Öll þurfum við að borða Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Alla mína tíð á vinnumarkaði, hjá öllum þeim sem ég hef unnið fyrir hefur „aldrei verið til neinn peningur“. Þið kannist við þessar ræður. „Það er hart í ári“, „þú veist hvernig þetta er“, bla bla bla. Ég hef reyndar komist að því að það er til nóg af peningum, þeim er hins vegar ætlað að fara eitthvað annað en til mín. Endurorðum þetta: „Það er ekki til neinn peningur handa ÞÉR“. Því að þannig er það. Ég fór að hugsa um þessi mál vegna átaks sem SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur hrundið af stað undir yfirskriftinni „Við borgum myndlistarmönnum“. Þar er m.a. verið að knýja á um að opinberir aðilar borgi myndlistarmönnum fyrir verkframlag sitt er þeir sýna á vegum þeirra eða eins og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarmaður og meðlimur í Gjörningaklúbbnum, orðaði það á Fésbókarvegg sínum: „Sýnum samstöðu með þeirri mjög svo hæversku hugmynd að myndlistarfólk fái greitt fyrir að vinna og sýna myndlistarverk í opinberum söfnum rétt eins og leikstjórar fá greitt fyrir að setja upp sýningu hjá Þjóðleikhúsinu eða hljóðfæraleikarar sem spila hjá Sinfó.“ Á skakk og skjön Einfalt mál. Eða hvað? Það er umhugsunarvert hvernig þessir hlutir eru stundum á skakk og skjön. Þegar hrært er í góðgerðartónleika gefa tónlistarmennirnir vinnu sína en ljósamaðurinn ekki. Leikstjóra dytti ekki í hug að gefa Þjóðleikhúsinu, sem fær rekstrarfé frá okkur, vinnu sína vegna þess að það væri „góð auglýsing“ fyrir hann en annað á víst að gegna um fólk sem var svo óheppið að velja sér annan vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Vont er það í þeim geira sem ég starfa í, dægurtónlistinni, þar sem fólk verður nánast hvumsa ef listamaðurinn fer fram á laun fyrir vinnu sína. „Finnst þér ekki gaman að spila?“ Nú eða sýna verkin þín? Eða leika á fiðluna eða leikstýra ástríðufullum leikhópi? Auðvitað er það gaman en allir þessir aðilar þurfa að borða – líka myndlistarmaðurinn. Allir þurfa þeir fé til að koma sér á milli staða, kaupa efni, borga leiguna o.s.frv.. En að sumum séu gefin ráð á því en öðrum ekki, það gengur eðlilega ekki upp. Að þeir hlutir sem auðga þetta líf, halda uppi geðheilsunni og stuðla að margvíslegri mannrækt – þ.e. listaverk af öllum toga (og þar með talin myndlist) – séu álitnir ókeypis og að þeir sem leggi þá fram eigi að tosa þá niður úr skýjunum einhvern veginn er bagaleg tímaskekkja. Það sem er á skakk og skjön er hins vegar hægt að laga. Svo fremi að fólk opni augun og sjái að það er engum til gagns að keyra kerfið á þennan máta. Vonandi verður þetta góða og gegna framtak SÍM til að knýja á um raunverulegar breytingar hvað þetta varðar og það ekki seinna en nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Alla mína tíð á vinnumarkaði, hjá öllum þeim sem ég hef unnið fyrir hefur „aldrei verið til neinn peningur“. Þið kannist við þessar ræður. „Það er hart í ári“, „þú veist hvernig þetta er“, bla bla bla. Ég hef reyndar komist að því að það er til nóg af peningum, þeim er hins vegar ætlað að fara eitthvað annað en til mín. Endurorðum þetta: „Það er ekki til neinn peningur handa ÞÉR“. Því að þannig er það. Ég fór að hugsa um þessi mál vegna átaks sem SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur hrundið af stað undir yfirskriftinni „Við borgum myndlistarmönnum“. Þar er m.a. verið að knýja á um að opinberir aðilar borgi myndlistarmönnum fyrir verkframlag sitt er þeir sýna á vegum þeirra eða eins og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarmaður og meðlimur í Gjörningaklúbbnum, orðaði það á Fésbókarvegg sínum: „Sýnum samstöðu með þeirri mjög svo hæversku hugmynd að myndlistarfólk fái greitt fyrir að vinna og sýna myndlistarverk í opinberum söfnum rétt eins og leikstjórar fá greitt fyrir að setja upp sýningu hjá Þjóðleikhúsinu eða hljóðfæraleikarar sem spila hjá Sinfó.“ Á skakk og skjön Einfalt mál. Eða hvað? Það er umhugsunarvert hvernig þessir hlutir eru stundum á skakk og skjön. Þegar hrært er í góðgerðartónleika gefa tónlistarmennirnir vinnu sína en ljósamaðurinn ekki. Leikstjóra dytti ekki í hug að gefa Þjóðleikhúsinu, sem fær rekstrarfé frá okkur, vinnu sína vegna þess að það væri „góð auglýsing“ fyrir hann en annað á víst að gegna um fólk sem var svo óheppið að velja sér annan vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Vont er það í þeim geira sem ég starfa í, dægurtónlistinni, þar sem fólk verður nánast hvumsa ef listamaðurinn fer fram á laun fyrir vinnu sína. „Finnst þér ekki gaman að spila?“ Nú eða sýna verkin þín? Eða leika á fiðluna eða leikstýra ástríðufullum leikhópi? Auðvitað er það gaman en allir þessir aðilar þurfa að borða – líka myndlistarmaðurinn. Allir þurfa þeir fé til að koma sér á milli staða, kaupa efni, borga leiguna o.s.frv.. En að sumum séu gefin ráð á því en öðrum ekki, það gengur eðlilega ekki upp. Að þeir hlutir sem auðga þetta líf, halda uppi geðheilsunni og stuðla að margvíslegri mannrækt – þ.e. listaverk af öllum toga (og þar með talin myndlist) – séu álitnir ókeypis og að þeir sem leggi þá fram eigi að tosa þá niður úr skýjunum einhvern veginn er bagaleg tímaskekkja. Það sem er á skakk og skjön er hins vegar hægt að laga. Svo fremi að fólk opni augun og sjái að það er engum til gagns að keyra kerfið á þennan máta. Vonandi verður þetta góða og gegna framtak SÍM til að knýja á um raunverulegar breytingar hvað þetta varðar og það ekki seinna en nú.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun