Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 26-20 | Öruggt hjá Valsmönnum Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2015 16:00 Atli Már Báruson með skot að marki. vísir/ernir Valur tryggði sér í dag sæti í úrslitum deildarbikars HSÍ með öruggum sex marka sigri, 26-20, á Fram í íþróttahúsinu við Strandgötu. Valsmenn voru með undirtökin allan tímann en Fram náði aldrei að jafna metin né komast yfir í leiknum. Geir Guðmundsson var markahæstur í liði Vals með sjö mörk en hann og félagi hans á hægri vængnum, Sveinn Aron Sveinsson, drógu vagninn í Valssókninni og skoruðu 12 af 26 mörkum liðsins. Maður leiksins var hins vegar Sigurður Ingiberg Ólafsson sem varði 17 skot í Valsmarkinu, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Hjá Fram var fátt um fína drætti en liðið átti í stórkostlegum vandræðum með að skora úr uppstilltum sóknum í leiknum. Óðinn Þór Ríkharðsson, Sigurður Örn Þorsteinsson, Garðar B. Sigurjónsson og Stefán Baldvin Stefánsson voru markahæstir í liði Frammara með þrjú mörk hver. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur, spiluðu sterka vörn og Sigurður Ingiberg, sem byrjaði í markinu, varði vel. Valur komst í 3-0 og 6-2 en fimm af sex fyrstu mörkum liðsins komu eftir hraðaupphlaup. Valsmenn náðu mest fimm marka forystu, 8-3, um miðjan fyrri hálfleik en þá tóku leikmenn Fram við sér í vörninni og Kristófer Fannar Guðmundsson fann sig betur í markinu. Valur skoraði aðeins þrjú mörk á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks og Fram náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark. Sóknarleikur þeirra bláklæddu var reyndar slakur en liðið skoraði aðeins sex mörk úr uppstilltum sóknum í fyrri hálfleik og skotnýtingin var aðeins 41%. Valsmenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9, og allt útlit fyrir spennandi seinni hálfleik. Fram byrjaði hann ágætlega og Óðinn Þór minnkaði muninn í 12-11 þegar hann skoraði eftir hraðaupphlaup, en helmingur marka Frammara í leiknum kom eftir hraðar sóknir. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og gáfu aftur í. Þeir juku muninn jafnt og þétt og náðu mest átta marka forystu. Sóknarleikur Fram var vandræðalegur á löngum köflum, boltinn gekk ekkert út í hornin, ógnunin fyrir utan var lítil og mikið var um hnoð. Undir lokin skiptust liðin á mörkum en úrslitunum var ekki haggað. Lokatölur 26-20, Val í vil en liðið mætir annað hvort Haukum eða Aftureldingu í úrslitaleiknum á morgun.Geir: Er enn með samviskubit frá því í fyrra Geir Guðmundsson átti flottan leik þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Deildarbikars HSÍ með 26-20 sigri á Fram. Geir skoraði sjö mörk úr 10 skotum og var að vonum kátur eftir leikinn. Hann sagði Valsmenn hafa verið með góð tök á leiknum og unnið sannfærandi sigur. "Þetta var ekki auðvelt en mér fannst sigurinn aldrei vera í hættu. Þetta var fínt og aðeins þægilegra en ég bjóst við," sagði Geir en Valsmenn komust strax í 3-0 og leiddu allan leikinn. "Við byrjuðum af krafti og það var ekki aftur snúið." Geir sagði að það hafi ekki verið erfitt að koma sér í gang eftir jólin. "Neinei, ég iðaði alveg í skinninu að fara að spila handbolta. "Maður er bara búinn að vera í lyftingasalnum í jólafríinu og það er gaman að spila handbolta aftur," sagði Geir sem er staðráðinn í að vinna Deildarbikarinn en hann var ekki með þegar Valsmenn unnu þennan titil fyrir ári. "Ég hef aldrei unnið þennan titil og er enn með samviskubit frá því í fyrra. Það var ekki séns að ég færi að sleppa þessu núna," sagði Geir glaðbeittur að lokum.Guðlaugur: Fórum inn í skelina Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sagði að sínir menn hefðu farið illa að ráði sínu í sóknarleiknum gegn Val í undanúrslitum Deildarbikarsins í dag. "Mér fannst ekki vera dauft yfir okkur en við förum inn í skel þegar við klúðrum dauðafærum," sagði Guðlaugur eftir leik. "Mér fannst við standa vörnina ágætlega en við náðum kannski ekki að gíra okkur nægilega vel upp í leikinn. Valsmenn unnu þennan leik á vörninni hjá sér og hraðaupphlaupum." Uppstilltur sóknarleikur Fram gekk illa í dag en liðið var þó duglegt að keyra fram og skora úr hraðaupphlaupum en helmingur marka liðsins kom eftir hraðar sóknir. "Við náðum alltaf að saxa á forskotið þegar við kláruðum sóknirnar okkar vel og komust aftur í vörnina. "En um leið og við tókum slæm skot og fórum að klikka á dauðafærum var þetta erfitt," sagði Guðlaugur sem prófaði ýmsa nýja hluti í dag eins og að spila með tvo línumenn í sókninni. Hann sagði það hafa gengið ágætlega. "Það kom ágætlega út nokkrum sinnum en þetta er hlutur sem við þurfum að æfa betur. Svo voru nokkrir strákar sem fengu fleiri mínútur í dag en þeir hafa fengið í vetur," sagði Guðlaugur að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Valur tryggði sér í dag sæti í úrslitum deildarbikars HSÍ með öruggum sex marka sigri, 26-20, á Fram í íþróttahúsinu við Strandgötu. Valsmenn voru með undirtökin allan tímann en Fram náði aldrei að jafna metin né komast yfir í leiknum. Geir Guðmundsson var markahæstur í liði Vals með sjö mörk en hann og félagi hans á hægri vængnum, Sveinn Aron Sveinsson, drógu vagninn í Valssókninni og skoruðu 12 af 26 mörkum liðsins. Maður leiksins var hins vegar Sigurður Ingiberg Ólafsson sem varði 17 skot í Valsmarkinu, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Hjá Fram var fátt um fína drætti en liðið átti í stórkostlegum vandræðum með að skora úr uppstilltum sóknum í leiknum. Óðinn Þór Ríkharðsson, Sigurður Örn Þorsteinsson, Garðar B. Sigurjónsson og Stefán Baldvin Stefánsson voru markahæstir í liði Frammara með þrjú mörk hver. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur, spiluðu sterka vörn og Sigurður Ingiberg, sem byrjaði í markinu, varði vel. Valur komst í 3-0 og 6-2 en fimm af sex fyrstu mörkum liðsins komu eftir hraðaupphlaup. Valsmenn náðu mest fimm marka forystu, 8-3, um miðjan fyrri hálfleik en þá tóku leikmenn Fram við sér í vörninni og Kristófer Fannar Guðmundsson fann sig betur í markinu. Valur skoraði aðeins þrjú mörk á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks og Fram náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark. Sóknarleikur þeirra bláklæddu var reyndar slakur en liðið skoraði aðeins sex mörk úr uppstilltum sóknum í fyrri hálfleik og skotnýtingin var aðeins 41%. Valsmenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9, og allt útlit fyrir spennandi seinni hálfleik. Fram byrjaði hann ágætlega og Óðinn Þór minnkaði muninn í 12-11 þegar hann skoraði eftir hraðaupphlaup, en helmingur marka Frammara í leiknum kom eftir hraðar sóknir. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og gáfu aftur í. Þeir juku muninn jafnt og þétt og náðu mest átta marka forystu. Sóknarleikur Fram var vandræðalegur á löngum köflum, boltinn gekk ekkert út í hornin, ógnunin fyrir utan var lítil og mikið var um hnoð. Undir lokin skiptust liðin á mörkum en úrslitunum var ekki haggað. Lokatölur 26-20, Val í vil en liðið mætir annað hvort Haukum eða Aftureldingu í úrslitaleiknum á morgun.Geir: Er enn með samviskubit frá því í fyrra Geir Guðmundsson átti flottan leik þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Deildarbikars HSÍ með 26-20 sigri á Fram. Geir skoraði sjö mörk úr 10 skotum og var að vonum kátur eftir leikinn. Hann sagði Valsmenn hafa verið með góð tök á leiknum og unnið sannfærandi sigur. "Þetta var ekki auðvelt en mér fannst sigurinn aldrei vera í hættu. Þetta var fínt og aðeins þægilegra en ég bjóst við," sagði Geir en Valsmenn komust strax í 3-0 og leiddu allan leikinn. "Við byrjuðum af krafti og það var ekki aftur snúið." Geir sagði að það hafi ekki verið erfitt að koma sér í gang eftir jólin. "Neinei, ég iðaði alveg í skinninu að fara að spila handbolta. "Maður er bara búinn að vera í lyftingasalnum í jólafríinu og það er gaman að spila handbolta aftur," sagði Geir sem er staðráðinn í að vinna Deildarbikarinn en hann var ekki með þegar Valsmenn unnu þennan titil fyrir ári. "Ég hef aldrei unnið þennan titil og er enn með samviskubit frá því í fyrra. Það var ekki séns að ég færi að sleppa þessu núna," sagði Geir glaðbeittur að lokum.Guðlaugur: Fórum inn í skelina Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sagði að sínir menn hefðu farið illa að ráði sínu í sóknarleiknum gegn Val í undanúrslitum Deildarbikarsins í dag. "Mér fannst ekki vera dauft yfir okkur en við förum inn í skel þegar við klúðrum dauðafærum," sagði Guðlaugur eftir leik. "Mér fannst við standa vörnina ágætlega en við náðum kannski ekki að gíra okkur nægilega vel upp í leikinn. Valsmenn unnu þennan leik á vörninni hjá sér og hraðaupphlaupum." Uppstilltur sóknarleikur Fram gekk illa í dag en liðið var þó duglegt að keyra fram og skora úr hraðaupphlaupum en helmingur marka liðsins kom eftir hraðar sóknir. "Við náðum alltaf að saxa á forskotið þegar við kláruðum sóknirnar okkar vel og komust aftur í vörnina. "En um leið og við tókum slæm skot og fórum að klikka á dauðafærum var þetta erfitt," sagði Guðlaugur sem prófaði ýmsa nýja hluti í dag eins og að spila með tvo línumenn í sókninni. Hann sagði það hafa gengið ágætlega. "Það kom ágætlega út nokkrum sinnum en þetta er hlutur sem við þurfum að æfa betur. Svo voru nokkrir strákar sem fengu fleiri mínútur í dag en þeir hafa fengið í vetur," sagði Guðlaugur að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira