Stöðugleikasamkomulagið er spuni Skjóðan skrifar 11. nóvember 2015 08:00 Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að ríkisstjórnin gangi frá samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um stöðugleikaframlag og hleypi þeim svo út úr hagkerfinu með aðrar eignir. Málið er á hendi ríkisstjórnarinnar og Alþingi hefur ekki frekari aðkomu. Samkvæmt kynningum Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins skilar samkomulagið 857 milljörðum í þjóðarbúið. En hvernig eru þessir 857 milljarðar tilkomnir? Skoðum aðeins málið. Ríkið endurheimtir 81 milljarð sem það lagði til bankanna eftir hrun. Þetta er endurgreiðsla en ekki framlag. Tíndir eru til bankaskattar upp á 31 milljarð sem eru lagðir á óháð stöðugleikasamkomulagi. Ekki geta þeir talist stöðugleikaframlag og því verður að draga 112 milljarða frá pakkanum. Varasjóðir bankanna í gjaldeyri upp á 57 milljarða eru taldir til stöðugleikapakkans en í þeim felst ekkert framlag þar sem sá gjaldeyrisjöfnuður er hluti af heildarverðmæti bankanna, sem metnir eru annars staðar inn. Þá eru lánalengingar kröfuhafa upp á 226 milljarða gagnvart nýju bönkunum taldar með sem stöðugleikaframlag. Ekki er verið að gefa eftir nein lán og þau þarf að borga eftir sem áður. Hér hverfa því 283 milljarðar. Íslandsbanki, sem ríkið á að fá í hendur, er metinn á fullu bókfærðu verðmæti eigin fjár inn í pakkann, eða á 185 milljarða. Þetta er vel í lagt. Ekki virðist tekið tillit til þess að ríkið á þegar fimm prósent af bankanum. Deutsche Bank er t.d. verðlagður á rúmlega 60 prósent af bókfærðu verðmæti eigin fjár. Sé Íslandsbanki metinn á 50 prósent er verðmæti 95 prósenta hlutarins 88 milljarðar, eða 97 milljörðum lægra en stöðugleikapakkinn miðar við. Miðað er við að ríkið fái 104 milljarða út úr sölu á Arion banka. Af því eru 20 milljarðar byggðir á framtíðarvæntingum, sem ekki eru í hendi. Framsal eigna og lausafjár úr bönkunum skilar 75 milljörðum. Í kynningu er gert ráð fyrir að stöðugleikapakkinn hafi jákvæð áhrif á gjaldeyrisjöfnuð upp á 41 milljarð án þess að færð séu sérstök rök fyrir því hvernig þau áhrif verða til eða að þau verði jákvæð en ekki neikvæð. Þá er gert ráð fyrir hreinu fjárflæði upp á 28 milljarða auk þess sem fjársópsákvæði á að skila 16 milljörðum. Þarna eru því 85 milljarðar til viðbótar í mikilli óvissu. Þannig virðist stöðugleikapakkinn skila á bilinu 260-345 milljörðum til ríkisins en ekki 857 eins og kynnt hefur verið. Þeir peningar sem skila sér eru svo að mestu eignir, sem á eftir að koma í verð, en ekki reiðufé. Allt eru þetta krónueignir og skeikar 5-600 milljörðum frá því sem var kynnt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að ríkisstjórnin gangi frá samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um stöðugleikaframlag og hleypi þeim svo út úr hagkerfinu með aðrar eignir. Málið er á hendi ríkisstjórnarinnar og Alþingi hefur ekki frekari aðkomu. Samkvæmt kynningum Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins skilar samkomulagið 857 milljörðum í þjóðarbúið. En hvernig eru þessir 857 milljarðar tilkomnir? Skoðum aðeins málið. Ríkið endurheimtir 81 milljarð sem það lagði til bankanna eftir hrun. Þetta er endurgreiðsla en ekki framlag. Tíndir eru til bankaskattar upp á 31 milljarð sem eru lagðir á óháð stöðugleikasamkomulagi. Ekki geta þeir talist stöðugleikaframlag og því verður að draga 112 milljarða frá pakkanum. Varasjóðir bankanna í gjaldeyri upp á 57 milljarða eru taldir til stöðugleikapakkans en í þeim felst ekkert framlag þar sem sá gjaldeyrisjöfnuður er hluti af heildarverðmæti bankanna, sem metnir eru annars staðar inn. Þá eru lánalengingar kröfuhafa upp á 226 milljarða gagnvart nýju bönkunum taldar með sem stöðugleikaframlag. Ekki er verið að gefa eftir nein lán og þau þarf að borga eftir sem áður. Hér hverfa því 283 milljarðar. Íslandsbanki, sem ríkið á að fá í hendur, er metinn á fullu bókfærðu verðmæti eigin fjár inn í pakkann, eða á 185 milljarða. Þetta er vel í lagt. Ekki virðist tekið tillit til þess að ríkið á þegar fimm prósent af bankanum. Deutsche Bank er t.d. verðlagður á rúmlega 60 prósent af bókfærðu verðmæti eigin fjár. Sé Íslandsbanki metinn á 50 prósent er verðmæti 95 prósenta hlutarins 88 milljarðar, eða 97 milljörðum lægra en stöðugleikapakkinn miðar við. Miðað er við að ríkið fái 104 milljarða út úr sölu á Arion banka. Af því eru 20 milljarðar byggðir á framtíðarvæntingum, sem ekki eru í hendi. Framsal eigna og lausafjár úr bönkunum skilar 75 milljörðum. Í kynningu er gert ráð fyrir að stöðugleikapakkinn hafi jákvæð áhrif á gjaldeyrisjöfnuð upp á 41 milljarð án þess að færð séu sérstök rök fyrir því hvernig þau áhrif verða til eða að þau verði jákvæð en ekki neikvæð. Þá er gert ráð fyrir hreinu fjárflæði upp á 28 milljarða auk þess sem fjársópsákvæði á að skila 16 milljörðum. Þarna eru því 85 milljarðar til viðbótar í mikilli óvissu. Þannig virðist stöðugleikapakkinn skila á bilinu 260-345 milljörðum til ríkisins en ekki 857 eins og kynnt hefur verið. Þeir peningar sem skila sér eru svo að mestu eignir, sem á eftir að koma í verð, en ekki reiðufé. Allt eru þetta krónueignir og skeikar 5-600 milljörðum frá því sem var kynnt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira