Konur og aðrir sólbaðsstofunuddarar – taka þrjú Tryggvi Gíslason skrifar 13. október 2015 07:00 Jón Steinar Gunnlausson er við sama heygarðshornið í Fréttablaðinu í gær og reynir nú að fela sig á bak við kenningar lögfræðinnar um réttarheimildir. Athugasemdir mínar fjölluðu ekki um ákvæði stjórnarskrár um réttarheimildir og að sjálfsögðu eiga dómstólar að leysa úr réttarágreiningi milli manna með því að dæma að lögum. Á stundum þurfum við kennarar að endurtaka fyrir nemendum sem geta ekki – eða vilja ekki skilja það sem við þá er sagt. Af þeim sökum verð ég að endurtaka þrjú meginatriði í málflutningi mínum í deilum okkar Jóns Steinars: Í fyrsta lagi: Krafa nútíma lýðræðis, þar sem jafnrétti á öllum sviðum er hornsteinninn, er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð þegna lýðræðissamfélags er ráðin – til jafns við karlmenn. Í öðru lagi: Það er rangt að bera saman lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðsstofunuddara annars vegar og konur hins vegar, eins og Jóns Steinar gerir. Konur eru menn – ekki starfsstétt. Í þriðja lagi: Landslög eru mannasetningar – ekki óskeikul guðs lög, enda þótt lögin verði að vera forsenda fyrir starfi dómstóla. En vegna þess að lögin eru ekki óskeikul fæst lagalega rétt niðurstaða ekki alltaf – skoðanir á túlkun laganna eru skiptar og hin lagalega rétta niðurstaða er ekki aðeins ein, eins og Jón Steinar heldur fram. Það er líka þess vegna sem Jón Steinar, fyrrverandi hæstaréttardómari, gerir athugasemdir í rammagrein í miðopnu Morgunblaðsins í gær við niðurstöður Hæstaréttar sl. fimmtudag í máli gegn fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlausson er við sama heygarðshornið í Fréttablaðinu í gær og reynir nú að fela sig á bak við kenningar lögfræðinnar um réttarheimildir. Athugasemdir mínar fjölluðu ekki um ákvæði stjórnarskrár um réttarheimildir og að sjálfsögðu eiga dómstólar að leysa úr réttarágreiningi milli manna með því að dæma að lögum. Á stundum þurfum við kennarar að endurtaka fyrir nemendum sem geta ekki – eða vilja ekki skilja það sem við þá er sagt. Af þeim sökum verð ég að endurtaka þrjú meginatriði í málflutningi mínum í deilum okkar Jóns Steinars: Í fyrsta lagi: Krafa nútíma lýðræðis, þar sem jafnrétti á öllum sviðum er hornsteinninn, er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð þegna lýðræðissamfélags er ráðin – til jafns við karlmenn. Í öðru lagi: Það er rangt að bera saman lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðsstofunuddara annars vegar og konur hins vegar, eins og Jóns Steinar gerir. Konur eru menn – ekki starfsstétt. Í þriðja lagi: Landslög eru mannasetningar – ekki óskeikul guðs lög, enda þótt lögin verði að vera forsenda fyrir starfi dómstóla. En vegna þess að lögin eru ekki óskeikul fæst lagalega rétt niðurstaða ekki alltaf – skoðanir á túlkun laganna eru skiptar og hin lagalega rétta niðurstaða er ekki aðeins ein, eins og Jón Steinar heldur fram. Það er líka þess vegna sem Jón Steinar, fyrrverandi hæstaréttardómari, gerir athugasemdir í rammagrein í miðopnu Morgunblaðsins í gær við niðurstöður Hæstaréttar sl. fimmtudag í máli gegn fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar