Tollalækkun til neytenda? Skjóðan skrifar 23. september 2015 12:00 Nýtt samkomulag milli Íslands og ESB um gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörur gefur von um nýja tíma fyrir íslenska neytendur og framleiðendur. Ísland fellir niður tolla á 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á 20 til viðbótar. Þetta þýðir að tollar á unnar landbúnaðarvörur, aðrar en jógúrt, falla niður. ESB fellir líka niður tolla á íslenskar landbúnaðarvörur. Þessu til viðbótar er samkomulag um að báðir aðilar auka verulega tollfrjálsa innflutningskvóta m.a. fyrir ýmsar kjöttegundir og osta. Þetta kemur til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma fram til ársins 2020. ESB eykur verulega tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir íslenskt skyr, smjör og lambakjöt auk þess sem það opnar nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost frá Íslandi. Ljóst er að tollalækkunin á unnum landbúnaðarvörum mun skila sér í vasa íslenskra neytenda. Súkkulaði, pitsur, pasta, bökunarvörur og fleiri unnar landbúnaðarvörur munu lækka í verði. Þá er einnig ljóst að opnunin inn á ESB-markað skapar spennandi tækifæri fyrir íslenska framleiðendur. Það vekur athygli að Ísland skuli fella niður tolla á allar unnar landbúnaðarvörur aðrar en jógúrt. Vart verður það skilið á annan hátt en að hugur íslenskra stjórnvalda standi nær framleiðendum en neytendum. Mjólkursamsalan og KEA eiga mikilla hagsmuna að gæta á innanlandsmarkaði með skyr, jógúrt og fleiri vörur, sem myndu mæta aukinni samkeppni ef tollar á innfluttri jógúrt yrðu aflagðir. Ekki er víst að neytendur njóti stækkunar á tollfrjálsum innflutningskvótum ýmissa kjöttegunda og osta. Með samningnum eru slíkir kvótar auknir stórlega en ná samt ekki nema rétt að skríða upp í 10-15 prósent af heildarneyslu þessara vara hér á landi miðað við neysluna árið 2011. Heildarneyslan hefur þegar aukist verulega frá þeim tíma, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna, og mun fyrirsjáanlega aukast enn fram til 2020 þegar stækkun innflutningskvóta verður að fullu komin til framkvæmda. Þá hræða sporin þegar kemur að innflutningskvótum á landbúnaðarvörur. Í orði kveðnu eiga slíkir kvótar að stuðla að lægra vöruverði til neytenda en íslensk stjórnvöld hafa undantekningalítið boðið kvótana upp og selt hæstbjóðanda. Iðulega hafa hæstbjóðendur verið íslenskir framleiðendur sem hagsmuni hafa af því að innflutningur lækki ekki vöruverð til neytenda. Einnig hafa verið brögð að því að framleiðendur kaupi innflutningskvóta dýrum dómum til þess eins að koma í veg fyrir innflutning. Neytendur hafa setið eftir með sárt ennið og goldið fyrir kvótakaup framleiðenda með hærra vöruverði og takmörkuðu vöruúrvali. Stjórnvöld gefa útgerðinni kvótann í sjónum en sá kvóti sem getur lækkað vöruverð til neytenda er boðinn upp og seldur hæstbjóðanda.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Nýtt samkomulag milli Íslands og ESB um gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörur gefur von um nýja tíma fyrir íslenska neytendur og framleiðendur. Ísland fellir niður tolla á 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á 20 til viðbótar. Þetta þýðir að tollar á unnar landbúnaðarvörur, aðrar en jógúrt, falla niður. ESB fellir líka niður tolla á íslenskar landbúnaðarvörur. Þessu til viðbótar er samkomulag um að báðir aðilar auka verulega tollfrjálsa innflutningskvóta m.a. fyrir ýmsar kjöttegundir og osta. Þetta kemur til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma fram til ársins 2020. ESB eykur verulega tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir íslenskt skyr, smjör og lambakjöt auk þess sem það opnar nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost frá Íslandi. Ljóst er að tollalækkunin á unnum landbúnaðarvörum mun skila sér í vasa íslenskra neytenda. Súkkulaði, pitsur, pasta, bökunarvörur og fleiri unnar landbúnaðarvörur munu lækka í verði. Þá er einnig ljóst að opnunin inn á ESB-markað skapar spennandi tækifæri fyrir íslenska framleiðendur. Það vekur athygli að Ísland skuli fella niður tolla á allar unnar landbúnaðarvörur aðrar en jógúrt. Vart verður það skilið á annan hátt en að hugur íslenskra stjórnvalda standi nær framleiðendum en neytendum. Mjólkursamsalan og KEA eiga mikilla hagsmuna að gæta á innanlandsmarkaði með skyr, jógúrt og fleiri vörur, sem myndu mæta aukinni samkeppni ef tollar á innfluttri jógúrt yrðu aflagðir. Ekki er víst að neytendur njóti stækkunar á tollfrjálsum innflutningskvótum ýmissa kjöttegunda og osta. Með samningnum eru slíkir kvótar auknir stórlega en ná samt ekki nema rétt að skríða upp í 10-15 prósent af heildarneyslu þessara vara hér á landi miðað við neysluna árið 2011. Heildarneyslan hefur þegar aukist verulega frá þeim tíma, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna, og mun fyrirsjáanlega aukast enn fram til 2020 þegar stækkun innflutningskvóta verður að fullu komin til framkvæmda. Þá hræða sporin þegar kemur að innflutningskvótum á landbúnaðarvörur. Í orði kveðnu eiga slíkir kvótar að stuðla að lægra vöruverði til neytenda en íslensk stjórnvöld hafa undantekningalítið boðið kvótana upp og selt hæstbjóðanda. Iðulega hafa hæstbjóðendur verið íslenskir framleiðendur sem hagsmuni hafa af því að innflutningur lækki ekki vöruverð til neytenda. Einnig hafa verið brögð að því að framleiðendur kaupi innflutningskvóta dýrum dómum til þess eins að koma í veg fyrir innflutning. Neytendur hafa setið eftir með sárt ennið og goldið fyrir kvótakaup framleiðenda með hærra vöruverði og takmörkuðu vöruúrvali. Stjórnvöld gefa útgerðinni kvótann í sjónum en sá kvóti sem getur lækkað vöruverð til neytenda er boðinn upp og seldur hæstbjóðanda.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira