Framsókn mannréttinda Magnús Már Guðmundsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Vitundarvakning meðal ungs fólks um hefndarklám, heimildarmynd um fátækt á Íslandi, námskeið til að auka samfélagsvitund ungra Víetnama, átak gegn fordómum um psoriasis, skráning sögu hælisleitenda á Íslandi, námskeið fyrir fatlaðar stelpur og þýðing og talsetning á teiknimynd þar sem aðalpersónan er samkynhneigð voru meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í lok síðasta árs. Ráðinu bárust 33 umsóknir frá einstaklingum og félagasamtökum í haust, en 18 verkefni hlutu styrkveitingu að þessu sinni. Um er að ræða styrki til verkefna sem samræmast mannréttindastefnu borgarinnar og ætlað er að stuðla að jafnræði borgarbúa og farsælu og fjölbreytilegu mannlífi. Mörg sveitarfélög bjóða upp á að íbúar og grasrótarsamtök leiti til þeirra með ósk um styrkveitingu í tiltekin verkefni sem ætlað er að bæta mannlífið með einhverjum hætti. Í Reykjavík eru árlega veittir styrkir til ýmissa verkefna, meðal annars á sviði velferðarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, menningarmála og mannréttindamála. Á flestum sviðum eru styrkir einungis veittir árlega og umsóknarfrestur þá á haustin, en mannréttindaráð úthlutar styrkjum tvisvar á ári, bæði á haustin og vorin. Á undanförnum árum hafa fjölmargir einstaklingar og félagasamtök sótt um styrki vegna ólíkra verkefna sem snúa að mannréttindum til mannréttindaráðs borgarinnar. Verkefni sem hefðu mörg hver ekki komist á legg nema vegna styrkveitinga ráðsins. Ljóst má vera að innan grasrótarinnar er fullt af hugmyndaríku hugsjónafólki sem vill vinna gegn mismunun svo allir fái notið sjálfsagðra mannréttinda og bæta samfélagið með fjölbreyttum verkefnum. Til að styðja við gerjun og áframhaldandi þróun slíkra verkefna mun mannréttindaráð áfram veita styrki til slíkra verkefna. Nú styttist í næstu styrkveitingu ráðsins og verður auglýst eftir almennum styrkumsóknum nú í mars. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málin og sækja um, en allar helstu upplýsingar má finna á vefslóðinni reykjavik.is/styrkir. Það er von mín að mannréttindaráði haldi áfram að berast ólíkar og spennandi umsóknir frá borgarbúum svo borgin geti áfram blómstrað á sviði jafnræðis og mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Vitundarvakning meðal ungs fólks um hefndarklám, heimildarmynd um fátækt á Íslandi, námskeið til að auka samfélagsvitund ungra Víetnama, átak gegn fordómum um psoriasis, skráning sögu hælisleitenda á Íslandi, námskeið fyrir fatlaðar stelpur og þýðing og talsetning á teiknimynd þar sem aðalpersónan er samkynhneigð voru meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í lok síðasta árs. Ráðinu bárust 33 umsóknir frá einstaklingum og félagasamtökum í haust, en 18 verkefni hlutu styrkveitingu að þessu sinni. Um er að ræða styrki til verkefna sem samræmast mannréttindastefnu borgarinnar og ætlað er að stuðla að jafnræði borgarbúa og farsælu og fjölbreytilegu mannlífi. Mörg sveitarfélög bjóða upp á að íbúar og grasrótarsamtök leiti til þeirra með ósk um styrkveitingu í tiltekin verkefni sem ætlað er að bæta mannlífið með einhverjum hætti. Í Reykjavík eru árlega veittir styrkir til ýmissa verkefna, meðal annars á sviði velferðarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, menningarmála og mannréttindamála. Á flestum sviðum eru styrkir einungis veittir árlega og umsóknarfrestur þá á haustin, en mannréttindaráð úthlutar styrkjum tvisvar á ári, bæði á haustin og vorin. Á undanförnum árum hafa fjölmargir einstaklingar og félagasamtök sótt um styrki vegna ólíkra verkefna sem snúa að mannréttindum til mannréttindaráðs borgarinnar. Verkefni sem hefðu mörg hver ekki komist á legg nema vegna styrkveitinga ráðsins. Ljóst má vera að innan grasrótarinnar er fullt af hugmyndaríku hugsjónafólki sem vill vinna gegn mismunun svo allir fái notið sjálfsagðra mannréttinda og bæta samfélagið með fjölbreyttum verkefnum. Til að styðja við gerjun og áframhaldandi þróun slíkra verkefna mun mannréttindaráð áfram veita styrki til slíkra verkefna. Nú styttist í næstu styrkveitingu ráðsins og verður auglýst eftir almennum styrkumsóknum nú í mars. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málin og sækja um, en allar helstu upplýsingar má finna á vefslóðinni reykjavik.is/styrkir. Það er von mín að mannréttindaráði haldi áfram að berast ólíkar og spennandi umsóknir frá borgarbúum svo borgin geti áfram blómstrað á sviði jafnræðis og mannréttinda.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar