Foreldrar og sjálfsmynd barna Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 21. október 2015 14:45 Forvarnarvikan „Vika 43” er árlegt forvarnarátak SAFF sem er skammstöfun fyrir samstarf félagasamtaka í forvörnum og eru Heimili og skóli – landssamtök foreldra hluti af þeim félagsskap. Í ár er þema vikunnar, sem er 16. – 24. október, sjálfsmynd barna og unglinga og allt sem henni við kemur. Slagorð vikunnar er: „Líkar þér við þig?” og vísar það m.a. til samfélagsmiðla og áhrifa þeirra á sjálfsmyndina. Eða eins og einhver sagði: „Lífið er læk!” En þarf það að vera svoleiðis? Hvernig geta foreldrar haft áhrif á sjálfsmynd barna sinna?Sjálfsmynd er hugmyndSjálfsmynd er mikilvægur þáttur í andlegri líðan og hefur áhrif á hegðun okkar, hugsanir og samskipti. Sterk sjálfsmynd er eitt það besta sem við getum veitt börnunum okkar því þeir sem eru með góða sjálfsmynd eru líklegri til að ná árangri, enda tengjast sjálfsmynd og sjálfstraust órjúfanlegum böndum. En sjálfsmynd er ekki meðfædd heldur mótast hún með tíð og tíma og það mótunarferli hefst snemma. Sjálfsmynd er sú skoðun eða sýn sem við höfum á okkur sjálf. Samskipti við foreldra, vini og ættingja hafa mikið að segja þegar börn þróa með sér þá hugmynd sem nefnist sjálfsmynd. Talið er að sjálfsmyndin mótist að mestu í gegnum reynslu og samskipti við aðra og þá gefur augaleið að foreldrar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna. Þú ert í lykilhlutverkiOft er sagt að það skipti meira máli hvað við gerum en hvað við segjum þegar kemur að því að vera fyrirmyndir barna okkar og er þá átt við að ekki er nóg ef hlutirnir eru einungis í orði en ekki á borði. Þegar kemur að mótun sjálfsmyndar skiptir þetta allt máli. Hvað við segjum, hvernig við segjum það og hvernig við erum á meðan við segjum það. Vá! Þetta er ekki lítil ábyrgð! En hver sagði að það væri einfalt að ala upp barn? Að vísu skiptir mestu máli hvað við gerum frá degi til dags en líkamstjáning, orð, hvatning og sú ástúð sem sýnd er mótar sjálfsmynd barnsins þíns. Foreldrar þurfa að gera sitt besta til að vera góðar fyrirmyndir og eiga jákvæð samskipti við barnið. Börn læra mikið um hegðun með því að fylgjast með foreldrum sínum sem uppalendum og þau líkja eftir hegðun foreldra sinna. Því er gagnlegt að staldra við og telja upp að tíu þegar við erum pirruð og langar helst að öskra og baða út öllum öngum. Við erum bara mannleg en okkur ber skylda til þess sem foreldrar að gera ávallt okkar besta og reyna að hafa hemil á okkur í samskiptum við barnið. Einnig er mikilvægt fyrir foreldra að vera sveigjanlegir því börn breytast og þroskast og það sem virkaði einu sinni virkar ekki endilega eftir einhvern tíma. Ef við gerum mistök og dettum af baki er þó mikilvægt að gefast ekki upp og fara aftur á bak, ræða málin og einsetja sér að gera betur í dag en í gær. Þá er gagnlegt að setjast niður með barninu og ræða hvað fór úrskeiðis, hvers vegna og viðurkenna mistök sín. Hið fullkomna foreldri er ekki til, við höfum öll okkar kosti og galla. Mikilvægt er að þekkja kosti sína, reyna að bæta gallana og gera raunhæfar kröfur til sín sem foreldris. Gott er að einbeita sér að því sem mestu máli skiptir í stað þess að reyna að taka á öllu í einu. Síðan megum við ekki gleyma að rækta okkur sjálf til að hafa eitthvað að gefa öðrum. Hrós eru mikilvægMikilvægt er að hvetja börn áfram og nota hrós til að efla sjálfsmynd þeirra. Þó skiptir máli hvernig við hrósum. Gott er að hrósa fyrir hegðun eða virkni, það hefur hvetjandi áhrif á meðan að hrós fyrir stöðugri þætti eins og greindarfar getur haft letjandi áhrif. Þá gætu einhverjir talið að þeir þurfi ekki að leggja mikið á sig þar sem þeir séu svo vel af Guði gerðir eða þeir óttast krefjandi verkefni af hræðslu við að mistakast. Trú á eigin getu skiptir líka máli og ýtir undir betri árangur. Þar hafa hrós og hvatning mikið að segja. Ef við gerum hið gagnstæða og gerum lítið úr barninu, berum það stöðugt saman við önnur börn eða vanrækjum þá mun barninu líða eins og það sé einskis virði. Verum því dugleg að hrósa börnum en þó í hæfilegu magni og þannig að það skipti máli.Leiðandi uppeldi Leiðandi uppeldi gengur út á að byggja upp ánægða einstaklinga með skýra og sterka sjálfsmynd. Helstu einkenni leiðandi uppeldis eru festa og umhyggja í senn. Bandaríski sálfræðingurinn Diana Baumrind athugaði samband þroska barna á forskólaaldri við uppeldishætti foreldra og greindi börnin í þrjá hópa út frá ákveðnum þáttum í hegðun og foreldra í þrjá hópa eftir því hvaða uppeldishætti þeir notuðu: leiðandi foreldrar, skipandi foreldrar og eftirlátir foreldrar. Leiðandi foreldrar kröfðust þroskaðrar hegðunar af börnum sínum, settu greinileg mörk og notuðu til þess skýringar. Auk þess hvöttu þeir börnin til að útskýra sín sjónarmið og lögðu áherslu á að ræða við börnin þar sem fram komu bæði sjónarmið barna og foreldra. Þeir sýndu einnig mikla hlýju og uppörvun. Skipandi foreldrar stjórnuðu börnunum með boðum og bönnum og refsuðu börnunum fyrir misgjörðir. Þeir notuðu sjaldan rök eða sýndu börnunum hlýju og uppörvun. Eftirlátir foreldrar ólu börnin upp í miklu frjálsræði, jafnvel stjórnleysi, og skiptu sér ekki mikið af þeim né reyndu að örva sjálfstraust og sjálfstæði. Þeir gerðu litlar kröfur um þroskaða hegðun en sýndu þó meiri hlýju en skipandi foreldrar. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að uppeldishættir foreldra hafi áhrif á samskipti barna og börn foreldra sem stunda leiðandi uppeldi sýna mestan tilfinninga- og félagsþroska. Börn með afskiptalausa foreldra eru frekar stjórnlaus sem og börn skipandi foreldra. Þó verður að taka til greina að börn eru misjöfn að upplagi og kunna að laða fram ólíkar uppeldisaðferðir. Þroski barns mótast ekki eingöngu af uppeldisaðferðum en sjálfsagt er að taka mark á niðurstöðum rannsókna og leita allra leiða við að byggja upp heilbrigðan einstakling. Leiðandi uppeldi virðist vera farsælasta leiðin til að byggja upp góða sjálfsmynd.Heimurinn og égÍ Njálu segir að fjórðungi bregði til fósturs og gera má ráð fyrir að stórum hluta bregði til uppeldis. En umhverfi og samskipti við jafningja og vini hafa einnig mikil áhrif. Nú er svo komið að við lifum á gervihnattaöld þar sem netið er stór hluti af lífi jarðarbúa. Börnin okkar þekkja ekki heim án nets og fyrir þeim er það í raun ósköp hversdagslegur hlutur. Þau eyða þar miklum tíma og nota samfélagsmiðla til að eiga samskipti og máta sig inn í þann veruleika sem skapaður er á netinu. Því er æ sjaldnar talað um tvo heima, netheima og raunheima. Við búum bara í einum heimi og netið er hluti af honum. Samt sem áður eru samskipti á netinu ólík samskiptum þar sem fólk hittist og sér svipbrigði, heyrir málróm og fylgist með líkamstjáningu. Þegar kemur að samfélagsmiðlum skipta hraði og einfaldleiki máli og því er áreitið oft mikið. Síminn, eða snjalltækið, pípir stundum viðstöðulaust! Þetta getur valdið álagi sem þróast stundum út í streitu og jafnvel kvíða eða áráttu. Unglingar í dag eru ekkert frábrugðnir unglingum áður fyrr og eru upp til hópa besta fólk. Hins vegar eru umhverfi þeirra og möguleikar talsvert öðruvísi en áður og foreldrar standa frammi fyrir auknum áskorunum með tilkomu netsins. Félagslífið er að miklu leyti á netinu og það skiptir máli að fá „like”. Unglingar nota marga aðra samfélagsmiðla en facebook enda varð sá miðill ekki eins spennandi eftir að mamma, pabbi, afi og amma komu öll þangað. Unglingar vilja fá að vera í friði og fara sínar leiðir til þess, stofna t.d. marga prófíla, breyta friðhelgisstillingum eða leita á önnur mið. Heyrst hefur meðal ungmenna að þau verði oft þreytt á facebook þar sem fólk skapar einhvers konar fullkomna falsímynd sem er í besta falli til þess gerð að láta öðrum líða illa eða ala á öfund, þó svo viljinn til að vekja aðdáun búi líka undir. En það er einmitt þessi hvati sem fær börn og unglinga til að skipta milljón sinnum um prófílmynd, setja uppstilltar sjálfsmyndir á Instagram og fiska eftir „lækum”, fjarlægja myndina ef hún fær ekki nógu margar viðlíkingar og stofna jafnvel falska prófíla til að geta „lækað” hjá sjálfum sér. Sumir eru jafnvel uppteknir af því að vera ekki í sömu fötunum á mismunandi sjálfsmyndum því það er svo „hallærislegt”. Þetta er í raun einföld félagssálfræði – við viljum koma sem best út í samanburði og skapa okkur fallega ímynd, en hún ristir ekki djúpt og er oft og tíðum yfirborðskennd. Kommentin sem koma skipta líka máli (sæt, sætust, flottust, heitur, grannur o.s.frv.) og ef einhver vinkona eða vinur smellir ekki á „like” hnappinn eða tjáir sig um dýrðina getur fjandinn verið laus. Mikil höfnun getur verið í því fólgin að setja sjálfsmynd á netið og fá bara örfá „like” og stundum tengist það neteinelti. Ein birtingarmynd neteineltis er að vera hundsaður og útilokaður úr hópum á netinu. Sjálfsmyndin mótast að miklu leyti í gegnum samskipti á netinu og því skiptir miklu máli að hafa góðan grunn að byggja á. Þar koma foreldrar til skjalanna. Gildi til góðsÞau gildi sem við innrætum börnunum okkar og vissa um eigið ágæti eru ein besta forvörnin. Foreldrar þurfa að ræða hegðun og samskipti á netinu við börnin sín, taka dæmisögur og jafnvel máta sig og barnið inn í þær. Fara þarf vel í öryggisatriði o.þ.h. en megininntakið í þessu öllu er að við eigum ekki að haga okkur öðruvísi á netinu en við myndum gera augliti til auglitis. Virðing í samskiptum og umburðarlyndi fyrir fjölbreytileikanum eiga ávallt að vera viðhöfð og þetta eru gildi sem foreldrar þurfa að kenna börnum. Það styrkir ekki einungis þeirra eigin sjálfsmynd heldur líka annarra sem eiga í samskiptum við þau. Að lokum er rétt að nefna að samskipti á netinu geta líka verið jákvæð, t.d. fyrir óframfærna, og til þess fallin að nálgast auðveldlega ýmis hugðarefni, vini og/eða koma einhverju á framfæri. Slíkt styrkir sjálfsmyndina. En ekki verður horft framhjá því að sá uppeldislegi grunnur sem börn búa að heiman frá hefur allt að segja um hvernig þau fara út úr samskiptum og áskorunum í því samhengi, á netinu og utan þess. Barn sem hefur heilbrigða sjálfsmynd er mun betur í stakk búið til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á og er sterk sjálfsmynd ein besta forvörnin. Skilaboðin eru því skýr: Foreldrar. Þið skiptið máli! Heimildir:Elva Björk Ágústsdóttir (5. júní 2015). „Á ég að hrósa barni mínu?”, Sjálfsmynd: Upplýsingasíða um sjálfsmynd barna og unglinga: sjalfsmynd.com, https://www.sjalfsmynd.com/, sótt 14. október 2015. Sigurður J. Grétarsson og Sigrún Aðalbjarnardóttir (e.d.), „Hugmyndir um uppeldi fyrr og nú”, persona.is, https://www.persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=38&pid=18, sótt 14. október 2015. Sjálfsmynd: Upplýsingasíða um sjálfsmynd barna og unglinga: sjalfsmynd.com (e.d.), „Líkamsmynd og sjálfsmynd”, https://www.sjalfsmynd.com/, sótt 14. október 2015. Ummig.is (e.d.), „Jákvætt uppeldi”, , https://www.ummig.is/grein.php?id_grein=54, sótt 14. október 2015. Vísindavefurinn (e.d.), „Hvaða aðferðir henta best til að ala upp börn?”, https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6446, sótt 14. október 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Forvarnarvikan „Vika 43” er árlegt forvarnarátak SAFF sem er skammstöfun fyrir samstarf félagasamtaka í forvörnum og eru Heimili og skóli – landssamtök foreldra hluti af þeim félagsskap. Í ár er þema vikunnar, sem er 16. – 24. október, sjálfsmynd barna og unglinga og allt sem henni við kemur. Slagorð vikunnar er: „Líkar þér við þig?” og vísar það m.a. til samfélagsmiðla og áhrifa þeirra á sjálfsmyndina. Eða eins og einhver sagði: „Lífið er læk!” En þarf það að vera svoleiðis? Hvernig geta foreldrar haft áhrif á sjálfsmynd barna sinna?Sjálfsmynd er hugmyndSjálfsmynd er mikilvægur þáttur í andlegri líðan og hefur áhrif á hegðun okkar, hugsanir og samskipti. Sterk sjálfsmynd er eitt það besta sem við getum veitt börnunum okkar því þeir sem eru með góða sjálfsmynd eru líklegri til að ná árangri, enda tengjast sjálfsmynd og sjálfstraust órjúfanlegum böndum. En sjálfsmynd er ekki meðfædd heldur mótast hún með tíð og tíma og það mótunarferli hefst snemma. Sjálfsmynd er sú skoðun eða sýn sem við höfum á okkur sjálf. Samskipti við foreldra, vini og ættingja hafa mikið að segja þegar börn þróa með sér þá hugmynd sem nefnist sjálfsmynd. Talið er að sjálfsmyndin mótist að mestu í gegnum reynslu og samskipti við aðra og þá gefur augaleið að foreldrar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna. Þú ert í lykilhlutverkiOft er sagt að það skipti meira máli hvað við gerum en hvað við segjum þegar kemur að því að vera fyrirmyndir barna okkar og er þá átt við að ekki er nóg ef hlutirnir eru einungis í orði en ekki á borði. Þegar kemur að mótun sjálfsmyndar skiptir þetta allt máli. Hvað við segjum, hvernig við segjum það og hvernig við erum á meðan við segjum það. Vá! Þetta er ekki lítil ábyrgð! En hver sagði að það væri einfalt að ala upp barn? Að vísu skiptir mestu máli hvað við gerum frá degi til dags en líkamstjáning, orð, hvatning og sú ástúð sem sýnd er mótar sjálfsmynd barnsins þíns. Foreldrar þurfa að gera sitt besta til að vera góðar fyrirmyndir og eiga jákvæð samskipti við barnið. Börn læra mikið um hegðun með því að fylgjast með foreldrum sínum sem uppalendum og þau líkja eftir hegðun foreldra sinna. Því er gagnlegt að staldra við og telja upp að tíu þegar við erum pirruð og langar helst að öskra og baða út öllum öngum. Við erum bara mannleg en okkur ber skylda til þess sem foreldrar að gera ávallt okkar besta og reyna að hafa hemil á okkur í samskiptum við barnið. Einnig er mikilvægt fyrir foreldra að vera sveigjanlegir því börn breytast og þroskast og það sem virkaði einu sinni virkar ekki endilega eftir einhvern tíma. Ef við gerum mistök og dettum af baki er þó mikilvægt að gefast ekki upp og fara aftur á bak, ræða málin og einsetja sér að gera betur í dag en í gær. Þá er gagnlegt að setjast niður með barninu og ræða hvað fór úrskeiðis, hvers vegna og viðurkenna mistök sín. Hið fullkomna foreldri er ekki til, við höfum öll okkar kosti og galla. Mikilvægt er að þekkja kosti sína, reyna að bæta gallana og gera raunhæfar kröfur til sín sem foreldris. Gott er að einbeita sér að því sem mestu máli skiptir í stað þess að reyna að taka á öllu í einu. Síðan megum við ekki gleyma að rækta okkur sjálf til að hafa eitthvað að gefa öðrum. Hrós eru mikilvægMikilvægt er að hvetja börn áfram og nota hrós til að efla sjálfsmynd þeirra. Þó skiptir máli hvernig við hrósum. Gott er að hrósa fyrir hegðun eða virkni, það hefur hvetjandi áhrif á meðan að hrós fyrir stöðugri þætti eins og greindarfar getur haft letjandi áhrif. Þá gætu einhverjir talið að þeir þurfi ekki að leggja mikið á sig þar sem þeir séu svo vel af Guði gerðir eða þeir óttast krefjandi verkefni af hræðslu við að mistakast. Trú á eigin getu skiptir líka máli og ýtir undir betri árangur. Þar hafa hrós og hvatning mikið að segja. Ef við gerum hið gagnstæða og gerum lítið úr barninu, berum það stöðugt saman við önnur börn eða vanrækjum þá mun barninu líða eins og það sé einskis virði. Verum því dugleg að hrósa börnum en þó í hæfilegu magni og þannig að það skipti máli.Leiðandi uppeldi Leiðandi uppeldi gengur út á að byggja upp ánægða einstaklinga með skýra og sterka sjálfsmynd. Helstu einkenni leiðandi uppeldis eru festa og umhyggja í senn. Bandaríski sálfræðingurinn Diana Baumrind athugaði samband þroska barna á forskólaaldri við uppeldishætti foreldra og greindi börnin í þrjá hópa út frá ákveðnum þáttum í hegðun og foreldra í þrjá hópa eftir því hvaða uppeldishætti þeir notuðu: leiðandi foreldrar, skipandi foreldrar og eftirlátir foreldrar. Leiðandi foreldrar kröfðust þroskaðrar hegðunar af börnum sínum, settu greinileg mörk og notuðu til þess skýringar. Auk þess hvöttu þeir börnin til að útskýra sín sjónarmið og lögðu áherslu á að ræða við börnin þar sem fram komu bæði sjónarmið barna og foreldra. Þeir sýndu einnig mikla hlýju og uppörvun. Skipandi foreldrar stjórnuðu börnunum með boðum og bönnum og refsuðu börnunum fyrir misgjörðir. Þeir notuðu sjaldan rök eða sýndu börnunum hlýju og uppörvun. Eftirlátir foreldrar ólu börnin upp í miklu frjálsræði, jafnvel stjórnleysi, og skiptu sér ekki mikið af þeim né reyndu að örva sjálfstraust og sjálfstæði. Þeir gerðu litlar kröfur um þroskaða hegðun en sýndu þó meiri hlýju en skipandi foreldrar. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að uppeldishættir foreldra hafi áhrif á samskipti barna og börn foreldra sem stunda leiðandi uppeldi sýna mestan tilfinninga- og félagsþroska. Börn með afskiptalausa foreldra eru frekar stjórnlaus sem og börn skipandi foreldra. Þó verður að taka til greina að börn eru misjöfn að upplagi og kunna að laða fram ólíkar uppeldisaðferðir. Þroski barns mótast ekki eingöngu af uppeldisaðferðum en sjálfsagt er að taka mark á niðurstöðum rannsókna og leita allra leiða við að byggja upp heilbrigðan einstakling. Leiðandi uppeldi virðist vera farsælasta leiðin til að byggja upp góða sjálfsmynd.Heimurinn og égÍ Njálu segir að fjórðungi bregði til fósturs og gera má ráð fyrir að stórum hluta bregði til uppeldis. En umhverfi og samskipti við jafningja og vini hafa einnig mikil áhrif. Nú er svo komið að við lifum á gervihnattaöld þar sem netið er stór hluti af lífi jarðarbúa. Börnin okkar þekkja ekki heim án nets og fyrir þeim er það í raun ósköp hversdagslegur hlutur. Þau eyða þar miklum tíma og nota samfélagsmiðla til að eiga samskipti og máta sig inn í þann veruleika sem skapaður er á netinu. Því er æ sjaldnar talað um tvo heima, netheima og raunheima. Við búum bara í einum heimi og netið er hluti af honum. Samt sem áður eru samskipti á netinu ólík samskiptum þar sem fólk hittist og sér svipbrigði, heyrir málróm og fylgist með líkamstjáningu. Þegar kemur að samfélagsmiðlum skipta hraði og einfaldleiki máli og því er áreitið oft mikið. Síminn, eða snjalltækið, pípir stundum viðstöðulaust! Þetta getur valdið álagi sem þróast stundum út í streitu og jafnvel kvíða eða áráttu. Unglingar í dag eru ekkert frábrugðnir unglingum áður fyrr og eru upp til hópa besta fólk. Hins vegar eru umhverfi þeirra og möguleikar talsvert öðruvísi en áður og foreldrar standa frammi fyrir auknum áskorunum með tilkomu netsins. Félagslífið er að miklu leyti á netinu og það skiptir máli að fá „like”. Unglingar nota marga aðra samfélagsmiðla en facebook enda varð sá miðill ekki eins spennandi eftir að mamma, pabbi, afi og amma komu öll þangað. Unglingar vilja fá að vera í friði og fara sínar leiðir til þess, stofna t.d. marga prófíla, breyta friðhelgisstillingum eða leita á önnur mið. Heyrst hefur meðal ungmenna að þau verði oft þreytt á facebook þar sem fólk skapar einhvers konar fullkomna falsímynd sem er í besta falli til þess gerð að láta öðrum líða illa eða ala á öfund, þó svo viljinn til að vekja aðdáun búi líka undir. En það er einmitt þessi hvati sem fær börn og unglinga til að skipta milljón sinnum um prófílmynd, setja uppstilltar sjálfsmyndir á Instagram og fiska eftir „lækum”, fjarlægja myndina ef hún fær ekki nógu margar viðlíkingar og stofna jafnvel falska prófíla til að geta „lækað” hjá sjálfum sér. Sumir eru jafnvel uppteknir af því að vera ekki í sömu fötunum á mismunandi sjálfsmyndum því það er svo „hallærislegt”. Þetta er í raun einföld félagssálfræði – við viljum koma sem best út í samanburði og skapa okkur fallega ímynd, en hún ristir ekki djúpt og er oft og tíðum yfirborðskennd. Kommentin sem koma skipta líka máli (sæt, sætust, flottust, heitur, grannur o.s.frv.) og ef einhver vinkona eða vinur smellir ekki á „like” hnappinn eða tjáir sig um dýrðina getur fjandinn verið laus. Mikil höfnun getur verið í því fólgin að setja sjálfsmynd á netið og fá bara örfá „like” og stundum tengist það neteinelti. Ein birtingarmynd neteineltis er að vera hundsaður og útilokaður úr hópum á netinu. Sjálfsmyndin mótast að miklu leyti í gegnum samskipti á netinu og því skiptir miklu máli að hafa góðan grunn að byggja á. Þar koma foreldrar til skjalanna. Gildi til góðsÞau gildi sem við innrætum börnunum okkar og vissa um eigið ágæti eru ein besta forvörnin. Foreldrar þurfa að ræða hegðun og samskipti á netinu við börnin sín, taka dæmisögur og jafnvel máta sig og barnið inn í þær. Fara þarf vel í öryggisatriði o.þ.h. en megininntakið í þessu öllu er að við eigum ekki að haga okkur öðruvísi á netinu en við myndum gera augliti til auglitis. Virðing í samskiptum og umburðarlyndi fyrir fjölbreytileikanum eiga ávallt að vera viðhöfð og þetta eru gildi sem foreldrar þurfa að kenna börnum. Það styrkir ekki einungis þeirra eigin sjálfsmynd heldur líka annarra sem eiga í samskiptum við þau. Að lokum er rétt að nefna að samskipti á netinu geta líka verið jákvæð, t.d. fyrir óframfærna, og til þess fallin að nálgast auðveldlega ýmis hugðarefni, vini og/eða koma einhverju á framfæri. Slíkt styrkir sjálfsmyndina. En ekki verður horft framhjá því að sá uppeldislegi grunnur sem börn búa að heiman frá hefur allt að segja um hvernig þau fara út úr samskiptum og áskorunum í því samhengi, á netinu og utan þess. Barn sem hefur heilbrigða sjálfsmynd er mun betur í stakk búið til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á og er sterk sjálfsmynd ein besta forvörnin. Skilaboðin eru því skýr: Foreldrar. Þið skiptið máli! Heimildir:Elva Björk Ágústsdóttir (5. júní 2015). „Á ég að hrósa barni mínu?”, Sjálfsmynd: Upplýsingasíða um sjálfsmynd barna og unglinga: sjalfsmynd.com, https://www.sjalfsmynd.com/, sótt 14. október 2015. Sigurður J. Grétarsson og Sigrún Aðalbjarnardóttir (e.d.), „Hugmyndir um uppeldi fyrr og nú”, persona.is, https://www.persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=38&pid=18, sótt 14. október 2015. Sjálfsmynd: Upplýsingasíða um sjálfsmynd barna og unglinga: sjalfsmynd.com (e.d.), „Líkamsmynd og sjálfsmynd”, https://www.sjalfsmynd.com/, sótt 14. október 2015. Ummig.is (e.d.), „Jákvætt uppeldi”, , https://www.ummig.is/grein.php?id_grein=54, sótt 14. október 2015. Vísindavefurinn (e.d.), „Hvaða aðferðir henta best til að ala upp börn?”, https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6446, sótt 14. október 2015.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun