Aðgerða þörf – núna Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Þegar nú stjórnvöld víða um heim sjá fram á æ alvarlegra ástand heima fyrir og í samskiptum þjóða, til dæmis í Asíu þar sem gríðarlegur mannfjöldi er háður jökulvatni jafnt sem sjávarstöðu, er tvennt í stöðunni. Við verðum að vinna gegn manngerðum orsökum loftslagsbreytinga. Það merkir hraðan og mikinn samdrátt í losun gróðurhúsagasa og feiknaátak í landvernd og endurheimt lággróðurs og skóga sem binda gösin á landi. Auk þess þarf að lina og lágmarka áhrif veðurfarsbreytinga á samfélög þjóða. Það merkir mótvægisaðgerðir og ákvarðanir um hvernig samvinna þjóða, ekki bara um rannsóknir og upplýsingar, getur hjálpað þeim sem harðast verða úti. Nógu margar einhlítar skýrslur liggja frammi og nægar rannsóknaniðurstöður eru opinberar, líka úr fjarlægum heimshornum, til þess að hefjast megi handa fyrir alvöru við bæði þessi verkefni. Hingað til hafa hvorki orðið nægar framfarir við að minnka losun né heldur við að ákvarða viðbrögð við rýrnun jökla, súrnun hafsins eða hækkun sjávarborðs á heimsvísu. Það merkir auðvitað ekki að minnka skuli rannsóknir eða fræðslu um stöðu og horfur, aðeins að þær eru ekki lengur í fyrsta sæti og eiga ekki að hljóta mesta athygli stjórnvalda, ákvarðenda, fyrirtækja og stofnana. Nú eru tiltektirnar númer eitt; aðgerðir sem taka í raun og veru á vandanum. Þetta á við alþjóðaumsvif eins og t.d. stóru ríkjaráðstefnuna í Kaupmannahöfn haustið 2015 og mikið af starfi Norðurheimskautsráðsins, eða samkomur á borð við Arctic Circle í Reykjavík eða aprílráðstefnu í Bútan um Himalayajökla. Alls staðar þarf, um hríð a.m.k., að hyggja að orsökum en ekki fyrst og fremst afleiðingum hlýnunarinnar. Hvert ríki verður að setja skorður við eigin eyðandi aðgerðir og horfast í augu við bæði orsakir og afleiðingar hitastigshækkunar upp á 3-4 stig en ekki 1-2 eins og lengi var ráð fyrir gert. Olíuríki, s.s. Noregur, Bretland, Rússland og Bandaríkin, verða að endurskoða orkustefnu sína og áætlanir um víðtæka olíuvinnslu í norðrinu, ásamt ástandi sjávarvarna. Stóru uppgangsríkin, s.s. Kína og Indland, geta ekki haldið áfram á braut óheftrar iðnvæðingar með gamla laginu, eða sókn í olíu, og skrúfað upp samgöngur með jarðefnaeldsneyti eins og ekkert hafi í skorist. Þessar augljósu mótsagnir þarfnast raunhæfra aðgerða en ekki Pollýönnuleiks. Íslenskir stjórnmálamenn, hvar sem þeir sitja, eiga að ganga á undan með vitrænu fordæmi. Sama gildir um önnur Evrópuríki, innan eða utan ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar nú stjórnvöld víða um heim sjá fram á æ alvarlegra ástand heima fyrir og í samskiptum þjóða, til dæmis í Asíu þar sem gríðarlegur mannfjöldi er háður jökulvatni jafnt sem sjávarstöðu, er tvennt í stöðunni. Við verðum að vinna gegn manngerðum orsökum loftslagsbreytinga. Það merkir hraðan og mikinn samdrátt í losun gróðurhúsagasa og feiknaátak í landvernd og endurheimt lággróðurs og skóga sem binda gösin á landi. Auk þess þarf að lina og lágmarka áhrif veðurfarsbreytinga á samfélög þjóða. Það merkir mótvægisaðgerðir og ákvarðanir um hvernig samvinna þjóða, ekki bara um rannsóknir og upplýsingar, getur hjálpað þeim sem harðast verða úti. Nógu margar einhlítar skýrslur liggja frammi og nægar rannsóknaniðurstöður eru opinberar, líka úr fjarlægum heimshornum, til þess að hefjast megi handa fyrir alvöru við bæði þessi verkefni. Hingað til hafa hvorki orðið nægar framfarir við að minnka losun né heldur við að ákvarða viðbrögð við rýrnun jökla, súrnun hafsins eða hækkun sjávarborðs á heimsvísu. Það merkir auðvitað ekki að minnka skuli rannsóknir eða fræðslu um stöðu og horfur, aðeins að þær eru ekki lengur í fyrsta sæti og eiga ekki að hljóta mesta athygli stjórnvalda, ákvarðenda, fyrirtækja og stofnana. Nú eru tiltektirnar númer eitt; aðgerðir sem taka í raun og veru á vandanum. Þetta á við alþjóðaumsvif eins og t.d. stóru ríkjaráðstefnuna í Kaupmannahöfn haustið 2015 og mikið af starfi Norðurheimskautsráðsins, eða samkomur á borð við Arctic Circle í Reykjavík eða aprílráðstefnu í Bútan um Himalayajökla. Alls staðar þarf, um hríð a.m.k., að hyggja að orsökum en ekki fyrst og fremst afleiðingum hlýnunarinnar. Hvert ríki verður að setja skorður við eigin eyðandi aðgerðir og horfast í augu við bæði orsakir og afleiðingar hitastigshækkunar upp á 3-4 stig en ekki 1-2 eins og lengi var ráð fyrir gert. Olíuríki, s.s. Noregur, Bretland, Rússland og Bandaríkin, verða að endurskoða orkustefnu sína og áætlanir um víðtæka olíuvinnslu í norðrinu, ásamt ástandi sjávarvarna. Stóru uppgangsríkin, s.s. Kína og Indland, geta ekki haldið áfram á braut óheftrar iðnvæðingar með gamla laginu, eða sókn í olíu, og skrúfað upp samgöngur með jarðefnaeldsneyti eins og ekkert hafi í skorist. Þessar augljósu mótsagnir þarfnast raunhæfra aðgerða en ekki Pollýönnuleiks. Íslenskir stjórnmálamenn, hvar sem þeir sitja, eiga að ganga á undan með vitrænu fordæmi. Sama gildir um önnur Evrópuríki, innan eða utan ESB.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun