Eitraður moli Al-Thani dóms Heiðrún Lind Marteinsdóttir hdl skrifar 4. mars 2015 07:00 Dómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu er allrar athygli verður. Þrátt fyrir að hinni efnislegu niðurstöðu verði ekki breytt, er nauðsynlegt að fjalla um einstakar forsendur niðurstöðu Hæstaréttar. Í þessum örpistli er aðeins ráðrúm til að beina sjónum að einum anga málsins. Varðar hann hlerun símtala sakborninga við verjendur. Samkvæmt 36. gr. sakamálalaga er verjanda heimilt að tala einslega við skjólstæðing. Þá er einnig kveðið á um það í 85. gr. sakamálalaga að ef upptökur hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda skal eyða þeim þegar í stað. Upptökur símtala eru í höndum fjarskiptafyrirtækja. Í Al-Thani málinu lá fyrir að tekin voru upp samtöl tveggja sakborninga við verjendur og að símtölunum var ekki eytt þegar í stað. Í niðurstöðu Hæstaréttar eru mótbárur sakborninga vegna þessa að engu hafðar. Byggir á því að þessi gögn hafi ekki verið nýtt til sönnunar, auk þess sem Hæstiréttur fær ekki „séð hvernig lögregla gæti almennt hagað aðgerðum við hlustun síma sakbornings á annan hátt en gert var í þessu tilviki […], enda verður hvorki séð fyrir hvort símtal sakbornings kunni að vera við verjanda fremur en annan né hefur lögregla heimild í XI. kafla laga nr. 88/2008 til að fela öðrum framkvæmd þessa inngrips í friðhelgi einkalífs manna að hlusta á símtöl þeirra.“ Niðurstaða þessi vekur ugg. Ekki er hægt að tryggja grundvallarrétt sakaðs manns til trúnaðarsamtals við verjanda ef það kemur í hlut rannsakanda að kanna hvort samtöl séu við verjanda og hvort þau njóti trúnaðar. Aukinheldur er alþekkt erlendis að framkvæmd er hagað öðruvísi. Af niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu má ráða að það fari gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að starfsmaður stjórnvalds framkvæmi rannsókn á því hvort upptekin símtöl séu við verjanda og hvort þeim skuli eytt. Þetta var m.a. staðfest í máli Kopp gegn Sviss, þar sem dómstóllinn fann að því að yfirmaður lögfræðisviðs svissnesku póstþjónustunnar, sem var ríkisrekin, hafi haft umsjón með þessu verki án eftirlits sjálfstæðs dómara. Í máli Aalmoes gegn Hollandi var það hins vegar talið samrýmanlegt 8. gr. MSE að aðili frá hollenska lögmannafélaginu hefði aðkomu að mati á því hvaða símtöl væru háð trúnaði. Álitaefni þessi eru nátengd rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar skv. 6. gr. MSE og fyrrgreindri 36. gr. sakamálalaga. Megi skilja niðurstöðu Hæstaréttar á þann veg að sakamálalög heimili ekki aðra framkvæmd en þá sem viðhöfð var í Al-Thani málinu, verður löggjafinn að bæta úr án tafar. Tryggi lögin ekki þessi grundvallarréttindi sakbornings, hefur íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Dómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu er allrar athygli verður. Þrátt fyrir að hinni efnislegu niðurstöðu verði ekki breytt, er nauðsynlegt að fjalla um einstakar forsendur niðurstöðu Hæstaréttar. Í þessum örpistli er aðeins ráðrúm til að beina sjónum að einum anga málsins. Varðar hann hlerun símtala sakborninga við verjendur. Samkvæmt 36. gr. sakamálalaga er verjanda heimilt að tala einslega við skjólstæðing. Þá er einnig kveðið á um það í 85. gr. sakamálalaga að ef upptökur hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda skal eyða þeim þegar í stað. Upptökur símtala eru í höndum fjarskiptafyrirtækja. Í Al-Thani málinu lá fyrir að tekin voru upp samtöl tveggja sakborninga við verjendur og að símtölunum var ekki eytt þegar í stað. Í niðurstöðu Hæstaréttar eru mótbárur sakborninga vegna þessa að engu hafðar. Byggir á því að þessi gögn hafi ekki verið nýtt til sönnunar, auk þess sem Hæstiréttur fær ekki „séð hvernig lögregla gæti almennt hagað aðgerðum við hlustun síma sakbornings á annan hátt en gert var í þessu tilviki […], enda verður hvorki séð fyrir hvort símtal sakbornings kunni að vera við verjanda fremur en annan né hefur lögregla heimild í XI. kafla laga nr. 88/2008 til að fela öðrum framkvæmd þessa inngrips í friðhelgi einkalífs manna að hlusta á símtöl þeirra.“ Niðurstaða þessi vekur ugg. Ekki er hægt að tryggja grundvallarrétt sakaðs manns til trúnaðarsamtals við verjanda ef það kemur í hlut rannsakanda að kanna hvort samtöl séu við verjanda og hvort þau njóti trúnaðar. Aukinheldur er alþekkt erlendis að framkvæmd er hagað öðruvísi. Af niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu má ráða að það fari gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að starfsmaður stjórnvalds framkvæmi rannsókn á því hvort upptekin símtöl séu við verjanda og hvort þeim skuli eytt. Þetta var m.a. staðfest í máli Kopp gegn Sviss, þar sem dómstóllinn fann að því að yfirmaður lögfræðisviðs svissnesku póstþjónustunnar, sem var ríkisrekin, hafi haft umsjón með þessu verki án eftirlits sjálfstæðs dómara. Í máli Aalmoes gegn Hollandi var það hins vegar talið samrýmanlegt 8. gr. MSE að aðili frá hollenska lögmannafélaginu hefði aðkomu að mati á því hvaða símtöl væru háð trúnaði. Álitaefni þessi eru nátengd rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar skv. 6. gr. MSE og fyrrgreindri 36. gr. sakamálalaga. Megi skilja niðurstöðu Hæstaréttar á þann veg að sakamálalög heimili ekki aðra framkvæmd en þá sem viðhöfð var í Al-Thani málinu, verður löggjafinn að bæta úr án tafar. Tryggi lögin ekki þessi grundvallarréttindi sakbornings, hefur íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun