Hvernig tökum við mikilvægar ákvarðanir? Hörður Arnarson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Mikil verðmæti eru fólgin í nýtingu á endurnýjanlegri orku á Íslandi, fyrir Ísland og ekki síður heimsbyggðina. Ef rétt er á haldið geta orkuauðlindir verið undirstaða bættra lífskjara íslensku þjóðarinnar um ókomna tíð. Hagsmunir alls mannkyns eru að færa sig yfir í endurnýjanlega orkugjafa til að spyrna gegn þeirri þróun sem á sér stað í loftslagsmálum. Orkuvinnsla og náttúruvernd geta átt góða samleið. Mögulegt er að auka orkuvinnslu umtalsvert og vernda um leið flest mikilvægustu svæðin. Vinnsla okkar á endurnýjanlegri orku er einnig sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Stóra spurningin er: Hvernig tökum við sem þjóð mikilvægar ákvarðanir um nýtingu eða vernd auðlinda? Hvernig sköpum við sem breiðasta sátt? Auðvitað þarf að vega og meta hag af náttúruvernd á móti hag af nýtingu. Til þess höfum við komið okkur upp ítarlegu ferli – rammaáætlun. Þar fer fram faglegt mat mismunandi kosta, með ítarlegu umsagnarferli og aðkomu almennings og allra hagsmunaaðila. Þessu ferli lýkur með pólitískri ákvörðun, sem æskilegt er að um náist breið sátt. Eftir rammaáætlun tekur við umhverfismat, þar sem reynt er að lágmarka óæskileg áhrif einstakra framkvæmda. Loks er ákveðið hvort ráðist verður í framkvæmdina. Rammaáætlun er líka verndaráætlun Rammaáætlun er jafnt verndaráætlun sem nýtingaráætlun. Hún snýst um vernd eða nýtingu vatnsfalla eða háhitasvæða. Því er óhjákvæmilegt að þar sé fjallað um kosti sem fara í verndarflokk. Það er því ekki þannig að orkufyrirtækin áformi 54 virkjanir. Hið rétta er að 54 kostir eru til umfjöllunar í rammaáætlun – annaðhvort til nýtingar eða verndar. Í umræðunni hefur verið vikið að kostum sem enginn ágreiningur er um að vernda, t.d. Aldeyjarfoss, Dettifoss, Þjórsárver og Langasjó. Engar virkjanahugmyndir eru til umfjöllunar í rammaáætlun sem áhrif hefðu á Dettifoss, Langasjó eða Þjórsárver. Í umræðu um náttúruvernd hafa komið fram áhyggjur af því að skoðaður sé möguleiki á sæstreng til Bretlands. Almennt eru erlend náttúruverndarsamtök hlynnt samtengingu orkukerfa. Með henni minnkar þörf fyrir orkuver vegna bættrar nýtingar og mögulegt er að auka nýtingu á vind- og sólarorku. Samtenging orkukerfa er talin einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því hefur aldrei verið haldið fram að markmiðið með sæstreng væri að leysa alla orkuþörf Breta. Það væri enda aldrei hægt. Þær frumhugmyndir sem eru með til skoðunar miða hins vegar við að 5 teravattstundir (Twst) yrðu fluttar út um sæstreng að meðaltali, sem yrðu líklega um 20% af orkugetu íslenska raforkukerfisins. Þar af mætti vinna um 2 Twst með bættri nýtingu á núverandi orkuvinnslusvæðum. Til viðmiðunar nýtir áliðnaðurinn á Íslandi um 12,5 Twst á ári. Í þingsályktun sem var afgreidd á síðasta kjörtímabili voru um 9 Twst í nýtingarflokki rammaáætlunar. 5 Twst myndu svara til um 1,5% af raforkunotkun Bretlands. Eitt mikilvægasta velferðar- og hagsmunamál okkar snýst um að nýta náttúruauðlindir á sem ábyrgastan og hagkvæmastan hátt, þannig að komandi kynslóðir fái í senn að njóta náttúruauðæfa og bættra lífskjara. Vonandi berum við gæfu til að finna hið rétta jafnvægi og sátt sem nær þessum markmiðum á svipaðan hátt og Norðmönnum hefur tekist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Mikil verðmæti eru fólgin í nýtingu á endurnýjanlegri orku á Íslandi, fyrir Ísland og ekki síður heimsbyggðina. Ef rétt er á haldið geta orkuauðlindir verið undirstaða bættra lífskjara íslensku þjóðarinnar um ókomna tíð. Hagsmunir alls mannkyns eru að færa sig yfir í endurnýjanlega orkugjafa til að spyrna gegn þeirri þróun sem á sér stað í loftslagsmálum. Orkuvinnsla og náttúruvernd geta átt góða samleið. Mögulegt er að auka orkuvinnslu umtalsvert og vernda um leið flest mikilvægustu svæðin. Vinnsla okkar á endurnýjanlegri orku er einnig sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Stóra spurningin er: Hvernig tökum við sem þjóð mikilvægar ákvarðanir um nýtingu eða vernd auðlinda? Hvernig sköpum við sem breiðasta sátt? Auðvitað þarf að vega og meta hag af náttúruvernd á móti hag af nýtingu. Til þess höfum við komið okkur upp ítarlegu ferli – rammaáætlun. Þar fer fram faglegt mat mismunandi kosta, með ítarlegu umsagnarferli og aðkomu almennings og allra hagsmunaaðila. Þessu ferli lýkur með pólitískri ákvörðun, sem æskilegt er að um náist breið sátt. Eftir rammaáætlun tekur við umhverfismat, þar sem reynt er að lágmarka óæskileg áhrif einstakra framkvæmda. Loks er ákveðið hvort ráðist verður í framkvæmdina. Rammaáætlun er líka verndaráætlun Rammaáætlun er jafnt verndaráætlun sem nýtingaráætlun. Hún snýst um vernd eða nýtingu vatnsfalla eða háhitasvæða. Því er óhjákvæmilegt að þar sé fjallað um kosti sem fara í verndarflokk. Það er því ekki þannig að orkufyrirtækin áformi 54 virkjanir. Hið rétta er að 54 kostir eru til umfjöllunar í rammaáætlun – annaðhvort til nýtingar eða verndar. Í umræðunni hefur verið vikið að kostum sem enginn ágreiningur er um að vernda, t.d. Aldeyjarfoss, Dettifoss, Þjórsárver og Langasjó. Engar virkjanahugmyndir eru til umfjöllunar í rammaáætlun sem áhrif hefðu á Dettifoss, Langasjó eða Þjórsárver. Í umræðu um náttúruvernd hafa komið fram áhyggjur af því að skoðaður sé möguleiki á sæstreng til Bretlands. Almennt eru erlend náttúruverndarsamtök hlynnt samtengingu orkukerfa. Með henni minnkar þörf fyrir orkuver vegna bættrar nýtingar og mögulegt er að auka nýtingu á vind- og sólarorku. Samtenging orkukerfa er talin einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því hefur aldrei verið haldið fram að markmiðið með sæstreng væri að leysa alla orkuþörf Breta. Það væri enda aldrei hægt. Þær frumhugmyndir sem eru með til skoðunar miða hins vegar við að 5 teravattstundir (Twst) yrðu fluttar út um sæstreng að meðaltali, sem yrðu líklega um 20% af orkugetu íslenska raforkukerfisins. Þar af mætti vinna um 2 Twst með bættri nýtingu á núverandi orkuvinnslusvæðum. Til viðmiðunar nýtir áliðnaðurinn á Íslandi um 12,5 Twst á ári. Í þingsályktun sem var afgreidd á síðasta kjörtímabili voru um 9 Twst í nýtingarflokki rammaáætlunar. 5 Twst myndu svara til um 1,5% af raforkunotkun Bretlands. Eitt mikilvægasta velferðar- og hagsmunamál okkar snýst um að nýta náttúruauðlindir á sem ábyrgastan og hagkvæmastan hátt, þannig að komandi kynslóðir fái í senn að njóta náttúruauðæfa og bættra lífskjara. Vonandi berum við gæfu til að finna hið rétta jafnvægi og sátt sem nær þessum markmiðum á svipaðan hátt og Norðmönnum hefur tekist.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun