Nýtt X, takk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. maí 2015 00:00 Mannúðleg heimspeki, lífsskoðun, grunnhugmynd eða hvaðeina sem menn vilja nefna leiðarhnoða manna í stjórnmálum, þarf ekki að vera flókin til að virka. Á Íslandi og víðar, burtséð frá gölluðu hagkerfi, er afar stór hópur sem getur tekið undir eftirfarandi: Við viljum sem mestan jöfnuð í lífsgæðum. Við viljum góð tækifæri til að ráða málum okkar sjálf, sem sagt jafnræði. Við viljum jafnrétti og sem mest mannréttindi. Þarna sjá menn j-in þrjú, sem ásamt stýrðu (en ekki ótakmörkuðu) frelsi til athafna, heimiluðu framfarir fyrir margt löngu; voru visst uppgjör við stöðnuð yfirstéttarveldi. Nú til dags standa m.a. samþjöppun auðs, fáveldi mokríkra einstaklinga og völd alþjóðlegra hringa, í skjóli fjárfreks hervalds, í vegi fyrir j-unum þremur. Við bætist ógn við heimsbyggðina vegna harkalegrar auðlindanýtingar og hlýnunar sem fyrirhyggjulaus orkustefna veldur; vegna rányrkju í stað raunyrkju. Ísland fer ekki varhluta af þessu. Hrunið og átökin í samfélaginu um helstu álitamál hafa skipt þeim er hafa áhuga á pólitík í marga hópa. Við höfum í bili ekki önnur verkfæri til að brúka í þeim átökum en fjölmiðlana, framboðsflokka, þingið, sveitarstjórnir og margvísleg hagsmuna- og áhugasamtök. Við teljumst vera virkt þingbundið lýðræðisríki.Hagur almennings í húfi Við þessar aðstæður verða þeir sem bera j-in þrjú fyrir brjósti, með býsna ólíkum skilningi þó, að vinna saman í að minnsta kosti nokkur ár, við að rétta af slagsíðu samfélagsins í nafni réttlætis. Hvað sem þröngum en skánandi hag ríkisins líður, teiknum um þolanlega (?) stöðu hagkerfisins í heild og pælingum um afnám gjaldeyrishafta, bíða mörg verkefni úrlausna þar sem hagur almennings og lífskjör eru í húfi. Um það vitna kröfur og deilur sem aldrei fyrr og ekki síður harðnandi lífsskilyrði öryrkja, ótal ungra Íslendinga í húsnæðisleit, sjúklinga, aldraðra, láglaunafólks, nema, margra innflytjenda o.s.frv. Samvinna þess fólks sem gegnir hugtakinu félagshyggjufólk, þarf að ná til sameiginlegrar og opinnar stefnumótunar í helstu málaflokkum næstu tvö kjörtímabil – með vönduðum tillögum að leiðum til lausna. Hún þarf líka að ná til þess hvert form samstarfsins verður að vera svo það virki fólk langt út fyrir raðir flokka. Loks þarf samvinnan að opna fyrir endurskipulagningu á helstu stoðum samfélagsins. En það er verkefni 1-2 áratuga og þarfnast þess að samfélagið allt sé virkjað til þátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Gjaldeyrishöft Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Mannúðleg heimspeki, lífsskoðun, grunnhugmynd eða hvaðeina sem menn vilja nefna leiðarhnoða manna í stjórnmálum, þarf ekki að vera flókin til að virka. Á Íslandi og víðar, burtséð frá gölluðu hagkerfi, er afar stór hópur sem getur tekið undir eftirfarandi: Við viljum sem mestan jöfnuð í lífsgæðum. Við viljum góð tækifæri til að ráða málum okkar sjálf, sem sagt jafnræði. Við viljum jafnrétti og sem mest mannréttindi. Þarna sjá menn j-in þrjú, sem ásamt stýrðu (en ekki ótakmörkuðu) frelsi til athafna, heimiluðu framfarir fyrir margt löngu; voru visst uppgjör við stöðnuð yfirstéttarveldi. Nú til dags standa m.a. samþjöppun auðs, fáveldi mokríkra einstaklinga og völd alþjóðlegra hringa, í skjóli fjárfreks hervalds, í vegi fyrir j-unum þremur. Við bætist ógn við heimsbyggðina vegna harkalegrar auðlindanýtingar og hlýnunar sem fyrirhyggjulaus orkustefna veldur; vegna rányrkju í stað raunyrkju. Ísland fer ekki varhluta af þessu. Hrunið og átökin í samfélaginu um helstu álitamál hafa skipt þeim er hafa áhuga á pólitík í marga hópa. Við höfum í bili ekki önnur verkfæri til að brúka í þeim átökum en fjölmiðlana, framboðsflokka, þingið, sveitarstjórnir og margvísleg hagsmuna- og áhugasamtök. Við teljumst vera virkt þingbundið lýðræðisríki.Hagur almennings í húfi Við þessar aðstæður verða þeir sem bera j-in þrjú fyrir brjósti, með býsna ólíkum skilningi þó, að vinna saman í að minnsta kosti nokkur ár, við að rétta af slagsíðu samfélagsins í nafni réttlætis. Hvað sem þröngum en skánandi hag ríkisins líður, teiknum um þolanlega (?) stöðu hagkerfisins í heild og pælingum um afnám gjaldeyrishafta, bíða mörg verkefni úrlausna þar sem hagur almennings og lífskjör eru í húfi. Um það vitna kröfur og deilur sem aldrei fyrr og ekki síður harðnandi lífsskilyrði öryrkja, ótal ungra Íslendinga í húsnæðisleit, sjúklinga, aldraðra, láglaunafólks, nema, margra innflytjenda o.s.frv. Samvinna þess fólks sem gegnir hugtakinu félagshyggjufólk, þarf að ná til sameiginlegrar og opinnar stefnumótunar í helstu málaflokkum næstu tvö kjörtímabil – með vönduðum tillögum að leiðum til lausna. Hún þarf líka að ná til þess hvert form samstarfsins verður að vera svo það virki fólk langt út fyrir raðir flokka. Loks þarf samvinnan að opna fyrir endurskipulagningu á helstu stoðum samfélagsins. En það er verkefni 1-2 áratuga og þarfnast þess að samfélagið allt sé virkjað til þátttöku.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun