Miðborg í blóma Jakob Frímann Magnússon skrifar 30. apríl 2015 08:00 Undanfarin ár hafa endurbætur og fjárfestingar í miðborginni verið meiri en nokkru sinni fyrr og er þá langt til jafnað. Langþráðar endurbætur á Hverfisgötu austan Klapparstígs eru að baki og verður að óbreyttu lokið 2016. Framkvæmdum á Hjartareit / Hljómalindarreit verður lokið upp úr næstu áramótum, en til að svo geti orðið þarf að tryggja opnar akstursleiðir og óheft aðgengi og því bíða endurbætur og framkvæmdir á vestari hluta Hverfisgötu næsta árs. Umtalsverðar framkvæmdir eru að hefjast í nágrenni Hörpu, þ.m.t. við umfangsmikla fimm stjörnu hótelbyggingu. Bílastæði neðanjarðar, sumpart beintengd bílastæðum Hörpukjallarans, verða sem næst 1.000 er allt verður saman lagt. Hins vegar fækkar nokkuð ofanjarðarstæðum í miðborginni, þ.m.t. við hlið Tollstjórahússins sem þegar hafa verið skermuð af. Vert er þá að minna á bílastæði í gamla Kolaportshúsinu, í Hörpukjallaranum, í Grjótaþorpi á horni Vesturgötu og Mjóstrætis, í Traðarkoti á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, á Skólavörðustíg við Bergstaðastræti, á Hverfisgötu við horn Vitastígs og í Stjörnuporti gegnt Laugavegi 91. Í öllum þessum húsum er að jafnaði að finna gnótt bílastæða auk þeirra fjölmörgu stæða sem dreifð eru um gjörvalla miðborg. Sumargötur sem ráðgerðar eru frá maí til septemberloka verða á Laugavegi frá Vatnsstíg (vestan Frakkastígs) að Bankastræti, neðst á Skólavörðustíg, frá Bergstaðastræti að Bankastræti, Pósthússtræti og Austurstræti. Opið verður fyrir umferð og aðföng til hádegis hvern virkan dag. Á hinum fjölmörgu torgum borgarinnar verður líf og fjör. Ber þar helst að nefna KRÁS, matarmarkaðinn vinsæla á Fógetatorgi sem verður opinn allar helgar í júlí og ágúst, reglubundnar lifandi tónlistarveislur á Ingólfstorgi, fjölbreytilega starfsemi á Torgum í biðstöðu, reglubundna viðburði Götuleikhússins og Hins hússins og reglubundnar uppákomur tengdar Löngum laugardögum sem eru að jafnaði fyrstu laugardagar hvers mánaðar. Hér hefur verið stiklað á stóru. Í næstu grein verður nánar farið yfir framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í miðborginni á komandi mánuðum og misserum.Með bestu óskum um gleðilegt og sólríkt miðborgarsumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa endurbætur og fjárfestingar í miðborginni verið meiri en nokkru sinni fyrr og er þá langt til jafnað. Langþráðar endurbætur á Hverfisgötu austan Klapparstígs eru að baki og verður að óbreyttu lokið 2016. Framkvæmdum á Hjartareit / Hljómalindarreit verður lokið upp úr næstu áramótum, en til að svo geti orðið þarf að tryggja opnar akstursleiðir og óheft aðgengi og því bíða endurbætur og framkvæmdir á vestari hluta Hverfisgötu næsta árs. Umtalsverðar framkvæmdir eru að hefjast í nágrenni Hörpu, þ.m.t. við umfangsmikla fimm stjörnu hótelbyggingu. Bílastæði neðanjarðar, sumpart beintengd bílastæðum Hörpukjallarans, verða sem næst 1.000 er allt verður saman lagt. Hins vegar fækkar nokkuð ofanjarðarstæðum í miðborginni, þ.m.t. við hlið Tollstjórahússins sem þegar hafa verið skermuð af. Vert er þá að minna á bílastæði í gamla Kolaportshúsinu, í Hörpukjallaranum, í Grjótaþorpi á horni Vesturgötu og Mjóstrætis, í Traðarkoti á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, á Skólavörðustíg við Bergstaðastræti, á Hverfisgötu við horn Vitastígs og í Stjörnuporti gegnt Laugavegi 91. Í öllum þessum húsum er að jafnaði að finna gnótt bílastæða auk þeirra fjölmörgu stæða sem dreifð eru um gjörvalla miðborg. Sumargötur sem ráðgerðar eru frá maí til septemberloka verða á Laugavegi frá Vatnsstíg (vestan Frakkastígs) að Bankastræti, neðst á Skólavörðustíg, frá Bergstaðastræti að Bankastræti, Pósthússtræti og Austurstræti. Opið verður fyrir umferð og aðföng til hádegis hvern virkan dag. Á hinum fjölmörgu torgum borgarinnar verður líf og fjör. Ber þar helst að nefna KRÁS, matarmarkaðinn vinsæla á Fógetatorgi sem verður opinn allar helgar í júlí og ágúst, reglubundnar lifandi tónlistarveislur á Ingólfstorgi, fjölbreytilega starfsemi á Torgum í biðstöðu, reglubundna viðburði Götuleikhússins og Hins hússins og reglubundnar uppákomur tengdar Löngum laugardögum sem eru að jafnaði fyrstu laugardagar hvers mánaðar. Hér hefur verið stiklað á stóru. Í næstu grein verður nánar farið yfir framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í miðborginni á komandi mánuðum og misserum.Með bestu óskum um gleðilegt og sólríkt miðborgarsumar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar