfall var komið í 11% árið 2013. Mín skoðun er sú að við eigum að viðhalda okkar íhaldssömu stefnu í áfengisvörnum sem við höfum haft undanfarna áratugi. Að mínu mati á ekki að selja áfengi í matvöruverslunum því það mun leiða til aukinnar áfengisneyslu. [1] Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden. T. Norström, T. Miller, H. Holder, E. Österberg, M. Ramstedt, I.Rossow, T. Stockwell. [2] http://www.rannsoknir.is/media/rg/skjol/Throun-vimuefnaneyslu-ungmenna-a-Islandi-1997-til-2013-L.pdf
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun