Tandri Már: Stór nöfn í landsliðinu og erfitt að komast í hópinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2015 07:00 Tandri Már hlustar á Guðjón Val Sigurðsson landsliðsfyrirliða á æfingu íslenska landsliðsins fyrr í vikunni. Vísir/Valli Skyttan Tandri Már Konráðsson er einn þeirra sem berst um að komast með íslenska landsliðinu á HM í Katar sem hefst síðar í mánuðinum. Tandri Már hélt sumarið 2013 til Danmerkur þar sem hann spilaði með TM Tönder í dönsku B-deildinni en unnusta hans, Stella Sigurðardóttir, var þá á mála hjá SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni. Síðastliðið sumar söðlaði hann um og hélt til Stokkhólms og hefur hann verið í stóru hlutverki hjá Ricoh sem er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið er í ellefta sæti af fjórtán liðum og er Tandri Már markahæsti leikmaður liðsins með 87 mörk í nítján leikjum. Tandri Már lék sína fyrstu landsleiki fyrr á árinu er hann tók þátt í æfingaleikjunum gegn Portúgal en engu að síður segir hann að það hafi komið sér á óvart að fá kallið frá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara nú.Geri heiðarlega tilraun og sé til „Ég var fyrst og fremst að einbeita mér að því að standa mig vel í Svíþjóð og því er þetta aukabónus að fá þetta tækifæri með landsliðinu,“ sagði Tandri Már sem segist ekki velta því mikið fyrir sér hvort hann komist í gegnum lokaniðurskurðinn og fari með til Katar. „Ég geri bara heiðarlega tilraun til þess og sýni mitt besta á æfingum. Það eru stór nöfn í landsliðinu og erfitt að komast í hópinn. Ef það tækist væri það bara bónus – ef ekki þá er það bara næsta skipti,“ segir Tandri hógvær. Ricoh er þjálfað af Ingemar Linnéll, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svía og Tandri ber honum vel söguna. „Hann er toppnáungi og leggur mikla áherslu á að öllum líði vel. Það skilar sér inn í hópinn,“ segir Tandri. „Ég hef getað æft mikið í vetur og bætt mig líka sem leikmann enda með stórt hlutverk í liðinu.“Vísir/ValliSkora mikið í seinni bylgju Hann segist einnig hafa bætt sig sem varnarmaður en Tandri segir líklegt að leiðin fyrir hann inn í landsliðið felist fyrst og fremst í þeim möguleikum að komast inn sem varnarmaður. „Algjörlega. Mér finnst gaman að spila vörn og að láta hina og þessa finna fyrir því. Þar fyrir utan hef ég verið að skora mikið í seinni bylgjunni [í hraðaupphlaupum] og tel það styrk að ég geti borið boltann upp, komið á mikilli fart og skotið. Minn gluggi inn í landsliðið núna er að koma inn sem varnarmaður,“ segir hann. „En fyrst og fremst er það heiður fyrir mig að fá að vera með og þetta er frábært tækifæri. Það stefna allir að þessu og nú er þetta orðið að raunveruleika hjá mér.“ Ísland mætir Þýskalandi í sínum fyrstu æfingaleikjum fyrir HM í Katar í Laugardalshöllinni á sunnudag og mánudag. Liðið spilar svo æfingaleiki í Svíþjóð og Danmörku áður en það mætir Svíum í fyrsta leik á HM föstudaginn 16. janúar. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55 Sverre byrjar að æfa eftir áramót Sverre Andreas Jakobsson var ekki á æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá hófst formlegur undirbúningur þess fyrir HM í Katar. 31. desember 2014 06:00 Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30 „Hef vandræðalega gaman af flugeldum“ Landsliðsfyriliðinn Guðjón Valur Sigurðsson spjallaði um lífið í Barcelona í Bítinu á Bylgjunni. 29. desember 2014 14:30 Landsliðsfyrirliðinn fordæmir árásina á Aron „Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina. 31. desember 2014 08:00 Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Skyttan Tandri Már Konráðsson er einn þeirra sem berst um að komast með íslenska landsliðinu á HM í Katar sem hefst síðar í mánuðinum. Tandri Már hélt sumarið 2013 til Danmerkur þar sem hann spilaði með TM Tönder í dönsku B-deildinni en unnusta hans, Stella Sigurðardóttir, var þá á mála hjá SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni. Síðastliðið sumar söðlaði hann um og hélt til Stokkhólms og hefur hann verið í stóru hlutverki hjá Ricoh sem er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið er í ellefta sæti af fjórtán liðum og er Tandri Már markahæsti leikmaður liðsins með 87 mörk í nítján leikjum. Tandri Már lék sína fyrstu landsleiki fyrr á árinu er hann tók þátt í æfingaleikjunum gegn Portúgal en engu að síður segir hann að það hafi komið sér á óvart að fá kallið frá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara nú.Geri heiðarlega tilraun og sé til „Ég var fyrst og fremst að einbeita mér að því að standa mig vel í Svíþjóð og því er þetta aukabónus að fá þetta tækifæri með landsliðinu,“ sagði Tandri Már sem segist ekki velta því mikið fyrir sér hvort hann komist í gegnum lokaniðurskurðinn og fari með til Katar. „Ég geri bara heiðarlega tilraun til þess og sýni mitt besta á æfingum. Það eru stór nöfn í landsliðinu og erfitt að komast í hópinn. Ef það tækist væri það bara bónus – ef ekki þá er það bara næsta skipti,“ segir Tandri hógvær. Ricoh er þjálfað af Ingemar Linnéll, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svía og Tandri ber honum vel söguna. „Hann er toppnáungi og leggur mikla áherslu á að öllum líði vel. Það skilar sér inn í hópinn,“ segir Tandri. „Ég hef getað æft mikið í vetur og bætt mig líka sem leikmann enda með stórt hlutverk í liðinu.“Vísir/ValliSkora mikið í seinni bylgju Hann segist einnig hafa bætt sig sem varnarmaður en Tandri segir líklegt að leiðin fyrir hann inn í landsliðið felist fyrst og fremst í þeim möguleikum að komast inn sem varnarmaður. „Algjörlega. Mér finnst gaman að spila vörn og að láta hina og þessa finna fyrir því. Þar fyrir utan hef ég verið að skora mikið í seinni bylgjunni [í hraðaupphlaupum] og tel það styrk að ég geti borið boltann upp, komið á mikilli fart og skotið. Minn gluggi inn í landsliðið núna er að koma inn sem varnarmaður,“ segir hann. „En fyrst og fremst er það heiður fyrir mig að fá að vera með og þetta er frábært tækifæri. Það stefna allir að þessu og nú er þetta orðið að raunveruleika hjá mér.“ Ísland mætir Þýskalandi í sínum fyrstu æfingaleikjum fyrir HM í Katar í Laugardalshöllinni á sunnudag og mánudag. Liðið spilar svo æfingaleiki í Svíþjóð og Danmörku áður en það mætir Svíum í fyrsta leik á HM föstudaginn 16. janúar.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55 Sverre byrjar að æfa eftir áramót Sverre Andreas Jakobsson var ekki á æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá hófst formlegur undirbúningur þess fyrir HM í Katar. 31. desember 2014 06:00 Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30 „Hef vandræðalega gaman af flugeldum“ Landsliðsfyriliðinn Guðjón Valur Sigurðsson spjallaði um lífið í Barcelona í Bítinu á Bylgjunni. 29. desember 2014 14:30 Landsliðsfyrirliðinn fordæmir árásina á Aron „Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina. 31. desember 2014 08:00 Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55
Sverre byrjar að æfa eftir áramót Sverre Andreas Jakobsson var ekki á æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá hófst formlegur undirbúningur þess fyrir HM í Katar. 31. desember 2014 06:00
Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30
„Hef vandræðalega gaman af flugeldum“ Landsliðsfyriliðinn Guðjón Valur Sigurðsson spjallaði um lífið í Barcelona í Bítinu á Bylgjunni. 29. desember 2014 14:30
Landsliðsfyrirliðinn fordæmir árásina á Aron „Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina. 31. desember 2014 08:00
Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33
Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05