Bessastaðabragur Sigurjón M. Egilsson skrifar 2. janúar 2015 06:15 Ísland best í heimi, eða því sem næst, var innihald nýársávarps Ólaf Ragnar Grímssonar forseta Íslands. Hann sló á gamlar en margnotaðar nótur í ávarpi sínu. Sagði okkur að bera okkur vel, ýmsir nafngreindir útlendingar hefðu komist að einu og öðru hreint ágætu um okkur Íslendinga. Og þess eigum við að njóta. Gera sem minnst úr gagnrýni. „Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð,“ sagði forseti Íslands. Þetta er gamalkunnugt stef. Stef sem hluti þjóðarinnar kann vel og hljómar undur vel í eyrum sumra, en kann að hljóma sem örgustu öfugmæli í eyrum annarra. Ekki síst vegna þess að hér býr fólk með afar ólíka stöðu, afkomu og öryggi. Aftur til ávarps forsetans: „Stundum þurfum við áminningar að utan til að sjá stöðu okkar í samhengi við aðra,“ sagði hann. Þetta er mikið rétt hjá forseta. Við höfum þurft áminningar utan frá til að sjá stöðu okkar. Gott er að muna slakan árangur menntakerfisins, þar sem við erum langtum síðri en flest nágrannalönd okkar, við ein nálægra þjóða þurfum að styðjast við verðtryggingu með hennar göllum, við búum við hærra matarverð en margar aðrar þjóðir, verri námslán en boðin eru annars staðar. Forsetinn talaði vissulega um fátækt. „Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn.“ Þetta eru óbreytt orð forseta Íslands frá því gær, 1. janúar, nýársdag. Daginn áður, 31. desember, sat hann ríkisráðsfund með ríkisstjórn Íslands. Það er vonandi að hann hafi sagt þetta líka á þeim fundi. Sama dag og forseti Íslands lét þessi orð falla í ávarpi til þjóðarinnar, kom vilji ríkisstjórnarinnar til framkvæmda, það er að stytta rétt atvinnulausra til bóta um hálft ár og hefur réttur þessa fólks ekki verið eins skammur í langan, langan tíma. Því fólki er vísað til sveitarfélaga eða á guð og gaddinn. Ekki er mikið gerandi með orð um annað og betra en þær staðreyndir sem blasa við okkur. Samt má ekki gera lítið úr fögrum orðum útlendinga um Ísland og Íslendinga, þau endurspegla fráleitt allt samfélagið. Forsetinn talaði ekki um biðlistana, ekki að margt af okkar hæfasta fólki flýr land, ekki um nýtilkomin aldursmörk til náms, ekki um meiri aðsókn til hjálparsamtaka, ekki um ömurlega umgengni um landið okkar í langan tíma og áfram og áfram er hægt að telja. Það var nánast raunalegt að hlusta á forseta Íslands í gær og eflaust hverri manneskju hollt að gera sem minnst með það sem hann sagði. Bessastaðablús gærdagsins var falskur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ísland best í heimi, eða því sem næst, var innihald nýársávarps Ólaf Ragnar Grímssonar forseta Íslands. Hann sló á gamlar en margnotaðar nótur í ávarpi sínu. Sagði okkur að bera okkur vel, ýmsir nafngreindir útlendingar hefðu komist að einu og öðru hreint ágætu um okkur Íslendinga. Og þess eigum við að njóta. Gera sem minnst úr gagnrýni. „Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð,“ sagði forseti Íslands. Þetta er gamalkunnugt stef. Stef sem hluti þjóðarinnar kann vel og hljómar undur vel í eyrum sumra, en kann að hljóma sem örgustu öfugmæli í eyrum annarra. Ekki síst vegna þess að hér býr fólk með afar ólíka stöðu, afkomu og öryggi. Aftur til ávarps forsetans: „Stundum þurfum við áminningar að utan til að sjá stöðu okkar í samhengi við aðra,“ sagði hann. Þetta er mikið rétt hjá forseta. Við höfum þurft áminningar utan frá til að sjá stöðu okkar. Gott er að muna slakan árangur menntakerfisins, þar sem við erum langtum síðri en flest nágrannalönd okkar, við ein nálægra þjóða þurfum að styðjast við verðtryggingu með hennar göllum, við búum við hærra matarverð en margar aðrar þjóðir, verri námslán en boðin eru annars staðar. Forsetinn talaði vissulega um fátækt. „Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn.“ Þetta eru óbreytt orð forseta Íslands frá því gær, 1. janúar, nýársdag. Daginn áður, 31. desember, sat hann ríkisráðsfund með ríkisstjórn Íslands. Það er vonandi að hann hafi sagt þetta líka á þeim fundi. Sama dag og forseti Íslands lét þessi orð falla í ávarpi til þjóðarinnar, kom vilji ríkisstjórnarinnar til framkvæmda, það er að stytta rétt atvinnulausra til bóta um hálft ár og hefur réttur þessa fólks ekki verið eins skammur í langan, langan tíma. Því fólki er vísað til sveitarfélaga eða á guð og gaddinn. Ekki er mikið gerandi með orð um annað og betra en þær staðreyndir sem blasa við okkur. Samt má ekki gera lítið úr fögrum orðum útlendinga um Ísland og Íslendinga, þau endurspegla fráleitt allt samfélagið. Forsetinn talaði ekki um biðlistana, ekki að margt af okkar hæfasta fólki flýr land, ekki um nýtilkomin aldursmörk til náms, ekki um meiri aðsókn til hjálparsamtaka, ekki um ömurlega umgengni um landið okkar í langan tíma og áfram og áfram er hægt að telja. Það var nánast raunalegt að hlusta á forseta Íslands í gær og eflaust hverri manneskju hollt að gera sem minnst með það sem hann sagði. Bessastaðablús gærdagsins var falskur.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun