Látum unglingana í friði Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. apríl 2015 07:00 Enn á ný er sú tillaga komin fram um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Meðal þeirra raka sem heyrast nefnd í þessu sambandi er að með þessu sé verið að efla lýðræðið og að aðrar þjóðir hafi nú þegar tekið þetta skref. Stjórnmálaflokkar sem leggja þetta til eru að seilast í atkvæði. Það eru ýmis veigamikil rök gegn því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Fyrst er einfaldlega að nefna að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjárræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár Þegar samkeppni stjórnmálaflokka skellur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvernig sótt verður að 16-18 ára unglingum verði kosningaaldur lækkaður í 16 ár. Vel kann að vera að einhverjir unglingar á þessum aldri hafi mótað sér skoðanir á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það á ekki hvað síst við um börn sem alin eru upp á heimilum þar sem almenn stjórnmálaumræða á sér stað eða að foreldrarnir sjálfir hafi skilgreint sig til hægri eða vinstri. Að sama skapi má gera ráð fyrir hópi ungmenna á aldursbilinu 16-18 ára sem hafa lítið eða ekkert leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum. Það er einmitt þessi hópur sem er hvað mest viðkvæmur fyrir áreiti stjórnmálaafla í atkvæðaleit. Í samkeppninni munu stjórnmálaöflin í ákefð sinni eftir atkvæðum beita ýmsum þrýstiaðferðum m.a. í formi alls kyns freistandi tilboða í þeim tilgangi að laða að yngstu kjósendurna. Um 16 ára aldurinn standa flestir unglingar á tímamótum. Um þetta leyti eru þeir að ljúka grunnskóla og eru að taka ákvörðun um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Eins og allir vita sem umgangast börn og unglinga þá munar mikið um hvert ár í þroska sérstaklega á þessu aldursskeiði. Það sem skiptir höfuðmáli er að ungmenni fái svigrúm og frið til að þroska eigið sjálf. Að þau fái hvatningu og örvun til að styrkja sjálfsmynd sína, næði til að móta persónulegan lífstíl og að finna sig sem hluti af ákveðinni heild. Þetta er kjarni þess að vera barn og unglingur. Á þessum árum er vinahópurinn jafnan í miklum forgangi. Verkefnin eru því næg þótt 16 -18 ára ungmennum séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl. Okkur ber skylda til að vernda börn og ungmenni gegn hvers skyns ágengni, áróðri eða þrýstingi til að taka afstöðu í hagsmunapoti ólíkra samfélagsafla. Flestir unglingar undir 18 ára aldri hafa hvorki öðlast langa né mikla lífsreynslu. Þau hafa þar af leiðandi ekki öðlast mikla færni í að greina á milli manna né málefna og eru því býsna berskjölduð fyrir áreitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Enn á ný er sú tillaga komin fram um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Meðal þeirra raka sem heyrast nefnd í þessu sambandi er að með þessu sé verið að efla lýðræðið og að aðrar þjóðir hafi nú þegar tekið þetta skref. Stjórnmálaflokkar sem leggja þetta til eru að seilast í atkvæði. Það eru ýmis veigamikil rök gegn því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Fyrst er einfaldlega að nefna að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjárræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár Þegar samkeppni stjórnmálaflokka skellur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvernig sótt verður að 16-18 ára unglingum verði kosningaaldur lækkaður í 16 ár. Vel kann að vera að einhverjir unglingar á þessum aldri hafi mótað sér skoðanir á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það á ekki hvað síst við um börn sem alin eru upp á heimilum þar sem almenn stjórnmálaumræða á sér stað eða að foreldrarnir sjálfir hafi skilgreint sig til hægri eða vinstri. Að sama skapi má gera ráð fyrir hópi ungmenna á aldursbilinu 16-18 ára sem hafa lítið eða ekkert leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum. Það er einmitt þessi hópur sem er hvað mest viðkvæmur fyrir áreiti stjórnmálaafla í atkvæðaleit. Í samkeppninni munu stjórnmálaöflin í ákefð sinni eftir atkvæðum beita ýmsum þrýstiaðferðum m.a. í formi alls kyns freistandi tilboða í þeim tilgangi að laða að yngstu kjósendurna. Um 16 ára aldurinn standa flestir unglingar á tímamótum. Um þetta leyti eru þeir að ljúka grunnskóla og eru að taka ákvörðun um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Eins og allir vita sem umgangast börn og unglinga þá munar mikið um hvert ár í þroska sérstaklega á þessu aldursskeiði. Það sem skiptir höfuðmáli er að ungmenni fái svigrúm og frið til að þroska eigið sjálf. Að þau fái hvatningu og örvun til að styrkja sjálfsmynd sína, næði til að móta persónulegan lífstíl og að finna sig sem hluti af ákveðinni heild. Þetta er kjarni þess að vera barn og unglingur. Á þessum árum er vinahópurinn jafnan í miklum forgangi. Verkefnin eru því næg þótt 16 -18 ára ungmennum séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl. Okkur ber skylda til að vernda börn og ungmenni gegn hvers skyns ágengni, áróðri eða þrýstingi til að taka afstöðu í hagsmunapoti ólíkra samfélagsafla. Flestir unglingar undir 18 ára aldri hafa hvorki öðlast langa né mikla lífsreynslu. Þau hafa þar af leiðandi ekki öðlast mikla færni í að greina á milli manna né málefna og eru því býsna berskjölduð fyrir áreitum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun