Málfrelsi LÍÚ Kristinn H. Gunnarsson skrifar 9. mars 2015 07:00 LÍÚ hefur gefið út línuna um það hverjir eru þeim þóknanlegir og hverjir ekki. Samtökin taka ekki þátt í opnum upplýsingafundum um sjávarútvegsmál ef einhver annar hefur framsögu en samtökin hafa stimplað og vottfest sem hæfa til umræðunnar. LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýringar blaðafulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í manninn en forðast að ræða málefnið. Það er kjarni málsins. Ætlunin er að losna við ákveðna einstaklinga út úr opinberri umræðu þar sem þeir tala um það sem á að þegja um. Þetta er rökrétt framhald af valdbeitingu sem frammámenn innan samtakanna hafa orðið berir að. Rétt er að rifja upp nokkur dæmi: Samherji fékk því ráðið árið 2002 að alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Vinstri græna flutti ekki hátíðarræðuna á sjómannadeginum á Akureyri. Gengið hafði verið frá því að þingmaðurinn talaði en hinn langi armur kvótaauðvaldsins á staðnum sætti sig ekki við ræðumanninn og annar alþingismaður úr öðrum flokki var fenginn til verksins. Forstjóri Samherja lokaði fiskvinnslu á Dalvík í framhaldi af rannsókn Seðlabankans á verðlagningu á afurðum fyrirtækisins sem seldar voru erlendis. Rannsóknar Seðlabankans var hefnt á Dalvík. Það voru skýr skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar. Forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal reiddist svo bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann lét einn togara fyrirtækisins landa í Bolungarvík. Bæjarstjórnin vildi ekki ganga erinda LÍÚ og álykta eins og samtökin kröfðust í tilteknu máli. Skilaboðin voru líka skýr: Það hefur fjárhagslegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið að hlýða ekki útgerðarvaldinu. Sjómenn í Bolungarvík leituðu réttar síns og sóttu lögboðið kaup. Forstjóri fyrirtækisins sagði upp tveimur sjómönnum sem gengu fram í því máli og bar við hagræðingu. Skilaboðin eru líka skýr: Það hefur afleiðingar að una ekki valdboðinu.Með rýting í bakinu LÍÚ gekkst fyrir útifundi á Austurvelli á síðasta kjörtímabili gegn þáverandi stjórnvöldum. Skipum með áhöfn var siglt til Reykjavíkur og sjómenn fengu skýr skilaboð um það sem ætlast var til af þeim. Sjómennirnir stóðu á Austurvelli í sjógöllum með rýting atvinnurekendavaldsins í bakinu. Forstjóri Samherja róaði Ísfirðinga með orðunum: Guggan verður áfram gul, áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði. Hann gekk á bak orða sinna að öllu leyti og fannst það allt í lagi. Hann sá bara eftir því að hafa lofað of miklu, ekki því að hafa vanefnt loforðið. Honum finnst allt í lagi að svipta Ísfirðinga vinnu, tekjum, umsvifum og sóknarfærum sem fylgja öflugri útgerð. Honum finnst að það eigi að taka því þegjandi og möglunarlaust. Þetta er það sem samtökin vilja þagga niður. Upprifjun á staðreyndum um vanefndir, valdníðslu og alvarlega vankanta á kvótakerfinu sem leiða til samþjöppunar auðs og valds. Það verður aldrei friður um kvótakerfið eins og það er. Ítrekaðar tilraunir útgerðarsamtakanna til þess að berja þjóðina til hlýðni eru dæmdar til þess að mistakast og munu bara virka eins og olía sem hellt er á bál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
LÍÚ hefur gefið út línuna um það hverjir eru þeim þóknanlegir og hverjir ekki. Samtökin taka ekki þátt í opnum upplýsingafundum um sjávarútvegsmál ef einhver annar hefur framsögu en samtökin hafa stimplað og vottfest sem hæfa til umræðunnar. LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýringar blaðafulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í manninn en forðast að ræða málefnið. Það er kjarni málsins. Ætlunin er að losna við ákveðna einstaklinga út úr opinberri umræðu þar sem þeir tala um það sem á að þegja um. Þetta er rökrétt framhald af valdbeitingu sem frammámenn innan samtakanna hafa orðið berir að. Rétt er að rifja upp nokkur dæmi: Samherji fékk því ráðið árið 2002 að alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Vinstri græna flutti ekki hátíðarræðuna á sjómannadeginum á Akureyri. Gengið hafði verið frá því að þingmaðurinn talaði en hinn langi armur kvótaauðvaldsins á staðnum sætti sig ekki við ræðumanninn og annar alþingismaður úr öðrum flokki var fenginn til verksins. Forstjóri Samherja lokaði fiskvinnslu á Dalvík í framhaldi af rannsókn Seðlabankans á verðlagningu á afurðum fyrirtækisins sem seldar voru erlendis. Rannsóknar Seðlabankans var hefnt á Dalvík. Það voru skýr skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar. Forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal reiddist svo bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann lét einn togara fyrirtækisins landa í Bolungarvík. Bæjarstjórnin vildi ekki ganga erinda LÍÚ og álykta eins og samtökin kröfðust í tilteknu máli. Skilaboðin voru líka skýr: Það hefur fjárhagslegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið að hlýða ekki útgerðarvaldinu. Sjómenn í Bolungarvík leituðu réttar síns og sóttu lögboðið kaup. Forstjóri fyrirtækisins sagði upp tveimur sjómönnum sem gengu fram í því máli og bar við hagræðingu. Skilaboðin eru líka skýr: Það hefur afleiðingar að una ekki valdboðinu.Með rýting í bakinu LÍÚ gekkst fyrir útifundi á Austurvelli á síðasta kjörtímabili gegn þáverandi stjórnvöldum. Skipum með áhöfn var siglt til Reykjavíkur og sjómenn fengu skýr skilaboð um það sem ætlast var til af þeim. Sjómennirnir stóðu á Austurvelli í sjógöllum með rýting atvinnurekendavaldsins í bakinu. Forstjóri Samherja róaði Ísfirðinga með orðunum: Guggan verður áfram gul, áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði. Hann gekk á bak orða sinna að öllu leyti og fannst það allt í lagi. Hann sá bara eftir því að hafa lofað of miklu, ekki því að hafa vanefnt loforðið. Honum finnst allt í lagi að svipta Ísfirðinga vinnu, tekjum, umsvifum og sóknarfærum sem fylgja öflugri útgerð. Honum finnst að það eigi að taka því þegjandi og möglunarlaust. Þetta er það sem samtökin vilja þagga niður. Upprifjun á staðreyndum um vanefndir, valdníðslu og alvarlega vankanta á kvótakerfinu sem leiða til samþjöppunar auðs og valds. Það verður aldrei friður um kvótakerfið eins og það er. Ítrekaðar tilraunir útgerðarsamtakanna til þess að berja þjóðina til hlýðni eru dæmdar til þess að mistakast og munu bara virka eins og olía sem hellt er á bál.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar