300 kr./lítrinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Hér er pæling. Hvað myndi gerast ef olíulítrinn færi í þrjú hundruð krónur? „Galið!“ myndu flestir hrópa og spyrja, „hvað með útgjöld heimilanna? Hvað með verðbólguþrýstinginn? Hvað með kjarasamningana? Hvað með stöðugleikann?!“ Pælingin snýst þó ekki um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu eða auknar tekjur Rússa, Norðmanna og OPEC. Nei, þetta snýst um hærra kolefnisgjald á eldsneyti, þ.e.a.s innlenda skatttekju. Þessi pæling snýst ekki einu sinni um að auka tekjur ríkissjóðs, heldur um hækkun kolefnisgjalds í kjölfar LÆKKUNAR á öðrum sköttum. Það er nefnilega alveg hægt að hækka kolefnisgjald án þess að allt fari um koll og veski heimilanna tæmist. Olía er öflugur skattgreiðandi sem teygir sig um allt þjóðfélagið bæði í samgöngum og vöruflutningum. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út áhrifunum á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Við erum meira að segja nýbúin að ganga í gegnum umfangsmikla skattabreytingu á virðisaukaskattþrepum í vegasalti, þ.e. annað þrepið upp og hitt niður, þar sem reiknuð heildaráhrif á meðalheimilin voru í plús eða versta falli á núlli. Það er sem sagt hægt að hækka kolefnisgjald um 100 krónur án þess að setja allt á hliðina. Kolefnisskatturinn myndi gefa tugi milljarða á ári og lækka þyrfti aðra skatta í samræmi við það.En hvað myndi gerast? Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun verður í boði fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti eins og nú þegar er hafin t.d. hjá Carbon Recycling og Orkey myndi einnig eflast til muna. Þjóðarleiðtogar og aðrir stjórnamálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Árið 1990 var Kyoto-samningurinn innleiddur en síðan þá hafa margar lausnir í orkumálum eins og vindorka, sólarorka, LED-perur, rafbílar o.fl. þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Eina vandamálið er að lausnirnar eru örlítið dýrari en hin hefðbundna jarðefnaeldsneytislausn. En því ekki að brúa bilið með kolefnisgjaldi? Ja, það er að segja ef menn hafa yfirleitt einhvern áhuga á því að grípa til aðgerða? En alvöru kolefnisgjald gæfi líka ýmsa möguleika í hagstjórninni fyrir sniðuga ráðamenn. Skattlagning ferðamanna hefur t.d. vafist fyrir fólki og ef vilji er til að auka tekjurnar í þeim geira þá myndi hærra kolefnisgjald klárlega skapa meiri tekjur af ferðamönnum. Einnig mætti nota kolefnisgjaldið til að jafna olíuverð á móti rokkandi heimsmarkaðsverði, þ.e. lækka það þegar heimsmarkaðsverð rýkur upp og öfugt, og skapa þannig meiri stöðuleika. Stórfelld hækkun kolefnisgjalds samhliða samsvarandi lækkun almennra skatta myndi skila verulegum árangri í orku- og loftslagsmálum landsins, án þess að ógna stöðugleika. Notkun jarðefnaeldsneytis myndi snarminnka með tilheyrandi efnahagsbata, gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Tími alvöru aðgerða og stærri skrefa er kominn og þá er spurningin einungis þessi: Þora ráðamenn að skipta út yfirlýsingum fyrir aðgerðir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er pæling. Hvað myndi gerast ef olíulítrinn færi í þrjú hundruð krónur? „Galið!“ myndu flestir hrópa og spyrja, „hvað með útgjöld heimilanna? Hvað með verðbólguþrýstinginn? Hvað með kjarasamningana? Hvað með stöðugleikann?!“ Pælingin snýst þó ekki um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu eða auknar tekjur Rússa, Norðmanna og OPEC. Nei, þetta snýst um hærra kolefnisgjald á eldsneyti, þ.e.a.s innlenda skatttekju. Þessi pæling snýst ekki einu sinni um að auka tekjur ríkissjóðs, heldur um hækkun kolefnisgjalds í kjölfar LÆKKUNAR á öðrum sköttum. Það er nefnilega alveg hægt að hækka kolefnisgjald án þess að allt fari um koll og veski heimilanna tæmist. Olía er öflugur skattgreiðandi sem teygir sig um allt þjóðfélagið bæði í samgöngum og vöruflutningum. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út áhrifunum á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Við erum meira að segja nýbúin að ganga í gegnum umfangsmikla skattabreytingu á virðisaukaskattþrepum í vegasalti, þ.e. annað þrepið upp og hitt niður, þar sem reiknuð heildaráhrif á meðalheimilin voru í plús eða versta falli á núlli. Það er sem sagt hægt að hækka kolefnisgjald um 100 krónur án þess að setja allt á hliðina. Kolefnisskatturinn myndi gefa tugi milljarða á ári og lækka þyrfti aðra skatta í samræmi við það.En hvað myndi gerast? Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun verður í boði fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti eins og nú þegar er hafin t.d. hjá Carbon Recycling og Orkey myndi einnig eflast til muna. Þjóðarleiðtogar og aðrir stjórnamálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Árið 1990 var Kyoto-samningurinn innleiddur en síðan þá hafa margar lausnir í orkumálum eins og vindorka, sólarorka, LED-perur, rafbílar o.fl. þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Eina vandamálið er að lausnirnar eru örlítið dýrari en hin hefðbundna jarðefnaeldsneytislausn. En því ekki að brúa bilið með kolefnisgjaldi? Ja, það er að segja ef menn hafa yfirleitt einhvern áhuga á því að grípa til aðgerða? En alvöru kolefnisgjald gæfi líka ýmsa möguleika í hagstjórninni fyrir sniðuga ráðamenn. Skattlagning ferðamanna hefur t.d. vafist fyrir fólki og ef vilji er til að auka tekjurnar í þeim geira þá myndi hærra kolefnisgjald klárlega skapa meiri tekjur af ferðamönnum. Einnig mætti nota kolefnisgjaldið til að jafna olíuverð á móti rokkandi heimsmarkaðsverði, þ.e. lækka það þegar heimsmarkaðsverð rýkur upp og öfugt, og skapa þannig meiri stöðuleika. Stórfelld hækkun kolefnisgjalds samhliða samsvarandi lækkun almennra skatta myndi skila verulegum árangri í orku- og loftslagsmálum landsins, án þess að ógna stöðugleika. Notkun jarðefnaeldsneytis myndi snarminnka með tilheyrandi efnahagsbata, gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Tími alvöru aðgerða og stærri skrefa er kominn og þá er spurningin einungis þessi: Þora ráðamenn að skipta út yfirlýsingum fyrir aðgerðir?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun