Ég er Charlie Elín Hirst skrifar 9. janúar 2015 10:53 Afar öflug skilaboð eru nú send til umheimsins vegna hinna hroðalegu morða á ritstjórnarskrifstofu skoptímaritsins Charlie Hebdo. Skilaboðin eru einfaldlega „Ég er Charlie“ eða „Je suis Charlie“. Hundruð þúsunda manna hafa safnast saman á götum og torgum í Frakklandi og öðrum löndum og halda á skiltum með þessari áletrun. Skilaboðin sem beint er til hryðjuverkamanna um allan heim eru hárbeitt og hitta beint í mark, en jafnframt eru þau margslungin. Í fyrsta lagi lýsa þau yfir stuðningi og samúð við fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar, en 12 starfsmenn á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París létu lífið þegar hryðjuverkamenn réðust þar til atlögu. Í öðru lagi lýsa þau yfir stuðningi við tjáningarfrelsið sem er einn helsti grundvöllur vestrænna lýðræðissamfélaga. Fréttamenn Charlie Hebdo eru þekktir fyrir vægðarlaust háð og ósvífni og eru íslömsk öfgaöfl meðal þeirra fjölmörgu sem hafa verið skotspónn blaðsins. Þetta geta öfgasamtök eða hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Múhameð spámann ekki sætt sig við og því eru skilaboðin „Ég er Charlie“ þau að þetta sé atlaga að tjáningarfrelsinu, og almenningur á Vesturlöndum hyggst standa dyggan vörð um þau grundvallargildi. „Ég er Charlie“ eru einnig skilaboð um að menn hyggist ekki gefast upp gegn þeirri óþolandi ógn sem hryðjuverkasamtök eru um allan heim heldur standa þétt saman. Nú er hins vegar Vesturlandabúa að sýna að þeir hafi visku og dómgreind til að greina á milli saklauss fólks sem er íslamstrúar og öfgamanna sem fara um og dreifa blóði í nafni trúarinnar. Í fréttum í gær var rætt við íslenska konu sem einmitt óttast að kynþáttahatur aukist enn í kjölfar atburðanna, en það sem hún sagði kom beint frá hjartanu og er ofurskiljanlegt: „Ég neita því ekki að ég er fegin að vera ljóshærð kona, hér í París í dag, en ekki dökk á hörund.“ Slagorðin „Ég er Charlie“ eða „Je suis Charlie“ eru afar öflugt sameiningartákn ásamt því að vera skýr skilaboð til hryðjuverkasamtaka um heim allan, eins og áður segir, en látum þau líka vera áminningu til okkar sjálfra um hvernig við viljum koma fram við annað saklaust og heiðarlegt fólk sama hvar í heiminum það er upprunnið eða hverrar trúar það er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Afar öflug skilaboð eru nú send til umheimsins vegna hinna hroðalegu morða á ritstjórnarskrifstofu skoptímaritsins Charlie Hebdo. Skilaboðin eru einfaldlega „Ég er Charlie“ eða „Je suis Charlie“. Hundruð þúsunda manna hafa safnast saman á götum og torgum í Frakklandi og öðrum löndum og halda á skiltum með þessari áletrun. Skilaboðin sem beint er til hryðjuverkamanna um allan heim eru hárbeitt og hitta beint í mark, en jafnframt eru þau margslungin. Í fyrsta lagi lýsa þau yfir stuðningi og samúð við fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar, en 12 starfsmenn á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París létu lífið þegar hryðjuverkamenn réðust þar til atlögu. Í öðru lagi lýsa þau yfir stuðningi við tjáningarfrelsið sem er einn helsti grundvöllur vestrænna lýðræðissamfélaga. Fréttamenn Charlie Hebdo eru þekktir fyrir vægðarlaust háð og ósvífni og eru íslömsk öfgaöfl meðal þeirra fjölmörgu sem hafa verið skotspónn blaðsins. Þetta geta öfgasamtök eða hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Múhameð spámann ekki sætt sig við og því eru skilaboðin „Ég er Charlie“ þau að þetta sé atlaga að tjáningarfrelsinu, og almenningur á Vesturlöndum hyggst standa dyggan vörð um þau grundvallargildi. „Ég er Charlie“ eru einnig skilaboð um að menn hyggist ekki gefast upp gegn þeirri óþolandi ógn sem hryðjuverkasamtök eru um allan heim heldur standa þétt saman. Nú er hins vegar Vesturlandabúa að sýna að þeir hafi visku og dómgreind til að greina á milli saklauss fólks sem er íslamstrúar og öfgamanna sem fara um og dreifa blóði í nafni trúarinnar. Í fréttum í gær var rætt við íslenska konu sem einmitt óttast að kynþáttahatur aukist enn í kjölfar atburðanna, en það sem hún sagði kom beint frá hjartanu og er ofurskiljanlegt: „Ég neita því ekki að ég er fegin að vera ljóshærð kona, hér í París í dag, en ekki dökk á hörund.“ Slagorðin „Ég er Charlie“ eða „Je suis Charlie“ eru afar öflugt sameiningartákn ásamt því að vera skýr skilaboð til hryðjuverkasamtaka um heim allan, eins og áður segir, en látum þau líka vera áminningu til okkar sjálfra um hvernig við viljum koma fram við annað saklaust og heiðarlegt fólk sama hvar í heiminum það er upprunnið eða hverrar trúar það er.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar