Er hægt að laga þingið? Árni Páll Árnason skrifar 19. maí 2015 07:00 Bjarni Benediktsson á hrós skilið fyrir að ræða umbætur á þingstörfum á yfirvegaðan og uppbyggilegan hátt. Ég held að þörf sé á þverpólitískri sátt um breytingar og er sammála Bjarna um að rétt sé að þær taki gildi eftir næstu kosningar. Ísland er öðruvísi en nágrannalöndin að því leyti að hér hefur tíðkast óheft meirihlutaræði. Eina vörn minnihlutans hefur verið með því dagskrárvaldi sem aðgangur að ræðustól Alþingis hefur skapað. Með ræðum hefur verið hægt að fækka þeim málum sem afgreidd eru eða hafa áhrif á efni þess sem afgreitt er.Minnihlutinn þarf vörn Frumforsenda breytinga er því að flytja vernd minnihlutans gegn meirihlutaræðinu úr ræðustólnum og yfir í annað form. Við getum ekki takmarkað ræðutíma, án þess að fela minnihlutanum annað og helst tryggara vopn gegn misbeitingu meirihlutans á valdi hans. Þess vegna er heimild þriðjungs þings til að setja mál í þjóðaratkvæði alger forsenda nokkurra breytinga. Slík heimild myndi breikka samstöðu um erfið mál og hvetja ríkisstjórn á hverjum tíma til að hafa a.m.k. 70% þingmanna á bak við þau. Það yrði mikil breyting til batnaðar á íslenskri stjórnmálamenningu. Við þurfum líka að styrkja verkstjórnarvaldið. Verkstjórnarvald felst ekki í að forseti þingsins fái meiri völd til að setja minnihlutanum stólinn fyrir dyrnar, heldur meiri völd til að hemja meirihlutann. Nú er helsti tappinn í þingstörfunum sú staðreynd að meirihlutinn reynir að þjösna virkjanakostum sem breytingatillögu við þingsályktun, í blóra við lög. Meira að segja umhverfisráðuneytið staðfestir að málið standist ekki lög. Hvers vegna er forseti þingsins ekki búinn að henda svona máli út? Forseti þarf nauðsynlega að hafa ríkari valdheimildir til að setja meirihlutanum skorður og úrskurða mál óþingtæk ef efni þeirra stangast á við góða þingsiði og almenn lög. Kannski á hann bara ávallt að vera úr hópi stjórnarandstöðuþingmanna?Já, það er hægt Svarið við spurningu greinarinnar er játandi: Já, það er hægt að laga þingið. Það blasir við að við eigum bara að einhenda okkur í breytingar til bóta af þessum toga. Þær kalla hins vegar á stjórnarskrárbreytingu. Fyrir liggur að brýn þörf er á ákvæði um þjóðareign á auðlindum og að fyrir slíkri áherslu er víðtækur meirihluti á Alþingi. Mögulegt er nú að breyta stjórnarskránni með samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna og einföldu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla getur farið fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Er ekki borðleggjandi að flokkarnir nái saman í snatri um breytingar á ákvæðum um Alþingi, ásamt með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum og leggi slíkan breytingapakka fyrir þjóðaratkvæði næsta vor? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson á hrós skilið fyrir að ræða umbætur á þingstörfum á yfirvegaðan og uppbyggilegan hátt. Ég held að þörf sé á þverpólitískri sátt um breytingar og er sammála Bjarna um að rétt sé að þær taki gildi eftir næstu kosningar. Ísland er öðruvísi en nágrannalöndin að því leyti að hér hefur tíðkast óheft meirihlutaræði. Eina vörn minnihlutans hefur verið með því dagskrárvaldi sem aðgangur að ræðustól Alþingis hefur skapað. Með ræðum hefur verið hægt að fækka þeim málum sem afgreidd eru eða hafa áhrif á efni þess sem afgreitt er.Minnihlutinn þarf vörn Frumforsenda breytinga er því að flytja vernd minnihlutans gegn meirihlutaræðinu úr ræðustólnum og yfir í annað form. Við getum ekki takmarkað ræðutíma, án þess að fela minnihlutanum annað og helst tryggara vopn gegn misbeitingu meirihlutans á valdi hans. Þess vegna er heimild þriðjungs þings til að setja mál í þjóðaratkvæði alger forsenda nokkurra breytinga. Slík heimild myndi breikka samstöðu um erfið mál og hvetja ríkisstjórn á hverjum tíma til að hafa a.m.k. 70% þingmanna á bak við þau. Það yrði mikil breyting til batnaðar á íslenskri stjórnmálamenningu. Við þurfum líka að styrkja verkstjórnarvaldið. Verkstjórnarvald felst ekki í að forseti þingsins fái meiri völd til að setja minnihlutanum stólinn fyrir dyrnar, heldur meiri völd til að hemja meirihlutann. Nú er helsti tappinn í þingstörfunum sú staðreynd að meirihlutinn reynir að þjösna virkjanakostum sem breytingatillögu við þingsályktun, í blóra við lög. Meira að segja umhverfisráðuneytið staðfestir að málið standist ekki lög. Hvers vegna er forseti þingsins ekki búinn að henda svona máli út? Forseti þarf nauðsynlega að hafa ríkari valdheimildir til að setja meirihlutanum skorður og úrskurða mál óþingtæk ef efni þeirra stangast á við góða þingsiði og almenn lög. Kannski á hann bara ávallt að vera úr hópi stjórnarandstöðuþingmanna?Já, það er hægt Svarið við spurningu greinarinnar er játandi: Já, það er hægt að laga þingið. Það blasir við að við eigum bara að einhenda okkur í breytingar til bóta af þessum toga. Þær kalla hins vegar á stjórnarskrárbreytingu. Fyrir liggur að brýn þörf er á ákvæði um þjóðareign á auðlindum og að fyrir slíkri áherslu er víðtækur meirihluti á Alþingi. Mögulegt er nú að breyta stjórnarskránni með samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna og einföldu samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla getur farið fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Er ekki borðleggjandi að flokkarnir nái saman í snatri um breytingar á ákvæðum um Alþingi, ásamt með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum og leggi slíkan breytingapakka fyrir þjóðaratkvæði næsta vor?
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun