Er sjálfsagt að svíkja fyrirheit? Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 28. febrúar 2015 08:07 Ekkert lyklafrumvarp er í smíðum. „Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013.“ Þetta segir í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá vordögum hennar. Við þessi fyrirheit verður ekki staðið samkvæmt því sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra upplýsti á Alþingi í gær. Og kemur eflaust mörgum á óvart. Ólöf hafði áður gefið fyrirheit um lyklaleiðina. „Það er alveg rétt og þarf ekki að hafa mörg orð um það að lyklaleiðin var ein þeirra leiða sem við sjálfstæðismenn töluðum um á síðasta kjörtímabili og var líka hluti af þeim skuldapælingum sem ég ræddi um á flokksráðsfundi árið 2012,“ sagði Ólöf í ræðustól Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar spurði hana um málið. Niðurstaðan er mörgum vonbrigði. Fólkið sem skuldar umfram eignir batt vonir við að geta gengið út skuldlaust og þá einnig eignalaust. Nú blasir við að eignirnar eru tapaðar en skuldirnar hverfa ekki. Það er ömurlegt hlutskipti. Í sömu aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána.“ Þarna stangast orð ráðherrans á við það sem talið var að væri í pípunum. Í aðgerðaáætluninni, boðorðunum tíu, sem var samþykkt á Alþingi skömmu eftir að ríkisstjórnin tók við, var gert ráð fyrir hvoru tveggja, leiðréttingunni og lyklaleiðinni. Nú er verið að blása lausnina fyrir verst settu skuldarana af. Staða þess fólks verður erfið um langa framtíð. Helgi Hjörvar gerði forsíðufrétt Fréttablaðsins frá því gær að umtalsefni. Þar sagði Ásgeir Jónsson hagfræðingur um afnám fjármagnshaftanna: „Meginhluti af lánum heimilanna er verðtryggður og gengislán og verðtryggt lán er nokkurn veginn sama lánið. Það þarf að undirbúa almenning fyrir þetta og undirbúa stofnanakerfið þannig að þetta sé einfaldlega pólitískt mögulegt.“ Helgi Hjörvar sagði á Alþingi: „Nú eru auðvitað vaxandi áhyggjur af því að við afnám gjaldeyrishafta geti skuldir heimilanna aftur rokið upp úr öllu valdi. Þá væri það auðvitað mikilvæg trygging fyrir heimilin í landinu ef búið væri að ganga frá því í lög að sama staða kæmi ekki upp aftur, sem ég tel að hafi verið mistök af okkur hér á Alþingi, að heimilin yfirhöfuð geti lent í þeirri stöðu að vera yfirskuldsett.“ Ólöf sagði að mörgu að hyggja við losun haftanna, en á Alþingi í gær kvað hún upp úr með að þeir skuldara sem eru í hvað verstri stöðu geta hætt að vonast til að geta gengið út af heimilum sínum skuldlausir. Skuldirnar munu fylgja þeim, hvert sem þeir fara. Trúlega eru þetta vond skilaboð fyrir það fólk sem fyrir verður. Við hin verðum að spyrja hvort það gangi að stjórnmálamenn segi eitt en geri annað. Framundan eru átök um slit á Evrópuviðræðunum, þrátt fyrir skýr loforð um annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ekkert lyklafrumvarp er í smíðum. „Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013.“ Þetta segir í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá vordögum hennar. Við þessi fyrirheit verður ekki staðið samkvæmt því sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra upplýsti á Alþingi í gær. Og kemur eflaust mörgum á óvart. Ólöf hafði áður gefið fyrirheit um lyklaleiðina. „Það er alveg rétt og þarf ekki að hafa mörg orð um það að lyklaleiðin var ein þeirra leiða sem við sjálfstæðismenn töluðum um á síðasta kjörtímabili og var líka hluti af þeim skuldapælingum sem ég ræddi um á flokksráðsfundi árið 2012,“ sagði Ólöf í ræðustól Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar spurði hana um málið. Niðurstaðan er mörgum vonbrigði. Fólkið sem skuldar umfram eignir batt vonir við að geta gengið út skuldlaust og þá einnig eignalaust. Nú blasir við að eignirnar eru tapaðar en skuldirnar hverfa ekki. Það er ömurlegt hlutskipti. Í sömu aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána.“ Þarna stangast orð ráðherrans á við það sem talið var að væri í pípunum. Í aðgerðaáætluninni, boðorðunum tíu, sem var samþykkt á Alþingi skömmu eftir að ríkisstjórnin tók við, var gert ráð fyrir hvoru tveggja, leiðréttingunni og lyklaleiðinni. Nú er verið að blása lausnina fyrir verst settu skuldarana af. Staða þess fólks verður erfið um langa framtíð. Helgi Hjörvar gerði forsíðufrétt Fréttablaðsins frá því gær að umtalsefni. Þar sagði Ásgeir Jónsson hagfræðingur um afnám fjármagnshaftanna: „Meginhluti af lánum heimilanna er verðtryggður og gengislán og verðtryggt lán er nokkurn veginn sama lánið. Það þarf að undirbúa almenning fyrir þetta og undirbúa stofnanakerfið þannig að þetta sé einfaldlega pólitískt mögulegt.“ Helgi Hjörvar sagði á Alþingi: „Nú eru auðvitað vaxandi áhyggjur af því að við afnám gjaldeyrishafta geti skuldir heimilanna aftur rokið upp úr öllu valdi. Þá væri það auðvitað mikilvæg trygging fyrir heimilin í landinu ef búið væri að ganga frá því í lög að sama staða kæmi ekki upp aftur, sem ég tel að hafi verið mistök af okkur hér á Alþingi, að heimilin yfirhöfuð geti lent í þeirri stöðu að vera yfirskuldsett.“ Ólöf sagði að mörgu að hyggja við losun haftanna, en á Alþingi í gær kvað hún upp úr með að þeir skuldara sem eru í hvað verstri stöðu geta hætt að vonast til að geta gengið út af heimilum sínum skuldlausir. Skuldirnar munu fylgja þeim, hvert sem þeir fara. Trúlega eru þetta vond skilaboð fyrir það fólk sem fyrir verður. Við hin verðum að spyrja hvort það gangi að stjórnmálamenn segi eitt en geri annað. Framundan eru átök um slit á Evrópuviðræðunum, þrátt fyrir skýr loforð um annað.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun