Heimir: Hefðum getað verið óheppnari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2015 18:53 Heimir gantast með Marcel Koller, þjálfara austurríska landsliðsins. Vísir/AFP Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segist vera heilt yfir ánægður með niðurstöðuna eftir að dregið var í riðla á EM 2016 í dag.Sjá einnig: Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi Heimir var viðstaddur dráttinn í París í dag og sagði við Vísi í dag að það sé alveg ljóst að Íslendingar geta vel við unað. „Við vissum alltaf að við myndum aldrei fá auðveldan riðil á EM en ég verð að vera heiðarlegur og segja að við hefðum getað verið óheppnari,“ segir Heimir. Hann segist ekki hafa verið að hugsa um einhverjar sérstakar þjóðir sem hann vildi mæta og ítrekaði það sem hann sagði í viðtölum fyrir dráttinn. „Mér var nokkuð sama á móti hverjum við lentum. Ég vissi að við myndum fá góðar þjóðir,“ sagði hann.Þjálfararnir í riðli Íslands.Vísir/AFPFáum tíma til að anda að okkur mótinu Heimir var ánægður með að fyrsti leikur Íslands verður 14. júní, fjórum dögum eftir að keppnin sjálf byrjar. „Við eigum síðasta keppnisdaginn í fyrstu umferð riðlakeppninnar sem gefur okkur meiri tíma til að undirbúa okkur og tækifæri til að anda að okkur stemningunni sem er gott fyrir okkur sem nýliða á þessu móti.“Sjá einnig: Miðasalan hefst á mánudaginn: 8-16 þúsund miðar í boði Ísland spilar fyrst gegn Portúgal í Saint-Etienne sem er skammt frá Annecy, þar sem Ísland verður með sínar bækistöðvar. „Það er stutt rútuferð fyrir okur og því eins auðvelt og hægt er. Bæði fáum við nægan tíma fyrir leikinn og þurfum ekki að fara í langt ferðalag. Það lítur mjög vel út.“ „Við eigum svo leiki í Marseille og París á stórum leikvöngum. Íslendingar ættu því að geta fengið miða á þá leiki.“Heimir ræðir við Lars Lagerbäck.Vísir/AFPEigum möguleika gegn öllum liðunum Ungverjaland tryggði sér sæti á EM með því að vinna Noreg í umspilinu og Heimir segir að landsliðsþjálfararnir hafi fylgst vel með leikjum þeirra. „Þetta eru áþekk lið og við teljum okkur klárlega eiga möguleika þau bæði. Það er þar að auki stutt síðan við spiluðum við Austurríki sem er gott lið á mikilli siglingu. Það er minna talað um þá en Austurríkismenn eru flottir.“Sjá einnig: Birkir mætir liðsfélaga sínum á EM „Portúgal þekkja svo allir. Cristiano Ronaldo er öflugur leikmaður sem getur klárað leiki fyrir þá. En ég held að við eigum möguleika í alla þessa andstæðinga.“ Hann segir að ekki hafi verið enn rætt sérstaklega um markmið Íslands í keppninni en að liðið hljóti að stefna að því að fara upp úr riðlinum og spila fleiri leiki. „Allir í hópnum eru meðvitaðir um að við getum farið upp úr riðlinum,“ sagði Heimir.Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.Vísir/AFPDraumur okkar allra Heimir neitar því ekki að það sé mikil tilhlökkun fyrir mótið og draumur fyrir hann og alla aðra sem koma að liðinu að taka þátt í þessu ævintýri. „Það skiptir svo sem ekki máli hvort við séum að spila á 20 þúsund manna velli eða 80 þúsund - þetta er mikill heiður fyrir mann.“Sjá einnig: Þjóðin sátt á Twitter: „Draumariðill sem við vinnum“ Það var eðlilega mikið um að vera á drættinum í París í dag og Heimir sló á létta strengi við blaðamann Vísis. „Hér er mikið fjölmiðlafár og blaðamenn að hlaupa út um allt að fá viðtöl við alla þessa heimsþekktu þjálfara sem eru hér. Vicente del Bosque er í viðtali við allar stærstu sjónvarpsstöðvar heims en hér er ég að ræða við Vísi og Fréttablaðið. Það er bara gaman að þessu öllu saman.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segist vera heilt yfir ánægður með niðurstöðuna eftir að dregið var í riðla á EM 2016 í dag.Sjá einnig: Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi Heimir var viðstaddur dráttinn í París í dag og sagði við Vísi í dag að það sé alveg ljóst að Íslendingar geta vel við unað. „Við vissum alltaf að við myndum aldrei fá auðveldan riðil á EM en ég verð að vera heiðarlegur og segja að við hefðum getað verið óheppnari,“ segir Heimir. Hann segist ekki hafa verið að hugsa um einhverjar sérstakar þjóðir sem hann vildi mæta og ítrekaði það sem hann sagði í viðtölum fyrir dráttinn. „Mér var nokkuð sama á móti hverjum við lentum. Ég vissi að við myndum fá góðar þjóðir,“ sagði hann.Þjálfararnir í riðli Íslands.Vísir/AFPFáum tíma til að anda að okkur mótinu Heimir var ánægður með að fyrsti leikur Íslands verður 14. júní, fjórum dögum eftir að keppnin sjálf byrjar. „Við eigum síðasta keppnisdaginn í fyrstu umferð riðlakeppninnar sem gefur okkur meiri tíma til að undirbúa okkur og tækifæri til að anda að okkur stemningunni sem er gott fyrir okkur sem nýliða á þessu móti.“Sjá einnig: Miðasalan hefst á mánudaginn: 8-16 þúsund miðar í boði Ísland spilar fyrst gegn Portúgal í Saint-Etienne sem er skammt frá Annecy, þar sem Ísland verður með sínar bækistöðvar. „Það er stutt rútuferð fyrir okur og því eins auðvelt og hægt er. Bæði fáum við nægan tíma fyrir leikinn og þurfum ekki að fara í langt ferðalag. Það lítur mjög vel út.“ „Við eigum svo leiki í Marseille og París á stórum leikvöngum. Íslendingar ættu því að geta fengið miða á þá leiki.“Heimir ræðir við Lars Lagerbäck.Vísir/AFPEigum möguleika gegn öllum liðunum Ungverjaland tryggði sér sæti á EM með því að vinna Noreg í umspilinu og Heimir segir að landsliðsþjálfararnir hafi fylgst vel með leikjum þeirra. „Þetta eru áþekk lið og við teljum okkur klárlega eiga möguleika þau bæði. Það er þar að auki stutt síðan við spiluðum við Austurríki sem er gott lið á mikilli siglingu. Það er minna talað um þá en Austurríkismenn eru flottir.“Sjá einnig: Birkir mætir liðsfélaga sínum á EM „Portúgal þekkja svo allir. Cristiano Ronaldo er öflugur leikmaður sem getur klárað leiki fyrir þá. En ég held að við eigum möguleika í alla þessa andstæðinga.“ Hann segir að ekki hafi verið enn rætt sérstaklega um markmið Íslands í keppninni en að liðið hljóti að stefna að því að fara upp úr riðlinum og spila fleiri leiki. „Allir í hópnum eru meðvitaðir um að við getum farið upp úr riðlinum,“ sagði Heimir.Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.Vísir/AFPDraumur okkar allra Heimir neitar því ekki að það sé mikil tilhlökkun fyrir mótið og draumur fyrir hann og alla aðra sem koma að liðinu að taka þátt í þessu ævintýri. „Það skiptir svo sem ekki máli hvort við séum að spila á 20 þúsund manna velli eða 80 þúsund - þetta er mikill heiður fyrir mann.“Sjá einnig: Þjóðin sátt á Twitter: „Draumariðill sem við vinnum“ Það var eðlilega mikið um að vera á drættinum í París í dag og Heimir sló á létta strengi við blaðamann Vísis. „Hér er mikið fjölmiðlafár og blaðamenn að hlaupa út um allt að fá viðtöl við alla þessa heimsþekktu þjálfara sem eru hér. Vicente del Bosque er í viðtali við allar stærstu sjónvarpsstöðvar heims en hér er ég að ræða við Vísi og Fréttablaðið. Það er bara gaman að þessu öllu saman.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira