Hagsmunaátök í stað lagareglna? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 8. október 2015 07:00 Gamall kennari minn úr menntaskóla, Tryggvi Gíslason, sendir mér orðsendingu í Fréttablaðinu 6. október vegna greinar sem ég skrifaði nýverið um val á nýjum dómurum og sjónarmið sem ég tel að hljóti að verða lögð til grundvallar við val þeirra. Þar lagði ég áherslu á hæfni í lögfræði, það er að segja hæfni til að dæma mál eftir lagareglum og öðrum réttarheimildum. Kynferði umsækjenda eigi ekki að skipta neinu máli enda hljóti menn að iðka sömu lögfræði án tillits til þess hvort þeir eru karlar eða konur. Málsúrslit eigi að verða hin sömu hvers kyns sem dómarinn er. Tryggvi mótmælir þessu. Segja má að sjónarmiðinu sem hann teflir fram í grein sinni verði best lýst með eftirfarandi orðréttri tilvitnun í greinina: „Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.“ Ágreiningurinn liggur þá í því að Tryggvi telur að ekki eigi að komast að niðurstöðum í dómsmálum með beitingu réttarheimilda, heldur eigi þar að fara fram einhvers konar hagsmunaátök milli „ólíkra viðhorfa“. Mikið er ég glaður yfir því að Tryggvi skyldi ekki kenna mér lögfræði í gamla daga því ekki er víst að ég hefði nokkurn tíma beðið þess bætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Gamall kennari minn úr menntaskóla, Tryggvi Gíslason, sendir mér orðsendingu í Fréttablaðinu 6. október vegna greinar sem ég skrifaði nýverið um val á nýjum dómurum og sjónarmið sem ég tel að hljóti að verða lögð til grundvallar við val þeirra. Þar lagði ég áherslu á hæfni í lögfræði, það er að segja hæfni til að dæma mál eftir lagareglum og öðrum réttarheimildum. Kynferði umsækjenda eigi ekki að skipta neinu máli enda hljóti menn að iðka sömu lögfræði án tillits til þess hvort þeir eru karlar eða konur. Málsúrslit eigi að verða hin sömu hvers kyns sem dómarinn er. Tryggvi mótmælir þessu. Segja má að sjónarmiðinu sem hann teflir fram í grein sinni verði best lýst með eftirfarandi orðréttri tilvitnun í greinina: „Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.“ Ágreiningurinn liggur þá í því að Tryggvi telur að ekki eigi að komast að niðurstöðum í dómsmálum með beitingu réttarheimilda, heldur eigi þar að fara fram einhvers konar hagsmunaátök milli „ólíkra viðhorfa“. Mikið er ég glaður yfir því að Tryggvi skyldi ekki kenna mér lögfræði í gamla daga því ekki er víst að ég hefði nokkurn tíma beðið þess bætur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar