Allir verða að græða á kostnað Jóns og Gunnu Skjóðan skrifar 30. september 2015 07:00 Staða húsnæðismála hér á landi er óbærileg. Mikill skortur er á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og það húsnæði, sem í boði er, hentar illa. Mikil eftirspurn er eftir litlum íbúðum fyrir ungt fólk en flestar litlar íbúðir sem koma á markað eru seldar til fasteignafyrirtækja, sem leigja þær út til ferðamanna. Verð á litlum íbúðum í miðborg Reykjavíkur er óheyrilega hátt. Leiguverð í miðborginni hefur rokið upp á skömmum tíma og venjulegt fólk hefur ekki efni á að borga leigu. Í auknum mæli neyðist fólk til að flytja á jaðarsvæði og þannig hefur fasteignabóla í miðborginni þau áhrif að fasteigna- og leiguverð fjarri miðborginni hækkar í kjölfarið. Við erum komin í þá einkennilegu stöðu að fasteigna- og leiguverð er himinhátt á sama tíma og vextir og fjármagnskostnaður er í hæstu hæðum. Lögmál hagfræðinnar segja okkur að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir húsnæði en einhvern veginn virðast þau lögmál ekki virka hér á landi. Það er ekkert skrítið, enda er ekkert venjulegt ástand í íslenska hagkerfinu og á íslenska húsnæðismarkaðinum. Engin löggjöf er til staðar, eða regluverk, sem leggur grunn að heilbrigðum leigumarkaði sem býður upp á langtímaleigu og húsnæðisöryggi í leiguhúsnæði. Af þeim sökum er eina raunhæfa leiðin til að öðlast húsnæðisöryggi að kaupa. Þá vandast málið. Verð á íbúðum er hátt og kröfur um eigið fé kaupenda eru ríkar. Greiðslumat, eins og það er framkvæmt hjá íslenskum bönkum, virðist vera farartálmi sem jafnast á við nálaraugað fyrir úlfaldann. Séreignarstefnan í landi sem býður fólki upp á ánauð verðtryggingar og svera raunvexti þar ofan á er tálsýn. Til að bæta gráu ofan á svart verður ekki betur séð en ýmsar kröfur sem sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gera til frágangs og búnaðar íbúða geri það að verkum að byggingarkostnaður er hærri en hann þyrfti að vera. Þessu til viðbótar er lóðasala orðin mikilvæg tekjulind stærstu sveitarfélaganna og lóðir eru seldar hæstbjóðendum í stað þess að sveitarfélög tryggi stöðugt framboð af ódýrum lóðum inn á markaðinn. Það getur aldrei farið saman að lágmarka byggingarkostnað og hámarka tekjur sveitarfélaga af lóðasölu. Ekki er nóg að setja upp sorgarsvip og lýsa áhyggjum sínum af slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Sé ráðamönnum alvara með að leysa vandann verða þeir að ráðast gegn lóðaverði sveitarfélaga, gefa kost á byggingu ódýrra íbúða, afnema verðtryggingu og koma böndum á vaxtafárið. Það verður einhvern tímann að hugsa um Jón og Gunnu en ekki bara banka og fjármálaöfl. Skjóðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Staða húsnæðismála hér á landi er óbærileg. Mikill skortur er á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og það húsnæði, sem í boði er, hentar illa. Mikil eftirspurn er eftir litlum íbúðum fyrir ungt fólk en flestar litlar íbúðir sem koma á markað eru seldar til fasteignafyrirtækja, sem leigja þær út til ferðamanna. Verð á litlum íbúðum í miðborg Reykjavíkur er óheyrilega hátt. Leiguverð í miðborginni hefur rokið upp á skömmum tíma og venjulegt fólk hefur ekki efni á að borga leigu. Í auknum mæli neyðist fólk til að flytja á jaðarsvæði og þannig hefur fasteignabóla í miðborginni þau áhrif að fasteigna- og leiguverð fjarri miðborginni hækkar í kjölfarið. Við erum komin í þá einkennilegu stöðu að fasteigna- og leiguverð er himinhátt á sama tíma og vextir og fjármagnskostnaður er í hæstu hæðum. Lögmál hagfræðinnar segja okkur að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir húsnæði en einhvern veginn virðast þau lögmál ekki virka hér á landi. Það er ekkert skrítið, enda er ekkert venjulegt ástand í íslenska hagkerfinu og á íslenska húsnæðismarkaðinum. Engin löggjöf er til staðar, eða regluverk, sem leggur grunn að heilbrigðum leigumarkaði sem býður upp á langtímaleigu og húsnæðisöryggi í leiguhúsnæði. Af þeim sökum er eina raunhæfa leiðin til að öðlast húsnæðisöryggi að kaupa. Þá vandast málið. Verð á íbúðum er hátt og kröfur um eigið fé kaupenda eru ríkar. Greiðslumat, eins og það er framkvæmt hjá íslenskum bönkum, virðist vera farartálmi sem jafnast á við nálaraugað fyrir úlfaldann. Séreignarstefnan í landi sem býður fólki upp á ánauð verðtryggingar og svera raunvexti þar ofan á er tálsýn. Til að bæta gráu ofan á svart verður ekki betur séð en ýmsar kröfur sem sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gera til frágangs og búnaðar íbúða geri það að verkum að byggingarkostnaður er hærri en hann þyrfti að vera. Þessu til viðbótar er lóðasala orðin mikilvæg tekjulind stærstu sveitarfélaganna og lóðir eru seldar hæstbjóðendum í stað þess að sveitarfélög tryggi stöðugt framboð af ódýrum lóðum inn á markaðinn. Það getur aldrei farið saman að lágmarka byggingarkostnað og hámarka tekjur sveitarfélaga af lóðasölu. Ekki er nóg að setja upp sorgarsvip og lýsa áhyggjum sínum af slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Sé ráðamönnum alvara með að leysa vandann verða þeir að ráðast gegn lóðaverði sveitarfélaga, gefa kost á byggingu ódýrra íbúða, afnema verðtryggingu og koma böndum á vaxtafárið. Það verður einhvern tímann að hugsa um Jón og Gunnu en ekki bara banka og fjármálaöfl.
Skjóðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira